Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Tómas Arnar Þorláksson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 14. október 2025 21:04 Katrín Sif Einarsdóttir er sennilega einn víðförlasti Íslendingurinn. aðsend Íslensk kona sem hefur ferðast til nær allra landa heims segist þó nokkru sinnum hafa orðið fyrir áreiti fyrir það að vera einsömul kona á faraldsfæti. Hún hvetur þó konur til að láta ekkert stöðva sig og upplifa heiminn. Hún vinnur í um þrjá mánuði á ári og ferðast restina og hyggst klára að heimsækja síðustu ríki heims sem hún hefur ekki heimsótt þegar á næstu mánuðum. Ferðalangurinn Katrín Sif Einarsdóttir hefur varið síðustu tuttugu árum á faraldsfæti og heimsótt öll ríki heims fyrir utan ellefu í Mið-Afríku sem hún hyggst strika af lista sínum í vetur. Hún gerir ferðalögum sínum góð skil á Instagram síðu sinni. Stefnir á síðasta landið á afmælisdaginn Fréttastofa ræddi við Katrínu þar sem hún beið á flugvelli en hún reiknar ekki með að snúa aftur heim fyrr en næsta sumar. „Ég hef stundum orðið þreytt. Ég hugsaði einu sinni um að hætta en svo er ég kannski kjurr í tvær vikur eða ekkert að gerast. Þá verð ég mjög óróleg og er strax búin að undirbúa næstu ferð,“ segir Katrín Sif. Hún hyggst ljúka markmiðið sínu í eyríkinu Saó Tóme og Prinsípe á 39 ára afmælsidegi sínum. Fjársjóður í fjörunni.aðsend „Þar verður strönd og aðeins minna stríð og vesen. Ég ætla kannski að reyna lenda þar á afmælisdaginn minn. Fagna svolítið og bjóða vinum með.“ Flogin eins og farfuglarnir eftir sumarvinnu á Íslandi Katrín starfar sem jógakennari og leiðsögumaður hér á landi þrjá til fjóra mánuði á ári en ferðast það sem eftir er árs. Katrín hefur einnig fengið styrki frá fólki á vefsíðu hennar á Patreon. „Ég hef eiginlega alltaf eytt öllum mínum pening í að ferðast. Þá getur maður reiknað út svona tvær þrjár milljónir á ári í tuttgu ár. Ég er alltaf á Íslandi á sumrin að vinna. Síðan er ég eins og grágæs eða farfugl sem fer bara suður eftir sumarið og kem kannski aftur heim um vorin. Ég ólst upp í Kanada líka og var þar í háskóla. Ég hef ekki alltaf verið á Íslandi. Ég hef alltaf ná að ferðast sex til átta mánuði á ári,“ segir Katrín sem er með þrjár háskólagráður, en kveðst hafa lært langmest af því að ferðast um heiminn. Alls konar ævintýri einkenni síðustu ár en einnig hremmingar. Það geti verið erfitt að ferðast ein. „Fararstjóri“ í Kongó reyndi að eignast hana „Ég var með fararstjóra sem reyndi að ræna mér í rauninni, ég veit ekki hvað er besta orðið fyrir þetta. Það var í Kongó,“ rifjar Katrín til dæmis upp. Katrín segist aldrei örugglega aldrei munu hætta að ferðast.aðsend „Hann átti að vera fararstjórinn minn. Við áttum að vera að fara að skoða stóra apa, silfurbaksgórillur. Ég var í Uganda á ráðstefnu að segja frá eco-tourism sem ég skrifaði meistararitgerðina mína um og mér var bent á gæja í Kongó til að fara að skoða górillur. En það voru örugglega einhverjar frekari upplýsingar sem fylgdu um að ég væri ung, ógift og falleg eða eitthvað. Og þegar hann tók á móti mér þá tók hann vegabréfið mitt, stimplaði ekki rétt, var ekki kominn með gönguleyfi til að skoða apana og hann labbaði með mig yfir frá Úganda til Kongó og ég var ólöglega í Kongó en var búin að stimpla mig út í Úganda,“ Hún hafi hvergi getað farið, en maðurinn hafi sagt henni að hún yrði bara að bíða hjá honum. Hún gæti verið móðir barnanna hans og haldið lífi sínu áfram með honum. „Þetta var pínu óþægilegt,“ segir Katrín. „Einn fararstjóri í Tansaníu reyndi að brjótast inn til mín um miðja nótt,“ nefnir hún einnig sem dæmi, en bendir á að fyrir hverja slæma eða erfiða reynslu séu hundrað góðar og skemmtilegar minningar og reynslusögur á móti. Katrín Sif slök á ströndinni.aðsend Tók gamlárskvöld tvisvar á sama árinu Verstu sögurnar snúast alltaf um karlmenn að vera kynferðislegir og óþægilegir. Mitt ferðalag hefur gert mig að þeirri konu sem ég er í dag og ég er mjög stolt af því og ég hef lært svo mikið. Ég mæli hundrað prósent með því fyrir konur að ferðast einar. Þetta skapar sjálfstæði. Þá sér maður um sjálfa sig og hugsar um sig og maður setur sjálfa sig í fyrsta sæti alltaf. Ég dáist af konum sem ég er að hitta á leiðinni og hugsa eins og ég. Við getum þetta. Við erum að gera þetta og þetta reddast skilurðu,“ segir Katrín. Hún segir einnig gamlárskvöldin 2016, í fleirtölu, hafa verið eftirminnileg. „Ég hélt upp á gamlársdag árið 2016 tvisvar. Þegar ég var í Nýja Sjálandi 31. desember og næsta morgun flaug ég til Samóa og þá var ég komin yfir dagalínuna og þá var aftur 31. desember.“ Hvernig er að vera klára þetta? eru þetta blendnar tilfinningar? „Ég er aldrei búin að ferðast. Þetta er ekki lokakaflinn þetta eru bara síðustu löndin. Ég hef oft farið tvisvar til fjórum sinnum til sama landsins. Ég held að ég muni ferðast áfram að eilífu,“ segir Katrín. Ferðalög Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ferðalangurinn Katrín Sif Einarsdóttir hefur varið síðustu tuttugu árum á faraldsfæti og heimsótt öll ríki heims fyrir utan ellefu í Mið-Afríku sem hún hyggst strika af lista sínum í vetur. Hún gerir ferðalögum sínum góð skil á Instagram síðu sinni. Stefnir á síðasta landið á afmælisdaginn Fréttastofa ræddi við Katrínu þar sem hún beið á flugvelli en hún reiknar ekki með að snúa aftur heim fyrr en næsta sumar. „Ég hef stundum orðið þreytt. Ég hugsaði einu sinni um að hætta en svo er ég kannski kjurr í tvær vikur eða ekkert að gerast. Þá verð ég mjög óróleg og er strax búin að undirbúa næstu ferð,“ segir Katrín Sif. Hún hyggst ljúka markmiðið sínu í eyríkinu Saó Tóme og Prinsípe á 39 ára afmælsidegi sínum. Fjársjóður í fjörunni.aðsend „Þar verður strönd og aðeins minna stríð og vesen. Ég ætla kannski að reyna lenda þar á afmælisdaginn minn. Fagna svolítið og bjóða vinum með.“ Flogin eins og farfuglarnir eftir sumarvinnu á Íslandi Katrín starfar sem jógakennari og leiðsögumaður hér á landi þrjá til fjóra mánuði á ári en ferðast það sem eftir er árs. Katrín hefur einnig fengið styrki frá fólki á vefsíðu hennar á Patreon. „Ég hef eiginlega alltaf eytt öllum mínum pening í að ferðast. Þá getur maður reiknað út svona tvær þrjár milljónir á ári í tuttgu ár. Ég er alltaf á Íslandi á sumrin að vinna. Síðan er ég eins og grágæs eða farfugl sem fer bara suður eftir sumarið og kem kannski aftur heim um vorin. Ég ólst upp í Kanada líka og var þar í háskóla. Ég hef ekki alltaf verið á Íslandi. Ég hef alltaf ná að ferðast sex til átta mánuði á ári,“ segir Katrín sem er með þrjár háskólagráður, en kveðst hafa lært langmest af því að ferðast um heiminn. Alls konar ævintýri einkenni síðustu ár en einnig hremmingar. Það geti verið erfitt að ferðast ein. „Fararstjóri“ í Kongó reyndi að eignast hana „Ég var með fararstjóra sem reyndi að ræna mér í rauninni, ég veit ekki hvað er besta orðið fyrir þetta. Það var í Kongó,“ rifjar Katrín til dæmis upp. Katrín segist aldrei örugglega aldrei munu hætta að ferðast.aðsend „Hann átti að vera fararstjórinn minn. Við áttum að vera að fara að skoða stóra apa, silfurbaksgórillur. Ég var í Uganda á ráðstefnu að segja frá eco-tourism sem ég skrifaði meistararitgerðina mína um og mér var bent á gæja í Kongó til að fara að skoða górillur. En það voru örugglega einhverjar frekari upplýsingar sem fylgdu um að ég væri ung, ógift og falleg eða eitthvað. Og þegar hann tók á móti mér þá tók hann vegabréfið mitt, stimplaði ekki rétt, var ekki kominn með gönguleyfi til að skoða apana og hann labbaði með mig yfir frá Úganda til Kongó og ég var ólöglega í Kongó en var búin að stimpla mig út í Úganda,“ Hún hafi hvergi getað farið, en maðurinn hafi sagt henni að hún yrði bara að bíða hjá honum. Hún gæti verið móðir barnanna hans og haldið lífi sínu áfram með honum. „Þetta var pínu óþægilegt,“ segir Katrín. „Einn fararstjóri í Tansaníu reyndi að brjótast inn til mín um miðja nótt,“ nefnir hún einnig sem dæmi, en bendir á að fyrir hverja slæma eða erfiða reynslu séu hundrað góðar og skemmtilegar minningar og reynslusögur á móti. Katrín Sif slök á ströndinni.aðsend Tók gamlárskvöld tvisvar á sama árinu Verstu sögurnar snúast alltaf um karlmenn að vera kynferðislegir og óþægilegir. Mitt ferðalag hefur gert mig að þeirri konu sem ég er í dag og ég er mjög stolt af því og ég hef lært svo mikið. Ég mæli hundrað prósent með því fyrir konur að ferðast einar. Þetta skapar sjálfstæði. Þá sér maður um sjálfa sig og hugsar um sig og maður setur sjálfa sig í fyrsta sæti alltaf. Ég dáist af konum sem ég er að hitta á leiðinni og hugsa eins og ég. Við getum þetta. Við erum að gera þetta og þetta reddast skilurðu,“ segir Katrín. Hún segir einnig gamlárskvöldin 2016, í fleirtölu, hafa verið eftirminnileg. „Ég hélt upp á gamlársdag árið 2016 tvisvar. Þegar ég var í Nýja Sjálandi 31. desember og næsta morgun flaug ég til Samóa og þá var ég komin yfir dagalínuna og þá var aftur 31. desember.“ Hvernig er að vera klára þetta? eru þetta blendnar tilfinningar? „Ég er aldrei búin að ferðast. Þetta er ekki lokakaflinn þetta eru bara síðustu löndin. Ég hef oft farið tvisvar til fjórum sinnum til sama landsins. Ég held að ég muni ferðast áfram að eilífu,“ segir Katrín.
Ferðalög Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira