Sveitarstjórnarkosningar 2026

Fréttamynd

Kanna á­huga á mögu­legu fram­boði Guð­laugs í borginni

Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup eru nú spurðir út í mögulegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til borgarstjórnar. Sjálfur segist Guðlaugur ekki standa að baki könnuninni, hann hafi í nógu að snúast í þinginu þó hann gefi líkt og áður ekkert upp um hvort hann stefni á að sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem Hildur Björnsdóttir vermir nú.

Innlent
Fréttamynd

Aðal­steinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi

Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður Viðreisnar, gefur kost á sér til að leiða lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor. Hann mun taka sér launalaust leyfi frá utanríkisráðuneytinu á sama tíma.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert á­kveðið varðandi fram­boð: „Ég er í tveimur flokkum“

„Það er ekki búið að ákveða neitt, ég er ekki einu sinni búinn að ræða þetta við konuna. Þetta er fullt af orðrómum, það er langt því frá að þetta sé orðið umræðuefni. Þetta er ekkert annað en bara spjall á kaffistofum,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, spurður hvort hann sé á leið í framboð í sveitarstjórnarkosningum í vor.

Innlent
Fréttamynd

„Ég fæddist inn í pólitískan líkama“

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns tók við sem fyrsti formaður Pírata í lok síðasta mánaðar. Oktavía er jafnframt fyrsti stjórnmálaleiðtoginn sem er kynsegin. Hán leggur mikla áherslu á öryggi, menningu og að fjölbreytileikinn fái að skína. Hán ólst upp í Danmörku og segist stundum eiga erfitt með að skilja íslenska kaldhæðni.

Innlent
Fréttamynd

Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor. Það gerir hún undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri, en þó ætlar hún ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Úlfar þögull sem gröfin

Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri vill ekki tjá sig um ummæli hins handtekna lögmanns Gunnars Gíslasonar um störf hans sem lögreglustjóri Suðurnesja. Þá gefur hann ekkert upp um mögulegt framboð í borginni undir merkjum Miðflokksins og biður blaðamann auk þess um að bíða til 18. desember til að sjá hvort nafn hans verði á lista umsækjenda um starf ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Róbert vill leiða lista Við­reisnar í borginni

Róbert Ragnarsson, sérfræðingur í stjórnsýslu og fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, hefur boðið sig fram til að leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Fer ekki aftur fram fyrir Sam­fylkinguna

Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ætlar ekki að bjóða sig aftur fram í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segir það ekki auðvelda ákvörðun. Hún brenni fyrir jafnaðarstefnunni en geti ekki staðið með sannfæringu sinni með núverandi stefnu flokksins í innflytjendamálum. 

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingar fái að velja hvar þeir kjósa

Dómsmálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í vor. Áformað er að fara þá leið að þeir sem áttu lögheimili í Grindavíkurbæ 9. nóvember 2023 hafi val um að kjósa í Grindavík eða því sveitarfélagi sem þeir eiga nú lögheimili í.

Innlent
Fréttamynd

Katrín gerir upp á­föllin og tekist á um samgönguáætlun

Fyrrverandi forsetisráðherra fer yfir áföllin og áfallastjórnunina sem einkenndi valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Þingmenn takast á um nýja samgönguáætlun. Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna verður krufin til mergjar. Bæjarstjóri Garðabæjar ætlar sér bæði að lækka skatta og auka þjónustu en bæjarfélagið fagnar stórafmæli á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

„Mér brá við að sjá þessa tölu“

Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, segist hafa brugðið við að sjá könnun Maskínu sem sýndi að aðeins tvö prósent svarenda vildu að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði áfram borgarstjóri Reykjavíkur. Hann telur þó ekki þörf á nýjum oddvita og telur Heiðu ekki verðskulda svo dræmt fylgi. Hann setur fyrirvara við könnunina.

Innlent
Fréttamynd

Tvö prósent vilja Heiðu sem borgar­stjóra

Einungis tvö prósent aðspurðra vilja að Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, verði næsti borgarstjóri samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Könnunin var opin og hlutfallslega flestir, eða um þriðjungur, sögðust óákveðnir.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni

Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn hvort hann muni sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra sem nú er auglýst. Þá segist hann alltaf hafa verið rammpólitískur en enginn hafi komið að tali við hann um framboð.

Innlent
Fréttamynd

Ekki á leið í fram­boð í borginni og hugsi yfir „óska­lista“ ríkis­stjórnarinnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera að hugleiða framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er sem stendur með hugann við störf sín í landsmálapólitíkinni, meðal annars við samgönguáætlun sem kynnt var í gær. Hann segir áætlunina í raun vera „óskalista“ núverandi ríkistjórnar um hvað sú næsta eigi að gera í samgöngumálum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert próf­kjör hjá Sjálf­stæðis­mönnum í Garða­bæ

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ samþykkti á fundi sínum í gærkvöld tillögu stjórnar fulltrúaráðsins um að viðhafa uppstillingu við val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fara fram 16. maí 2026.

Innlent
Fréttamynd

Kveður Sjálf­stæðis­flokkinn og hyggur á fram­boð fyrir Mið­flokkinn

Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún hefur hug á að bjóða fram fyrir Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Kristín var á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í síðustu Alþingiskosningum og varaformaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. 

Innlent
Fréttamynd

Allir Grind­víkingar fái að kjósa í Grinda­vík

Grindavíkurnefndin mun leggja það til við ríkisstjórnina að allir þeir sem voru með lögheimili í Grindavík áður en bærinn var rýmdur geti kosið í sveitarfélaginu í kosningum á næsta ári. Formaður Grindavíkurnefndar gerir ráð fyrir því að stjórnvöld taki vel í tillöguna og fyrrverandi formaður bæjarráðs segir hana til marks um víðtækt samráð nefndarinnar við bæjarbúa.

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn hafi tekið upp mál­flutning Mið­flokksins

Miðflokkurinn er orðinn stærsti hægri flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýrri fylgiskönnun. Þingkona Sjálfstæðisflokksins viðurkennir að flokkurinn hafi „misst boltann“ í útlendingamálum þegar hann var í ríkisstjórn. Þingkona Miðflokksins segir Viðreisn hafa tekið upp málflutning Miðflokksmanna í útlendingamálum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja tryggja stöðu ungs fólks í próf­kjöri Sam­fylkingarinnar

Hallveig, félag Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík, ákvað á félagsfundi þann 12. nóvember að halda forprófkjör í desember 2025 fyrir prófkjör Samfylkingar í sveitarstjórnarkosningum 20226. Forseti segir það tilraun hreyfingarinnar til að koma ungu fólki að í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Illa hafi gengið í síðasta prófkjöri að koma ungum einstaklingum að.

Innlent
Fréttamynd

Kanna hug Grind­víkinga til fram­tíðar í Grinda­vík

Grindavíkurnefndin ætlar nú, tveimur árum frá rýmingu, að kanna hvernig Grindvíkingum líður og skoða hvaða afstöðu fólk hefur til framtíðar í Grindavík. Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd, segir stefnt að því að hafa fyrstu niðurstöður könnunar tilbúnar í janúar. Vinnu eigi að vera lokið áður en Grindavíkurnefndin lýkur störfum í maí á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Skúli sækist eftir 2. sæti

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi.

Innlent