Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Kári Mímisson skrifar 9. október 2025 22:02 Stefán Árnason er nú aðalþjálfari Aftureldingar. vísir/Viktor Freyr Stefán Árnason, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur með 10 marka tap liðsins gegn Val á Hlíðarenda í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta. „Ég er svekktur, þetta eru vonbrigði. Valsararnir voru töluvert betri en við í leiknum og mér fannst við ekki alveg vera tilbúnir í þetta. Þetta var leikur sem að við hefðum alveg getað náð tökum á, sérstaklega í upphafi leiksins en við bara nýttum ekki tækifærin sem við fengum. Í staðinn þá náði bara Valur þessum leik og náði að búa til stórt forskot snemma á örskömmum tíma. Ég hefði viljað sjá okkur svara betur í fyrri hálfleik. Það er eitt að tapa og að andstæðingurinn sé betri en þú í leiknum en mér fannst við geta gert betur í dag og ég er smá vonsvikinn með það. Þetta er bara leikur sem við lærum af,“ sagði Stefán strax að leik loknum. Hægt er að lesa allt um leik Aftureldingar og Vals hér. Jafnræði var með liðunum framan af leik en um miðjan fyrri hálfleik tókst heimamönnum í Val að skapa sér gott forskot sem liðið lét aldrei af hendi. Stefán segir að liðið hafi ekki verið líkt sjálfu sér sóknarlega og að sterkt lið Vals hafi refsað grimmilega fyrir það. „Við gerum okkur seka um allt of marga tapaða bolta í seinni hálfleiknum og fórum að gera hluti sóknarlega sem að við höfum ekki verið að gera í allan vetur. Við erum búnir að spila sex leiki virkilega vel, verið agaðir sóknarlega en í dag fórum við út fyrir það og leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera og það kom bara hressilega í bakið á okkur. Valur refsaði okkur fyrir það.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld hefur lið Aftureldingar farið vel af stað það sem af er tímabili. Liðið var fyrir þennan leik búið að sigra alla fimm leiki sína í deildinni ásamt því að hafa slegið ÍBV út í bikarnum. Stefán segir að hann og hans menn séu spenntir fyrir komandi átökum en að liðið þurfi nú að horfa aftur í spegilinn og læra af þessu tapi. „Við erum búnir að taka þetta viku fyrir viku. Þegar við vinnum þá höfum við reynt að læra af því, laga hluti og komið sterkari í næsta leik. Núna fengum við á baukinn og þá tekur í rauninni við bara það nákvæmlega sama. Við reynum að læra af þessum leik eins og við getum. Við erum auðvitað að spila á móti einu af kannski tveimur bestu liðum landsins á þeirra heimavelli og ef að við erum ekki alveg 110 prósent þá verður þetta auðvitað erfitt. Það er hrikalega mikil jákvæðni hjá okkur fyrir þetta tímabil enda hefur okkur tekist að byrja þetta alveg eins og við ætluðum okkur. Það hefur gengið vel hingað til að skapa okkar einkenni á vellinum, það hefur tekist í sex leikjum til þessa en tókst ekki í dag. Nú förum við bara að leita aftur inn á við og finna aftur þessa hluti sem að við erum góðir í.“ Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
„Ég er svekktur, þetta eru vonbrigði. Valsararnir voru töluvert betri en við í leiknum og mér fannst við ekki alveg vera tilbúnir í þetta. Þetta var leikur sem að við hefðum alveg getað náð tökum á, sérstaklega í upphafi leiksins en við bara nýttum ekki tækifærin sem við fengum. Í staðinn þá náði bara Valur þessum leik og náði að búa til stórt forskot snemma á örskömmum tíma. Ég hefði viljað sjá okkur svara betur í fyrri hálfleik. Það er eitt að tapa og að andstæðingurinn sé betri en þú í leiknum en mér fannst við geta gert betur í dag og ég er smá vonsvikinn með það. Þetta er bara leikur sem við lærum af,“ sagði Stefán strax að leik loknum. Hægt er að lesa allt um leik Aftureldingar og Vals hér. Jafnræði var með liðunum framan af leik en um miðjan fyrri hálfleik tókst heimamönnum í Val að skapa sér gott forskot sem liðið lét aldrei af hendi. Stefán segir að liðið hafi ekki verið líkt sjálfu sér sóknarlega og að sterkt lið Vals hafi refsað grimmilega fyrir það. „Við gerum okkur seka um allt of marga tapaða bolta í seinni hálfleiknum og fórum að gera hluti sóknarlega sem að við höfum ekki verið að gera í allan vetur. Við erum búnir að spila sex leiki virkilega vel, verið agaðir sóknarlega en í dag fórum við út fyrir það og leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera og það kom bara hressilega í bakið á okkur. Valur refsaði okkur fyrir það.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld hefur lið Aftureldingar farið vel af stað það sem af er tímabili. Liðið var fyrir þennan leik búið að sigra alla fimm leiki sína í deildinni ásamt því að hafa slegið ÍBV út í bikarnum. Stefán segir að hann og hans menn séu spenntir fyrir komandi átökum en að liðið þurfi nú að horfa aftur í spegilinn og læra af þessu tapi. „Við erum búnir að taka þetta viku fyrir viku. Þegar við vinnum þá höfum við reynt að læra af því, laga hluti og komið sterkari í næsta leik. Núna fengum við á baukinn og þá tekur í rauninni við bara það nákvæmlega sama. Við reynum að læra af þessum leik eins og við getum. Við erum auðvitað að spila á móti einu af kannski tveimur bestu liðum landsins á þeirra heimavelli og ef að við erum ekki alveg 110 prósent þá verður þetta auðvitað erfitt. Það er hrikalega mikil jákvæðni hjá okkur fyrir þetta tímabil enda hefur okkur tekist að byrja þetta alveg eins og við ætluðum okkur. Það hefur gengið vel hingað til að skapa okkar einkenni á vellinum, það hefur tekist í sex leikjum til þessa en tókst ekki í dag. Nú förum við bara að leita aftur inn á við og finna aftur þessa hluti sem að við erum góðir í.“
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira