Fótbolti

„Ég spila fyrir mömmu mína“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er komin á fullt á ný eftir erfið meiðsli.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er komin á fullt á ný eftir erfið meiðsli. @harvardwsoccer

Íslenska knattspyrnukonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er aftur komin af stað eftir að hafa slitið krossband í hné. Hún missti af öllu tímabilinu hér heima en er farin að spila í bandaríska háskólafótboltanum.

Ólöf stundar nám við Harvard-skólann. Ólöf sleit krossband í júní í fyrra og missti því alveg af öðru ári sínu með fótboltaliði Harvard.

Hún snéri aftur inn í Harvard-liðið í lok ágúst og hefur nú spilað tíu leiki á þessu tímabili. Ólöf skoraði meðal annars tvö mörk í sigri á Princeton og skoraði einnig á móti New Hampshire.

Bleikur október er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélaga hér heima en einnig í Bandaríkjunum.

Stelpurnar í Harvard-liðinu tileinka frammistöðu sína í sérstökum leik um helgina til einhvers nálægt sér sem hefur upplifað krabbamein á eigin skinni.

Ólöf var þar ekki undanskilin. „Ég spila fyrir mömmu mína Svönu,“ sagði Ólöf eins og sjá má hér fyrir neðan.

Harvard mætir Brown-skólanum í þessum öðrum árlega árveknisleik fyrir brjóstakrabbamein en leikurinn heitir fullu nafni HWS Breast Cancer Awareness Game á ensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×