„Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. október 2025 09:02 Sædís Lea ræddi við blaðamann um tískuna. Aðsend „Ég fann að ég þurfti pínu að finna stílinn minn aftur eftir meðgöngu, maður gat ekki beint opnað aftur sama fataskápinn,“ segir Sædís Lea Lúðvíksdóttir tískuáhugakona og ráðgjafi. Blaðamaður ræddi við hana um persónulegan stíl og tískuna en hún er að gifta sig á næsta ári og hefur nú þegar fundið hinn fullkomna kjól. Sædís Lea er 29 ára gömul í sambúð með Henriki Bjarnasyni og saman eiga þau eitt barn. Hún starfar sem aðstoðarverkefnastjóri í stjórnendaráðgjöf Deloitte og pílates kennari hjá World Class og hefur alltaf haft áhuga á tískunni. Sædís Lea er alvöru ofurpæja. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst gaman hvað hún er fjölbreytileg og hvernig hægt er að túlka hana á ólíkan hátt. Ég fýla mest þegar fólk býr til sinn eigin stíl, fylgir innsæinu og pælir ekki hvað öðrum finnst. Sædís elskar fjölbreytileika tískunnar og rokkar þetta skemmtilega skópar frá íslenska skómerkinu Kalda.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Akkúrat þessa stundina er það kjóll frá Jaquemus sem ég ætla að gifta mig í á næsta ári. Hann er ónotaður með miðanum á og bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu. En hann er klárlega uppáhalds flíkin mín og ég máta hann reglulega. Sædís glæsileg, ekki í brúðarkjólnum þó en hann bíður spenntur eftir næsta sumri.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Úff nei, ég get ekki sagt það. Ég er vanalega að velja föt og outfit á þeirri mínútu sem ég klæði mig í þau. Nema kannski fyrir stærri viðburði, þá er ég búin að velja föt tímanlega og plana. Sædís er vanalega frekar slök og klæðir sig algjörlega eftir skapi.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég held að „stílhreinn og afslappaður“ myndi ná best yfir hann en annars klæði ég mig mjög mikið eftir skapi. Suma daga fýla ég að vera meira sporty og aðra daga vil ég vera „dömulegri“ í klæðaburði. Sædís er mikill töffari.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já svona bæði og, ég held alltaf í sama kjarnann þegar kemur að fatavali og veit hvaða föt passa í minn skap en það er klárlega meira sjálfstraust núna til að prófa eitthvað nýtt og fylgja ekki endilega trendi. Svo fann ég að ég þurfti pínu að finna stílinn minn aftur eftir meðgöngu, maður gat ekki beint opnað aftur sama fataskáp og valið úr. Glæsilegar mæðgur.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já mér finnst það mjög gaman. Sérstaklega fyrir einhver skemmtileg tilefni. Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að líða vel. Að fötin séu þægileg og eitthvað sem ég fýla mig í. Ég veit fátt leiðinlegra en að vera mætt eitthvert og finna að outfitið er óþægilegt. View this post on Instagram A post shared by Sædís Lea Lúðvíksdóttir (@saedislea) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki mestan innblástur í tískunni á samfélagsmiðlum og þegar ég ferðast. Ég elska að koma til annarra landa og sjá hvað allir eru fjölbreyttir og ófeimnir í klæðaburði. View this post on Instagram A post shared by Sædís Lea Lúðvíksdóttir (@saedislea) Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei ég held ekki. Ég hef nokkrum sinnum gripið mig í flík sem ég lofaði sjálfri mér að klæðast ekki svo ég segi bara engin boð og bönn, bara klæðast því sem þig langar. Hvað finnst þér heitast fyrir haustið? Há stígvél og skemmtilegir litir. View this post on Instagram A post shared by Sædís Lea Lúðvíksdóttir (@saedislea) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Vanda valið og kaupa flíkur sem endast lengi. Mér finnst alltaf jafn gaman þegar ég hef átt flík í einhver ár og hún virkar enn þá. Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Fleiri fréttir „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Sædís Lea er 29 ára gömul í sambúð með Henriki Bjarnasyni og saman eiga þau eitt barn. Hún starfar sem aðstoðarverkefnastjóri í stjórnendaráðgjöf Deloitte og pílates kennari hjá World Class og hefur alltaf haft áhuga á tískunni. Sædís Lea er alvöru ofurpæja. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst gaman hvað hún er fjölbreytileg og hvernig hægt er að túlka hana á ólíkan hátt. Ég fýla mest þegar fólk býr til sinn eigin stíl, fylgir innsæinu og pælir ekki hvað öðrum finnst. Sædís elskar fjölbreytileika tískunnar og rokkar þetta skemmtilega skópar frá íslenska skómerkinu Kalda.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Akkúrat þessa stundina er það kjóll frá Jaquemus sem ég ætla að gifta mig í á næsta ári. Hann er ónotaður með miðanum á og bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu. En hann er klárlega uppáhalds flíkin mín og ég máta hann reglulega. Sædís glæsileg, ekki í brúðarkjólnum þó en hann bíður spenntur eftir næsta sumri.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Úff nei, ég get ekki sagt það. Ég er vanalega að velja föt og outfit á þeirri mínútu sem ég klæði mig í þau. Nema kannski fyrir stærri viðburði, þá er ég búin að velja föt tímanlega og plana. Sædís er vanalega frekar slök og klæðir sig algjörlega eftir skapi.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég held að „stílhreinn og afslappaður“ myndi ná best yfir hann en annars klæði ég mig mjög mikið eftir skapi. Suma daga fýla ég að vera meira sporty og aðra daga vil ég vera „dömulegri“ í klæðaburði. Sædís er mikill töffari.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já svona bæði og, ég held alltaf í sama kjarnann þegar kemur að fatavali og veit hvaða föt passa í minn skap en það er klárlega meira sjálfstraust núna til að prófa eitthvað nýtt og fylgja ekki endilega trendi. Svo fann ég að ég þurfti pínu að finna stílinn minn aftur eftir meðgöngu, maður gat ekki beint opnað aftur sama fataskáp og valið úr. Glæsilegar mæðgur.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já mér finnst það mjög gaman. Sérstaklega fyrir einhver skemmtileg tilefni. Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að líða vel. Að fötin séu þægileg og eitthvað sem ég fýla mig í. Ég veit fátt leiðinlegra en að vera mætt eitthvert og finna að outfitið er óþægilegt. View this post on Instagram A post shared by Sædís Lea Lúðvíksdóttir (@saedislea) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki mestan innblástur í tískunni á samfélagsmiðlum og þegar ég ferðast. Ég elska að koma til annarra landa og sjá hvað allir eru fjölbreyttir og ófeimnir í klæðaburði. View this post on Instagram A post shared by Sædís Lea Lúðvíksdóttir (@saedislea) Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei ég held ekki. Ég hef nokkrum sinnum gripið mig í flík sem ég lofaði sjálfri mér að klæðast ekki svo ég segi bara engin boð og bönn, bara klæðast því sem þig langar. Hvað finnst þér heitast fyrir haustið? Há stígvél og skemmtilegir litir. View this post on Instagram A post shared by Sædís Lea Lúðvíksdóttir (@saedislea) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Vanda valið og kaupa flíkur sem endast lengi. Mér finnst alltaf jafn gaman þegar ég hef átt flík í einhver ár og hún virkar enn þá.
Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Fleiri fréttir „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira