Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2025 20:29 Snorri Másson er nú kominn í forystusveit Miðflokksins. Vísir/Lýður Valberg Snorri Másson var kjörinn varaformaður Miðflokksins með töluverðum yfirburðum á landsþingi flokksins í dag. Hann segist þakklátur fyrir að fá að vera rödd fólks í málum þar sem öðrum finnst erfitt að tjá sig. Það var rafmögnuð spenna fyrir kjör varaformanns Miðflokksins á Hótel Nordica í dag. Ingibjörg Davíðsdóttir og Snorri Másson voru tvö í framboði og þegar opnað var fyrir kosningu mynduðust langar raðir en 282 voru á kjörskrá. Snorri Másson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ingibjörg Davíðsdóttir fyrir varaformannskjörið.Vísir/Lýður Valberg Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sjálfkjörinn formaður og því var kosning varaformanns það sem beðið var eftir. Bergþór Ólason dró framboð sitt til baka í gær og því stóð valið á milli áðurnefndra tveggja þingmanna. Alls greiddu 201 atkvæði í kosningunni og vann Snorri sigur með 136 atkvæðum gegn 64 atkvæðum Ingibjargar. „Meðbyrinn er slíkur að fólk streymir til okkar“ Í viðtali við fréttastofu strax eftir kjörið sagðist Snorri þakklátur fyrir stuðninginn en hann fyndi jafnframt fyrir þyngri byrðum á herðum sér. Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins með syni sínum Má Snorrasyni.Vísir/Lýður Valberg „Ég hef reynt að nálgast það í stjórnmálum að reyna að axla eins mikla ábyrgð og mér getur verið fengin. Þetta er slíkt skref og ég er afskaplega sáttur og líður vel með þetta,“ sagði nýkjörinn varaformaður Miðflokksins. „Mig hefur langað og þyrst að fara í þessa uppbyggingu fjöldahreyfingar sem framundan er hjá okkur í Miðflokknum. Meðbyrinn er slíkur að fólk streymir til okkar og ég þarf bara að finna eitthvað fyrir það að gera og kynna það fyrir hinu fólkinu. Ég mun halda á þessum þráðum.“ „Ég mun bara hlíta hans ákvörðun, ég hef aldrei skorast undan neinu“ Mótframbjóðandinn Ingibjörg Davíðsdóttir sagðist ekki vera svekkt með niðurstöðuna. „Ég mun fylkja mér bak nýjum varaformanni, við erum öll að vinna að því að stækka flokkinn og vonandi er þetta besta leiðin til þess. Ég óska honum innilega til hamingju.“ Ingibjörg á þinginu í dag.Vísir/Lýður Valberg Enn hefur ekki verið gefið út hver verður þingflokksformaður Miðflokksins en Bergþór Ólason tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki halda því hlutverki áfram. „Fyrst þú spyrð, ég var ekki búin að hugsa út í það. Það er vanalega formaður flokksins sem tekur þá ákvörðun. Ég mun bara hlíta hans ákvörðun í því, ég hef aldrei skorast undan neinu,“ sagði Ingibjörg. Segir umræðuna um hann oft geta verið neikvæða úr ákveðnum áttum Snorri segist merkja skýra breytingu á Miðflokknum á því eina ári síðan hann kom inn í starfið. „Flokksmenn okkar eru að gera hlutina af miklu meiri krafti og sömuleiðis ungt, metnaðarfullt og klárt fólk sem er reiðubúið að leggja sitt af mörkum og er kannski búið að fatta að það verður að gera það.“ Í vor eru framundan sveitarstjórnarkosningar sem Snorri segir mikið tækifæri fyrir flokkinn. Vinna sé framundan að bæði virkja fólk og hjálpa því af stað. „Ég finn að fólk þarf á okkur í forystunni að halda í því verkefni. Það kæmi mér verulega á óvart ef við næðum ekki raunverulegum árangri um allt land þar.“ Snorri á þinginu við hlið þingmannanna Sigríðar Andersen og Bergþórs Ólasonar.Vísir/Lýður Valberg Hann segist ekki upplifa að neikvæð umræða sé skaðleg fyrir flokkinn. „Ég upplifi frekar að það sé hópur sem treystir okkur til að vera þeirra rödd í sumum málum þar sem er mjög erfitt að hafa rödd. Það er ég bara mjög þakklátur fyrir að fá að gera.“ Snorri var mikið í umræðunni í kjölfar Kastljóssviðtals þar sem hann ræddi hinsegin málefni við Þorbjörgu Þorvaldsdóttur frá Samtökunum 78. Hann segist gera ráð fyrir neikvæðri umræðu í sínu daglega lífi. „Ég geri almennt greinarmun á neikvæðri umræðu og skaðlegri umræðu, annars myndi ég líklega ekki komast í gegnum daginn. Oft getur umræðan verið neikvæð um mann úr ákveðnum áttum þegar maður er að segja hluti sem kannski fullt af fólki treystir sér ekki til að segja.“ Ótrúleg stemmning á þinginu og vinna framundan að raða upp liði fyrir sveitarstjórnarkosningar Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði þingið upphafið að einhverju stórkostlegu í íslenskum stjórnmálum. „Það hefur verið ótrúlegt, rosalegt að upplifa stemmninguna á þessu þingi. Menn eru glaðir, þeir eru einbeittir og ég hlakka til að fylgja þessu þingi eftir með nýjum og glæsilegum varaformanni.“ Sigmundur Davíð á landsþingi Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg Snorri Másson er fyrsti varaformaður Miðflokksins síðan árið 2020 en þá var staðan lögð niður. Sigmundur segir að kjör Snorra þýði ekki að hann geti slakað á sem formaður. „Hugmyndin með þessu er ákveðin verkaskipting þar sem nýr varaformaður heldur utan um innra starf flokksins og hann boðaði það hér að það yrði settur mikill kraftur í það. Ég held að það sé afskaplega gott á þessum tímapunkti því járnið er heitt og um að gera að hamra það.“ Hann sagðist hafa orðið var við mikinn áhuga á Miðflokknum víða um landið og að flokkurinn myndi stefna á að bjóða fram í eigin nafni sem víðast. „Nú tekur sú vinna við að skipuleggja það allt saman og raða upp liði í sem flestum sveitarfélögum. Það er mikið tilhlökkunarefni finnst mér,“ sagði Sigmundur Davíð. Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Það var rafmögnuð spenna fyrir kjör varaformanns Miðflokksins á Hótel Nordica í dag. Ingibjörg Davíðsdóttir og Snorri Másson voru tvö í framboði og þegar opnað var fyrir kosningu mynduðust langar raðir en 282 voru á kjörskrá. Snorri Másson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ingibjörg Davíðsdóttir fyrir varaformannskjörið.Vísir/Lýður Valberg Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sjálfkjörinn formaður og því var kosning varaformanns það sem beðið var eftir. Bergþór Ólason dró framboð sitt til baka í gær og því stóð valið á milli áðurnefndra tveggja þingmanna. Alls greiddu 201 atkvæði í kosningunni og vann Snorri sigur með 136 atkvæðum gegn 64 atkvæðum Ingibjargar. „Meðbyrinn er slíkur að fólk streymir til okkar“ Í viðtali við fréttastofu strax eftir kjörið sagðist Snorri þakklátur fyrir stuðninginn en hann fyndi jafnframt fyrir þyngri byrðum á herðum sér. Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins með syni sínum Má Snorrasyni.Vísir/Lýður Valberg „Ég hef reynt að nálgast það í stjórnmálum að reyna að axla eins mikla ábyrgð og mér getur verið fengin. Þetta er slíkt skref og ég er afskaplega sáttur og líður vel með þetta,“ sagði nýkjörinn varaformaður Miðflokksins. „Mig hefur langað og þyrst að fara í þessa uppbyggingu fjöldahreyfingar sem framundan er hjá okkur í Miðflokknum. Meðbyrinn er slíkur að fólk streymir til okkar og ég þarf bara að finna eitthvað fyrir það að gera og kynna það fyrir hinu fólkinu. Ég mun halda á þessum þráðum.“ „Ég mun bara hlíta hans ákvörðun, ég hef aldrei skorast undan neinu“ Mótframbjóðandinn Ingibjörg Davíðsdóttir sagðist ekki vera svekkt með niðurstöðuna. „Ég mun fylkja mér bak nýjum varaformanni, við erum öll að vinna að því að stækka flokkinn og vonandi er þetta besta leiðin til þess. Ég óska honum innilega til hamingju.“ Ingibjörg á þinginu í dag.Vísir/Lýður Valberg Enn hefur ekki verið gefið út hver verður þingflokksformaður Miðflokksins en Bergþór Ólason tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki halda því hlutverki áfram. „Fyrst þú spyrð, ég var ekki búin að hugsa út í það. Það er vanalega formaður flokksins sem tekur þá ákvörðun. Ég mun bara hlíta hans ákvörðun í því, ég hef aldrei skorast undan neinu,“ sagði Ingibjörg. Segir umræðuna um hann oft geta verið neikvæða úr ákveðnum áttum Snorri segist merkja skýra breytingu á Miðflokknum á því eina ári síðan hann kom inn í starfið. „Flokksmenn okkar eru að gera hlutina af miklu meiri krafti og sömuleiðis ungt, metnaðarfullt og klárt fólk sem er reiðubúið að leggja sitt af mörkum og er kannski búið að fatta að það verður að gera það.“ Í vor eru framundan sveitarstjórnarkosningar sem Snorri segir mikið tækifæri fyrir flokkinn. Vinna sé framundan að bæði virkja fólk og hjálpa því af stað. „Ég finn að fólk þarf á okkur í forystunni að halda í því verkefni. Það kæmi mér verulega á óvart ef við næðum ekki raunverulegum árangri um allt land þar.“ Snorri á þinginu við hlið þingmannanna Sigríðar Andersen og Bergþórs Ólasonar.Vísir/Lýður Valberg Hann segist ekki upplifa að neikvæð umræða sé skaðleg fyrir flokkinn. „Ég upplifi frekar að það sé hópur sem treystir okkur til að vera þeirra rödd í sumum málum þar sem er mjög erfitt að hafa rödd. Það er ég bara mjög þakklátur fyrir að fá að gera.“ Snorri var mikið í umræðunni í kjölfar Kastljóssviðtals þar sem hann ræddi hinsegin málefni við Þorbjörgu Þorvaldsdóttur frá Samtökunum 78. Hann segist gera ráð fyrir neikvæðri umræðu í sínu daglega lífi. „Ég geri almennt greinarmun á neikvæðri umræðu og skaðlegri umræðu, annars myndi ég líklega ekki komast í gegnum daginn. Oft getur umræðan verið neikvæð um mann úr ákveðnum áttum þegar maður er að segja hluti sem kannski fullt af fólki treystir sér ekki til að segja.“ Ótrúleg stemmning á þinginu og vinna framundan að raða upp liði fyrir sveitarstjórnarkosningar Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði þingið upphafið að einhverju stórkostlegu í íslenskum stjórnmálum. „Það hefur verið ótrúlegt, rosalegt að upplifa stemmninguna á þessu þingi. Menn eru glaðir, þeir eru einbeittir og ég hlakka til að fylgja þessu þingi eftir með nýjum og glæsilegum varaformanni.“ Sigmundur Davíð á landsþingi Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg Snorri Másson er fyrsti varaformaður Miðflokksins síðan árið 2020 en þá var staðan lögð niður. Sigmundur segir að kjör Snorra þýði ekki að hann geti slakað á sem formaður. „Hugmyndin með þessu er ákveðin verkaskipting þar sem nýr varaformaður heldur utan um innra starf flokksins og hann boðaði það hér að það yrði settur mikill kraftur í það. Ég held að það sé afskaplega gott á þessum tímapunkti því járnið er heitt og um að gera að hamra það.“ Hann sagðist hafa orðið var við mikinn áhuga á Miðflokknum víða um landið og að flokkurinn myndi stefna á að bjóða fram í eigin nafni sem víðast. „Nú tekur sú vinna við að skipuleggja það allt saman og raða upp liði í sem flestum sveitarfélögum. Það er mikið tilhlökkunarefni finnst mér,“ sagði Sigmundur Davíð.
Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira