Sport

Magn­dís og Einar sæmd heiðurs­merki UMFÍ

Árni Jóhannsson skrifar
Jóhann Steinar Ingimundarson, Magndís Alexandersdóttir og Einar Haraldsson við setningu Sambandsþings UMFÍ.
Jóhann Steinar Ingimundarson, Magndís Alexandersdóttir og Einar Haraldsson við setningu Sambandsþings UMFÍ. UMFÍ

54. sambandsþing Ungmennafélags Íslands fer fram um helgina í Stykkishólmi. Þingin eru tilefni til að heiðra félaga sem hafa staðið í stafni í langan tíma og voru Magndís Alexandersdóttir og Einar Haraldsson sæmd æðstu viðurkenningu UMFÍ.

Magndís hefur starfað og verið formaður fyrir Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) frá unga aldri og tók sæti í stjórn þess árið 1971 en Einar hefur starfað og verið í forystu Ungmennafélags Keflavíkur síðan á níunda áratug síðustu aldar.

Voru þau sæmd sérstökum heiðursfélagakrossi á Sambandsþinginu á föstudagskvöldi og er það æðsta viðurkenning sem UMFÍ veitir. Bæði hafa setið í stjórn sambandsins og var Magndís sæmd Gullmerki þess árið 1992.

Það var Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, sem sæmdi þau heiðursmerkinu við setningu þingsins. Við sama tækifæri las hann upp tölu um þau sem má lesa með því að smella hér á vef UMFÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×