„Þetta er pólitísk vakning“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. október 2025 15:06 Sigmundur Davíð fór yfir víðan völl í ræðu sinni á landsþingi Miðflokksins í dag. Vísir/Lýður Valberg Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ákvarðanataka í stjórnmálum hafi í auknum mæli markast af kerfisrækni, rétttrúnaði og öðrum kreddum í stað almennrar skynsemi. Hann segir mikinn fjölda fólks á öllum aldri hafa gengið til liðs við Miðflokkinn að undanförnu. Um sé að ræða pólitíska vakningu og vinsældir flokksins skýrist af því að hann þori að segja það sem þurfi meðan aðrir þegja. Þetta kom fram í ræðu Sigmundar á landsþingi Miðflokksins fyrr í dag, þar sem fjallað var meðal annars um skynsemi í stjórnmálum, útlendingamál, hringrás vaxta og verðbólgu, tjáningarfrelsi og fullveldi. „Þegar skynsemin víkur fyrir kreddum, gerast hins vegar mistök, og oft eru það fyrirsjáanleg mistök. Verst er þegar menn gera fyrirsjaanleg mistök með opin augum,“ sagði Sigmundur og tiltók ýmis atriði sem hann taldi fyrirsjáanleg mistök á liðnum árum. „Það voru fyrirsjáanleg mistök að setja ný lög um útlendinga og gera aðrar ráðstafanir sem veiktu landamæri Íslands og gerðu innflytjendamál á þessu fámenna landi, stjórnlaus.„ „Það voru fyrirsjáanleg mistök að ætla setja reglur um það hvernig fólk eigi tjá sig, og hugsa, og senda alla landsmenn á innrætingarnámskeið.“ „Og loks eru það sannarlega fyrirsjáanleg mistök, að ætla eyða óendanlega miklum peningum skattgreiðenda, í svokallaða borgarlínu, sem hefur ekki annað hlutverk en að þrengja að umferðinni, og réttlæta bílastæðaleysi, á hinum rándýru þéttingarreitum borgarinnar.“ Velferðarkerfi og opin landamæri ósamrýmanleg Varðandi útlendingamálin sagði Sigmundur að ekkert samfélag fáist þrifist, hafi það ekki vilja til að vernda hópinn. Öflugt velferðarkerfi og opin, eða lek landamæri, séu ósamrýmanleg. Þá hafi straumur hælisleitenda til Vesturlanda margfaldast og eðli hans breyst á liðnum árum, frá því þjóðir komu sér saman um að aðstoða flóttamenn eftir seinni heimsstyrjöldina. „Hugsunin var sú að fólk sem væri að flýja hörmungar stríðs, gæti leitað skjóls í nágrannaríkjunum, og svo vonandi snúið aftur heim.“ „Nú hafa hins vegar hættuleg gengi glæpamanna, gert velvild Vesturlanda að söluvöru. Hafa selt væntingar um betri lífskjör, í móttökulöndunum, og ætlað þeim að uppfylla þær væntingar.“ „Þetta er ekki samsæriskenning, þetta er viðurkennd staðreynd.“ Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Miðflokkurinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Sigmundar á landsþingi Miðflokksins fyrr í dag, þar sem fjallað var meðal annars um skynsemi í stjórnmálum, útlendingamál, hringrás vaxta og verðbólgu, tjáningarfrelsi og fullveldi. „Þegar skynsemin víkur fyrir kreddum, gerast hins vegar mistök, og oft eru það fyrirsjáanleg mistök. Verst er þegar menn gera fyrirsjaanleg mistök með opin augum,“ sagði Sigmundur og tiltók ýmis atriði sem hann taldi fyrirsjáanleg mistök á liðnum árum. „Það voru fyrirsjáanleg mistök að setja ný lög um útlendinga og gera aðrar ráðstafanir sem veiktu landamæri Íslands og gerðu innflytjendamál á þessu fámenna landi, stjórnlaus.„ „Það voru fyrirsjáanleg mistök að ætla setja reglur um það hvernig fólk eigi tjá sig, og hugsa, og senda alla landsmenn á innrætingarnámskeið.“ „Og loks eru það sannarlega fyrirsjáanleg mistök, að ætla eyða óendanlega miklum peningum skattgreiðenda, í svokallaða borgarlínu, sem hefur ekki annað hlutverk en að þrengja að umferðinni, og réttlæta bílastæðaleysi, á hinum rándýru þéttingarreitum borgarinnar.“ Velferðarkerfi og opin landamæri ósamrýmanleg Varðandi útlendingamálin sagði Sigmundur að ekkert samfélag fáist þrifist, hafi það ekki vilja til að vernda hópinn. Öflugt velferðarkerfi og opin, eða lek landamæri, séu ósamrýmanleg. Þá hafi straumur hælisleitenda til Vesturlanda margfaldast og eðli hans breyst á liðnum árum, frá því þjóðir komu sér saman um að aðstoða flóttamenn eftir seinni heimsstyrjöldina. „Hugsunin var sú að fólk sem væri að flýja hörmungar stríðs, gæti leitað skjóls í nágrannaríkjunum, og svo vonandi snúið aftur heim.“ „Nú hafa hins vegar hættuleg gengi glæpamanna, gert velvild Vesturlanda að söluvöru. Hafa selt væntingar um betri lífskjör, í móttökulöndunum, og ætlað þeim að uppfylla þær væntingar.“ „Þetta er ekki samsæriskenning, þetta er viðurkennd staðreynd.“ Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Miðflokkurinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira