Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2025 13:30 Sigurbjörn Bárðarson er hættur sem landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum. Vísir Sigurbjörn Bárðarson, meðlimur í Heiðurshöll ÍSÍ, er hættur sem landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Hann segir að um sameiginlega ákvörðun sína, formanns LH og landsliðsnefndar sé að ræða. Sigurbjörn hefur verið landsliðsþjálfari síðustu átta ár og var þar á undan í landsliðsnefnd um árabil. Í tilkynningu á vef Landssambands hestamannafélaga segir Sigurbjörn að nú standi yfir vinna hjá LH um framtíðarsýn í afreks- og landsliðsmálum sem meðal annars feli í sér breytingar á landsliðsþjálfarastarfinu. Tekin hafi verið sameiginleg ákvörðun um að nýtt fólk myndi halda utan um landsliðsstarfið í nýrri mynd. Sigurbjörn bendir á að glæsilegur árangur hafi náðst á þeim tíma sem hann hefur verið landsliðsþjálfari, eftir að hann réðst ásamt landsliðsnefnd í mikla endurskoðun á öllu afreksstarfi LH. Árangurinn hafi ekki látið á sér standa og að önnur landslið í Íslandshestaheiminum horfi til þessarar vinnu. Sigurbjörn lítur stoltur um öxl og óskar arftökum sínum velfarnaðar í skemmtilegu og krefjandi verkefni, en pistil hans má lesa hér að neðan. Kveðjubréf Sigurbjörns: Eftir að hafa gegnt starfi landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins í hestaíþróttum frá árinu 2017 og átt þar áður sæti í landsliðsnefnd um áraraðir er nú komið að leiðarlokum. Ég hef í áratugi tengst íslenska landsliðinu og komið að því að móta starfið frá ýmsum hliðum, allt frá frumbernsku íþróttarinnar. Á árunum 2017-2018 réðst ég ásamt landsliðsnefnd í heildarendurskoðun á öllu landsliðs- og afreksstarfi LH með það fyrir augum að bæta árangur og umgjörð landsliðsins, en einnig með það meginmarkmið að gjörbylta yngri flokka starfi sambandsins. Fólst sú endurskoðun meðal annars í því að horfa í auknu mæli til annarra íþróttagreina m.a. þegar kemur að skipulagningu afreksstarfsins, agamálum, uppbyggingu liðsanda, reglusemi, unglingastarfs og fleira. Þannig var meginfókusinn settur á knapann sem afreksíþróttamann. Ekki verður um það deilt að árangurinn hefur verið stórkostlegur, jafnt innan vallar sem utan, þannig að eftir hefur verið tekið, langt út fyrir raðir hestafólks. En einnig þannig að önnur landslið í Íslandshestaheiminum hafa tekið afreksstarf LH, undir minni stjórn, til fyrirmyndar. Á þeim þremur heimsleikum sem ég hef leitt íslenska landsliðið hefur árangurinn verið mun betri en áður hefur þekkst. Þakka ég það meðal annars þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir, ásamt frábæru samstarfsfólki og snilldar knöpum sem hafa verið tilbúnir til að taka þátt í vegferðinni. Oft hefur gefið á bátinn og þurft að taka erfiðar ákvarðanir, en það er hlutverk þeirra sem standa í brúnni hverju sinni að taka ákvarðanir, standa við þær og trúa að þær séu íþróttinni til heilla. Nú stendur yfir vinna hjá LH um framtíðarsýn í afreks- og landsliðsmálum LH sem fela m.a. í sér breytingar á starfi landsliðsþjálfara. Eftir að hafa farið yfir stöðuna með formanni LH og landsliðsnefndar er það sameiginleg ákvörðun okkar að leiðir skilji og nýtt fólk verði fengið til að halda utan um landsliðsstarfið í nýrri mynd. Ég lít stoltur um öxl og vil af þessu tilefni þakka öllu því góða fólki sem ég hef unnið með öll þessi ár, fyrir samstarfið og frábær samskipti. Jafnframt óska nýju fólki velfarnaðar og góðs gengis í þessu krefjandi en skemmtilega verkefni. Áfram Ísland! Áfram íslenski hesturinn! Sigurbjörn Bárðarson Hestaíþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Sigurbjörn hefur verið landsliðsþjálfari síðustu átta ár og var þar á undan í landsliðsnefnd um árabil. Í tilkynningu á vef Landssambands hestamannafélaga segir Sigurbjörn að nú standi yfir vinna hjá LH um framtíðarsýn í afreks- og landsliðsmálum sem meðal annars feli í sér breytingar á landsliðsþjálfarastarfinu. Tekin hafi verið sameiginleg ákvörðun um að nýtt fólk myndi halda utan um landsliðsstarfið í nýrri mynd. Sigurbjörn bendir á að glæsilegur árangur hafi náðst á þeim tíma sem hann hefur verið landsliðsþjálfari, eftir að hann réðst ásamt landsliðsnefnd í mikla endurskoðun á öllu afreksstarfi LH. Árangurinn hafi ekki látið á sér standa og að önnur landslið í Íslandshestaheiminum horfi til þessarar vinnu. Sigurbjörn lítur stoltur um öxl og óskar arftökum sínum velfarnaðar í skemmtilegu og krefjandi verkefni, en pistil hans má lesa hér að neðan. Kveðjubréf Sigurbjörns: Eftir að hafa gegnt starfi landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins í hestaíþróttum frá árinu 2017 og átt þar áður sæti í landsliðsnefnd um áraraðir er nú komið að leiðarlokum. Ég hef í áratugi tengst íslenska landsliðinu og komið að því að móta starfið frá ýmsum hliðum, allt frá frumbernsku íþróttarinnar. Á árunum 2017-2018 réðst ég ásamt landsliðsnefnd í heildarendurskoðun á öllu landsliðs- og afreksstarfi LH með það fyrir augum að bæta árangur og umgjörð landsliðsins, en einnig með það meginmarkmið að gjörbylta yngri flokka starfi sambandsins. Fólst sú endurskoðun meðal annars í því að horfa í auknu mæli til annarra íþróttagreina m.a. þegar kemur að skipulagningu afreksstarfsins, agamálum, uppbyggingu liðsanda, reglusemi, unglingastarfs og fleira. Þannig var meginfókusinn settur á knapann sem afreksíþróttamann. Ekki verður um það deilt að árangurinn hefur verið stórkostlegur, jafnt innan vallar sem utan, þannig að eftir hefur verið tekið, langt út fyrir raðir hestafólks. En einnig þannig að önnur landslið í Íslandshestaheiminum hafa tekið afreksstarf LH, undir minni stjórn, til fyrirmyndar. Á þeim þremur heimsleikum sem ég hef leitt íslenska landsliðið hefur árangurinn verið mun betri en áður hefur þekkst. Þakka ég það meðal annars þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir, ásamt frábæru samstarfsfólki og snilldar knöpum sem hafa verið tilbúnir til að taka þátt í vegferðinni. Oft hefur gefið á bátinn og þurft að taka erfiðar ákvarðanir, en það er hlutverk þeirra sem standa í brúnni hverju sinni að taka ákvarðanir, standa við þær og trúa að þær séu íþróttinni til heilla. Nú stendur yfir vinna hjá LH um framtíðarsýn í afreks- og landsliðsmálum LH sem fela m.a. í sér breytingar á starfi landsliðsþjálfara. Eftir að hafa farið yfir stöðuna með formanni LH og landsliðsnefndar er það sameiginleg ákvörðun okkar að leiðir skilji og nýtt fólk verði fengið til að halda utan um landsliðsstarfið í nýrri mynd. Ég lít stoltur um öxl og vil af þessu tilefni þakka öllu því góða fólki sem ég hef unnið með öll þessi ár, fyrir samstarfið og frábær samskipti. Jafnframt óska nýju fólki velfarnaðar og góðs gengis í þessu krefjandi en skemmtilega verkefni. Áfram Ísland! Áfram íslenski hesturinn! Sigurbjörn Bárðarson
Hestaíþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira