Fótbolti

Er fyrrum bikar­meistari með Arsenal að taka við Luton?

Árni Jóhannsson skrifar
Jack Wilshere fagnar marki sínu með Arsenal.
Jack Wilshere fagnar marki sínu með Arsenal. Mynd/NordicPhotos/Getty

Það lítur út fyrir að Jack Wilshere sé að landa starfi sem knattspyrnustjóri Luton Town í League One deildinni. Luton hefur gengið illa og fallið tvö undanfarin tímabil úr Ensku úrvalsdeildinni og aftur úr Championship deildinni.

Wilshere og stjóri Leyton Orient Richie Wellens voru orðnir tveir eftir í úrtaki eftir að Matt Bloomfield var rekinn eftir níu mánuði í starfi. BBC greinir þá frá því í kvöld að Wilshere sé orðinn sá sem líklegastur er að hreppa hnossið. 

Luton er í 11. sæti deildarinnar og hefur ekki byrjað vel. Wilshere hefur ekki verið í starfi síðan hann fékk ekki starf hjá Norwich fyrr á þessu ári. Hann hafði tekið við sem skammtímastjóri Kanarífuglanna en hlaut ekki náð þegar ráðið var í fasta stöðu. Hann hafði þá verið orðaður við Plymouth Argyle en ekki hlotið starfið en nú bíður hans ærið verkefni hjá Luton Town.

Fyrsti leikur hans yrði þá næstu helgi þegar Mansfield koma í heimsókn. Luton hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×