Innlent

Fram­sóknar­menn velja sér ritara

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósent fylgi í skoðanakönnunum.
Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósent fylgi í skoðanakönnunum.

Framsóknarmenn kjósa sér nýjan ritara á fundi miðstjórnar flokksins í dag. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september. Þrír eru í framboði til ritara en það eru þau Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir varaþingmaður og oddviti í Múlaþingi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins.

Ræðu formanns flokksins Sigurðar Inga Jóhannssonar er beðið með eftirvæntingu en flokkurinn hefur aðeins mælst með í kringum 6% fylgi í nýjustu könnunum. 

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins stígur í pontu á eftir Sigurði Inga en Lilja hefur íhugað formannsframboð. Þá hefur hún sagst búast við að flokksþingi Framsóknarflokksins verði flýtt til að forysta flokksins geti endurnýjað umboð sitt fyrir komandi sveitastjórnarkosningar.

Dagskrá fundarins hefst klukkan 12:25.


Tengdar fréttir

Hitnar undir feldi Lilju

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segist ekki vera búin að taka ákvörðun um það hvort hún bjóði sig fram til formanns flokksins. Hún tók þátt í pallborði í gær í Iðnó um bókun 35 og er nú á leið út á land að hitta flokksmenn í Framsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×