Lífið

Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svakaleg rimma í síðasta þætti af Kviss.
Svakaleg rimma í síðasta þætti af Kviss.

Í síðasta þætti af Kviss mættust tveir óvanalegir andstæðingar i spurningaþættinum, Bandaríkin gegn Portúgal.

Í liði Bandaríkjanna voru þau Aron Jóhannsson knattspyrnumaður og Aldís Amah Hamilton leikkona.

Fyrir hönd Portúgal kepptu þeir Unnsteinn Manúel og Vilhelm Neto. 

Þegar aðeins ein spurning var eftir í keppninni var staðan 31-31. Spennan og stressið það mikið að menn vildu einfaldlega standa þegar hún var borin fram.

Spurt var um stað. Staðurinn var íslenskur og dró nafn sitt af staðsetningu sinni. En staðurinn er ekki til lengur.

Hér að neðan má sjá hvernig viðureignin fór.

Klippa: Bæklunarskurðdeildin heitir það sama og staðurinn sem spurt var um í úrslitaspurningunin





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.