Handbolti

Ný­liðarnir hárs­breidd frá sigri í Krikanum

Sindri Sverrisson skrifar
Birkir Benediktsson skoraði fimm mörk fyrir FH gegn Þór í kvöld.
Birkir Benediktsson skoraði fimm mörk fyrir FH gegn Þór í kvöld. vísir/Anton

Þórsarar voru afar nálægt því að landa sigri í Kaplakrika í kvöld en nýliðarnir urðu að sætta sig við jafntefli við FH, 34-34, í Olís-deild karla í handbolta. Stjarnan sótti tvö stig á Selfoss.

Lengi vel var ekkert útlit fyrir að Þór fengi nokkuð út úr leiknum við FH í kvöld. Heimamenn voru níu mörkum yfir, 26-17, þegar aðeins tuttugu mínútur voru eftir.

Munurinn var enn sjö mörk þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en þá fóru gestirnir að éta upp forskotið á ógnarhraða og Oddur Gretarsson kom þeim svo yfir úr víti á lokamínútunni. Símon Michael Guðjónsson sá þó til þess að FH fengi stig úr leiknum með jöfnunarmarki af vítalínunni í lokin. Oddur og Símon voru markahæstir í leiknum í kvöld með 9 mörk hvor.

Á Selfossi byrjuðu heimamenn betur en Stjarnan var komin yfir fyrir hálfleik, 15-14, og bjó sér smám saman til smáforskot sem liðið lét aldrei af hendi.

Ísak Logi Einarsson og Hans Jörgen Ólafsson leiddu sóknarleik Stjörnunnar með 10 og 9 mörk, og Gauti Gunnarsson skoraði 7, en Hannes Höskuldsson var markahæstur Selfoss með 11 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×