Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. október 2025 15:48 Norskir kafarar leituðu að löxum í Haukadalsá í ágúst. Vísir/Anton Brink Erfðagreining á 34 löxum hefur leitt í ljós að tólf þeirra reyndust eldislaxar. Eldislaxarnir veiddust í Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Miðfjarðará. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun, Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun. Í ágúst sögðu stofnanirnar þrjár frá því að erfðagreining hefði leitt í ljós að sjö eldislaxar hafi fundist í fjórum ám. Auk laxanna sjö hefðu tilkynningar borist um sex laxa til viðbótar með einkenni eldisfisks. Fram kemur í tilkynningu að 23 laxar hafi borist Hafrannsóknarstofnun til rannsóknar og erfðagreiningar og níu þeirra hafi reynst eldislaxar. Ellefu laxar hafi ekki verið sendir til Hafrannsóknarstofnunar en þrír þeirra hafi verið staðfestir við erfðagreiningu. Til viðbótar sé eitt sýni af laxi sem veiddist í byrjun október í Ytri-Rangá, í upprunagreiningu. Tölur á vef Matvælastofnunar um fjölda fiska sem veiðst hafa, uppruna þeirra og fjölda þeirra sem skilað hefði verið til Hafrannsóknarstofnunar til rannsóknar. Matvælastofnun Matvælastofnun vinni að rannsókn á uppruna eldislaxa þar sem erfðagreining gefur upplýsingar um hvar hrogn voru tekin inn í seiðastöð og svo er eldisferill laxanna rakinn út í sjókvíar. Matvælastofnun muni birta niðurstöðu rannsóknar sinnar þegar stjórnsýslulegu ferli er lokið og eftirlitsskýrslur birtar á mælaborði fiskeldis. Þá er áréttað að þrír eldislaxar séu útilokaðir frá rannsókninni vegna þess að Matvælastofnun geti ekki byggt rannsókn sína á löxum sem ekki berast til Hafrannsóknastofnunar þar sem ekki sé hægt að rannsaka þá laxa með fullnægjandi hætti. Stofnanirnar hvetja veiðimenn og veiðiréttarhafa til að skila fiskum til rannsókna bendi útlit þeirra til að um eldislaxa geti verið að ræða. Útlitseinkenni eldislaxa geti meðal annars verið stutt og aflöguð trjóna, tálknbörð slitin, eyr- og bakuggar slitnir eða eyddir, og brot eða uggageislar samgrónir auk þess sem sporður er oft slitinn eða eyddur. Sé lax með eldiseinkenni er þess óskað að veiðiaðili skili fisknum í heilu lagi til Hafrannsóknastofnunar til rannsókna og erfðagreiningar. Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Fiskeldi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun, Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun. Í ágúst sögðu stofnanirnar þrjár frá því að erfðagreining hefði leitt í ljós að sjö eldislaxar hafi fundist í fjórum ám. Auk laxanna sjö hefðu tilkynningar borist um sex laxa til viðbótar með einkenni eldisfisks. Fram kemur í tilkynningu að 23 laxar hafi borist Hafrannsóknarstofnun til rannsóknar og erfðagreiningar og níu þeirra hafi reynst eldislaxar. Ellefu laxar hafi ekki verið sendir til Hafrannsóknarstofnunar en þrír þeirra hafi verið staðfestir við erfðagreiningu. Til viðbótar sé eitt sýni af laxi sem veiddist í byrjun október í Ytri-Rangá, í upprunagreiningu. Tölur á vef Matvælastofnunar um fjölda fiska sem veiðst hafa, uppruna þeirra og fjölda þeirra sem skilað hefði verið til Hafrannsóknarstofnunar til rannsóknar. Matvælastofnun Matvælastofnun vinni að rannsókn á uppruna eldislaxa þar sem erfðagreining gefur upplýsingar um hvar hrogn voru tekin inn í seiðastöð og svo er eldisferill laxanna rakinn út í sjókvíar. Matvælastofnun muni birta niðurstöðu rannsóknar sinnar þegar stjórnsýslulegu ferli er lokið og eftirlitsskýrslur birtar á mælaborði fiskeldis. Þá er áréttað að þrír eldislaxar séu útilokaðir frá rannsókninni vegna þess að Matvælastofnun geti ekki byggt rannsókn sína á löxum sem ekki berast til Hafrannsóknastofnunar þar sem ekki sé hægt að rannsaka þá laxa með fullnægjandi hætti. Stofnanirnar hvetja veiðimenn og veiðiréttarhafa til að skila fiskum til rannsókna bendi útlit þeirra til að um eldislaxa geti verið að ræða. Útlitseinkenni eldislaxa geti meðal annars verið stutt og aflöguð trjóna, tálknbörð slitin, eyr- og bakuggar slitnir eða eyddir, og brot eða uggageislar samgrónir auk þess sem sporður er oft slitinn eða eyddur. Sé lax með eldiseinkenni er þess óskað að veiðiaðili skili fisknum í heilu lagi til Hafrannsóknastofnunar til rannsókna og erfðagreiningar.
Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Fiskeldi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira