Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2025 16:25 Jónína Brynjólfsdóttir og Gerður Björk Sverrissdóttir gegna forystuhlutverki í tveimur sveitarfélögum sitt hvoru megin á landinu sem bæði hafa þegar farið í gegnum sameiningarferli. Vísir/Lýður Þvingaðar sameiningar sveitarfélaga eru ekki vænlegar til árangurs og óraunhæft að þær nái í gegn fyrir kosningar á næsta ári. Þetta segja leiðtogar sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu. Þar hafi vilji íbúa, góður undirbúningur og vönduð vinnubrögð skipt sköpum fyrir farsæla sameiningu. Í samráðsgátt stjórnvalda liggja frumvarpsdrög um breytingar á sveitarstjórnarlögum, þar sem meðal annars er gerð tillaga um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem hafa innan við 250 íbúa, nema sérstakar aðstæður mæli gegn því. Efasemdir ekki aðeins í þeim sveitarfélögum sem í hlut eiga Í átta af 62 sveitarfélögum landsins eru íbúar nú innan við 250 talsins. Áformin hafa verið umdeild í sumum þessara sveitarfélaga, Forystufólk stærri sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu er einnig efins. „Við sameinuðum Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp á síðasta ári. Bara virkilega farsæl og góð sameining sem almennt er bara mikil ánægja með hjá okkur,“ segir Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, en fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar í gær. „Almenn ánægja skiptir máli. Og ég held satt að segja, ef þú ferð í þvingaðar sameiningar, það býður upp á mörg vandamál og ég myndi ekki vilja stýra sveitarfélagi sem hefði þvingaða sameiningu á bakinu.“ Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi tekur í svipaðan streng. „Ég myndi nú ekki vilja standa í slíkum sameiningum. Það er mikilvægt að íbúar hafi það lýðræðislega vald að geta ákveðið hvernig þeirra sveitarfélagi er stillt upp og með hverjum maður starfar. Þannig ég hef miklar áhyggjur af því að ef að þetta frumvarp nái fram að ganga, að þá sitjum við uppi með mögulega sameinuð sveitarfélög sem vilja það kannski ekki,“ segir Jónína. Naumur tími til stefnu nái frumvarpið fram að ganga Frumvarpsdrögin gera einnig ráð fyrir að í þeim tilfellum sem við á eigi sameiningu að vera lokið við sveitarstjórnarkosningarnar strax á næsta ári. Þetta telja þær óraunhæfan tímaramma. „Ég held það sé bara að vanda þetta ferli. Taka lítil skref, eiga samtal við íbúana og undirbúa svolítið vel,“ segir Gerður. „Að sameina sveitarfélög er ekki gert bara eins og hendi væri veifað. Þetta eru stofnanir með ferla og áætlanir og starfsmenn, og það að undirbúa sameiningu er eitt það mikilvægasta í því að sameiningin lukkist,“ segir Jónína. Múlaþing Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda liggja frumvarpsdrög um breytingar á sveitarstjórnarlögum, þar sem meðal annars er gerð tillaga um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem hafa innan við 250 íbúa, nema sérstakar aðstæður mæli gegn því. Efasemdir ekki aðeins í þeim sveitarfélögum sem í hlut eiga Í átta af 62 sveitarfélögum landsins eru íbúar nú innan við 250 talsins. Áformin hafa verið umdeild í sumum þessara sveitarfélaga, Forystufólk stærri sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu er einnig efins. „Við sameinuðum Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp á síðasta ári. Bara virkilega farsæl og góð sameining sem almennt er bara mikil ánægja með hjá okkur,“ segir Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, en fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar í gær. „Almenn ánægja skiptir máli. Og ég held satt að segja, ef þú ferð í þvingaðar sameiningar, það býður upp á mörg vandamál og ég myndi ekki vilja stýra sveitarfélagi sem hefði þvingaða sameiningu á bakinu.“ Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi tekur í svipaðan streng. „Ég myndi nú ekki vilja standa í slíkum sameiningum. Það er mikilvægt að íbúar hafi það lýðræðislega vald að geta ákveðið hvernig þeirra sveitarfélagi er stillt upp og með hverjum maður starfar. Þannig ég hef miklar áhyggjur af því að ef að þetta frumvarp nái fram að ganga, að þá sitjum við uppi með mögulega sameinuð sveitarfélög sem vilja það kannski ekki,“ segir Jónína. Naumur tími til stefnu nái frumvarpið fram að ganga Frumvarpsdrögin gera einnig ráð fyrir að í þeim tilfellum sem við á eigi sameiningu að vera lokið við sveitarstjórnarkosningarnar strax á næsta ári. Þetta telja þær óraunhæfan tímaramma. „Ég held það sé bara að vanda þetta ferli. Taka lítil skref, eiga samtal við íbúana og undirbúa svolítið vel,“ segir Gerður. „Að sameina sveitarfélög er ekki gert bara eins og hendi væri veifað. Þetta eru stofnanir með ferla og áætlanir og starfsmenn, og það að undirbúa sameiningu er eitt það mikilvægasta í því að sameiningin lukkist,“ segir Jónína.
Múlaþing Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira