Fótbolti

Strasbourg ná­lægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joaquin Panichelli fagnar öðru marka sinna fyrir Strasbourg í París í kvöld.
Joaquin Panichelli fagnar öðru marka sinna fyrir Strasbourg í París í kvöld. EPA/YOAN VALAT

Strasbourg tók stig af toppliði Paris Saint Germain í kvöld í leik tveggja efstu liða frönsku deildarinnar.

Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli eftir að Strasbourg hafði komist 3-1 yfir.

París náði að jafna og tryggja sér stig sem nægir liðinu til að halda toppsætinu. Það munar þó bara einu stigi á liðunum og bæði Marseille og Lyon geta komist á toppinn með sigri í sínum leikjum um helgina.

Bradley Barcola kom PSG í 1-0 eftir aðeins sex mínútna leik en mörk frá Joaquin Panichelli og Diego Moreira komu Strasbourg yfir fyrir hálfleik.

Panichelli skoraði síðan sitt annað mark í leiknum á 49. mínútu og staðan orðin 3-1 fyrir Strasbourg.

Goncalo Ramos minnkaði muninn úr víti á 58. mínútu og jöfnunarmarkið skoraði Senny Mayulu á 79. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×