Innlent

Gíslunum sleppt á Gasa og hin um­deilda Sunda­braut

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um tímamótin sem urðu í morgun þegar gíslum í haldi Hamas-samtakanna var sleppt.

Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði ísraelska þingið af þessu tilefni í morgun þar sem hann var hylltur sem hetja, an friðarsamkomulagið sem var undirritað á dögunum er að hans undirlagi.

Þá fjöllum við um hina umdeildu Sundabraut og ræðum við formann verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni en íbúar í borginni hafa margir kvartað yfir legu brautarinnar.

Að endingu tökum við stöðuna á eldsumbrotunum á Reykjanesi og fjöllum um kostnaðinn við rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.

Í íþróttunum verður svo hitað upp fyrir stórleikinn gegn Frökkum á Laugardalsvelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×