Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2025 18:59 Mannvirki rifið í aðgerð sveitarstjórnar gegn ólöglegri búsetu afganskra flóttamanna í útjaðri Karachi í Pakistan í dag. Ap/Fareed Khan Pakistan og Afganistan tilkynntu um vopnahlé í dag eftir mannskæðustu átök þeirra í mörg ár sem hafa kostað tugi manns lífið beggja vegna landamæranna. Samkomulagið náðist í kjölfar ákalls frá nágrannaríkjum á borð við Sádi-Arabíu og Katar. Óttuðust þau að átökin gætu ýtt enn frekar undir óstöðugleika á svæði þar sem hópar á borð við al-Kaída og samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki reyna að ná fótfestu á ný. Pakistan sakar Afganistan um að hýsa vopnaða hópa en Talíbanar sem eru við stjórn í landinu vísa þessu á bug. Pakistan glímir við árásir vígamanna sem hefur fjölgað frá árinu 2021 þegar Talíbanar náðu völdum í Afganistan. Fólk gengur um húsarústir eftir niðurrif yfirvalda á mannvirkjum í útjaðri Karachi í Pakistan í dag.Ap/Fareed Khan AP-fréttaveitan greinir frá þessu en utanríkisráðuneyti Pakistans segir vopnahléið eiga að gilda í 48 klukkustundir. Fallist hafi verið á að gera hlé á átökum að beiðni yfirvalda í Afganistan. Skömmu síðar sagði Zabihullah Mujahid, aðaltalsmaður Talíbanastjórnarinnar, að vopnahléið væri tilkomið að „kröfu“ Pakistana. Í færslu hans á samfélagsmiðlum var ekkert minnst á 48 klukkustunda tímaramma. Fyrr í dag tilkynntu stjórnvöld í Pakistan að hermenn þeirra hefðu drepið tugi afganskra öryggissveita og vígamanna í bardögum í nótt. Margt á reiki Hjálparsamtökin Emergency NGO sem reka skurðlækningamiðstöð í Kabúl, höfuðborg Afganistan, sögðust hafa tekið við fimm látnum og fjörutíu særðum eftir sprengingar í höfuðborginni. Dejan Panic, landsstjóri samtakanna í Afganistan, sagði að fórnarlömbin hefðu verið með „sár eftir sprengjubrot, högg og brunasár.“ Í yfirlýsingu sagði hann að tíu væru í lífshættu. Óljóst er hvað olli sprengingunum, að sögn AP en Talíbanar staðfestu að sprenging hafi orðið í olíuflutningaskipi. Þá sögðu tveir pakistanskir fulltrúar að her þeirra hefði ráðist á felustað vígamanna. Maður sem særðist í átökum pakistanskra og afganskra hermanna á landamærasvæðinu fluttur til læknismeðferðar á sjúkrahús í Chaman, bæ við landamæri Pakistan.AP/H. Achakzai Mujahid, talsmaður Talíbana, hafði áður sagt að yfir hundrað hafi særst í árásum pakistanskra hermanna á Spin Boldak í suðurhluta Kandaharhéraðs og yfir tólf fallið. Afganskir hermenn hafi svarað skothríðinni og drepið nokkra pakistanska hermenn, að sögn Mujahid. Pakistan fullyrðir að það hafi varist „tilefnislausum“ árásum en neitar því að hafa beint árásum að óbreyttum borgurum. Á sama tíma greindu íbúar í pakistanska landamærabænum Chaman frá því að sprengjur hefðu fallið nálægt þorpum. Íbúar nálægt landamærunum væru að yfirgefa svæðið. Átök litað svæðið frá árinu 1979 Átök hafa verið viðvarandi við landamæri Pakistans frá árinu 1979, þegar það var víglínuríki í stríði sem Bandaríkin studdu gegn Sovétríkjunum í Afganistan. Árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001 gerði ástandið á svæðinu enn eldfimara. „Eftir árásirnar þann 11. september skapaðist upplausnarástand á ættbálkasvæðum Pakistans þar sem hinir afgönsku Talíbanar, al-Kaída og aðrir hópar báðum megin við landamærin réðust á sveitir Atlandshafsbandalagsins og pakistanskar öryggissveitir,“ sagði Abdullah Khan, varnarmálasérfræðingur og framkvæmdastjóri Pakistan Institute for Conflict and Security Studies, við AP-fréttaveituna. Pakistan Afganistan Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Samkomulagið náðist í kjölfar ákalls frá nágrannaríkjum á borð við Sádi-Arabíu og Katar. Óttuðust þau að átökin gætu ýtt enn frekar undir óstöðugleika á svæði þar sem hópar á borð við al-Kaída og samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki reyna að ná fótfestu á ný. Pakistan sakar Afganistan um að hýsa vopnaða hópa en Talíbanar sem eru við stjórn í landinu vísa þessu á bug. Pakistan glímir við árásir vígamanna sem hefur fjölgað frá árinu 2021 þegar Talíbanar náðu völdum í Afganistan. Fólk gengur um húsarústir eftir niðurrif yfirvalda á mannvirkjum í útjaðri Karachi í Pakistan í dag.Ap/Fareed Khan AP-fréttaveitan greinir frá þessu en utanríkisráðuneyti Pakistans segir vopnahléið eiga að gilda í 48 klukkustundir. Fallist hafi verið á að gera hlé á átökum að beiðni yfirvalda í Afganistan. Skömmu síðar sagði Zabihullah Mujahid, aðaltalsmaður Talíbanastjórnarinnar, að vopnahléið væri tilkomið að „kröfu“ Pakistana. Í færslu hans á samfélagsmiðlum var ekkert minnst á 48 klukkustunda tímaramma. Fyrr í dag tilkynntu stjórnvöld í Pakistan að hermenn þeirra hefðu drepið tugi afganskra öryggissveita og vígamanna í bardögum í nótt. Margt á reiki Hjálparsamtökin Emergency NGO sem reka skurðlækningamiðstöð í Kabúl, höfuðborg Afganistan, sögðust hafa tekið við fimm látnum og fjörutíu særðum eftir sprengingar í höfuðborginni. Dejan Panic, landsstjóri samtakanna í Afganistan, sagði að fórnarlömbin hefðu verið með „sár eftir sprengjubrot, högg og brunasár.“ Í yfirlýsingu sagði hann að tíu væru í lífshættu. Óljóst er hvað olli sprengingunum, að sögn AP en Talíbanar staðfestu að sprenging hafi orðið í olíuflutningaskipi. Þá sögðu tveir pakistanskir fulltrúar að her þeirra hefði ráðist á felustað vígamanna. Maður sem særðist í átökum pakistanskra og afganskra hermanna á landamærasvæðinu fluttur til læknismeðferðar á sjúkrahús í Chaman, bæ við landamæri Pakistan.AP/H. Achakzai Mujahid, talsmaður Talíbana, hafði áður sagt að yfir hundrað hafi særst í árásum pakistanskra hermanna á Spin Boldak í suðurhluta Kandaharhéraðs og yfir tólf fallið. Afganskir hermenn hafi svarað skothríðinni og drepið nokkra pakistanska hermenn, að sögn Mujahid. Pakistan fullyrðir að það hafi varist „tilefnislausum“ árásum en neitar því að hafa beint árásum að óbreyttum borgurum. Á sama tíma greindu íbúar í pakistanska landamærabænum Chaman frá því að sprengjur hefðu fallið nálægt þorpum. Íbúar nálægt landamærunum væru að yfirgefa svæðið. Átök litað svæðið frá árinu 1979 Átök hafa verið viðvarandi við landamæri Pakistans frá árinu 1979, þegar það var víglínuríki í stríði sem Bandaríkin studdu gegn Sovétríkjunum í Afganistan. Árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001 gerði ástandið á svæðinu enn eldfimara. „Eftir árásirnar þann 11. september skapaðist upplausnarástand á ættbálkasvæðum Pakistans þar sem hinir afgönsku Talíbanar, al-Kaída og aðrir hópar báðum megin við landamærin réðust á sveitir Atlandshafsbandalagsins og pakistanskar öryggissveitir,“ sagði Abdullah Khan, varnarmálasérfræðingur og framkvæmdastjóri Pakistan Institute for Conflict and Security Studies, við AP-fréttaveituna.
Pakistan Afganistan Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila