Íslenski boltinn

Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thelma Karen Pálmadóttir tók við verðlaununum úr hendi Þorvaldar Örlygssonar, formanns KSÍ.
Thelma Karen Pálmadóttir tók við verðlaununum úr hendi Þorvaldar Örlygssonar, formanns KSÍ. vísir/anton

FH-ingurinn Thelma Karen Pálmadóttir var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna af leikmönnum deildarinnar.

Thelma fékk verðlaunin afhent eftir leik FH gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í lokaumferð Bestu deildarinnar í dag. Blikar unnu leikinn, 3-2.

Auk Thelmu voru Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir úr Breiðabliki og Bríet Fjóla Bjarnadóttir úr Þór/KA tilnefndar sem efnilegasti leikmaðurinn. Hrafnhildur Ása fékk verðlaunin í fyrra.

Hin sautján ára Thelma hefur sprungið út hjá FH í sumar. Liðið lenti í 2. sæti Bestu deildarinnar og komst í úrslit Mjólkubikarsins þar sem það tapaði fyrir Breiðabliki, 3-2.

Thelma skoraði bæði mörk FH-inga í bikarúrslitaleiknum. Í Bestu deildinni skoraði hún átta mörk.

Frammistaða Thelmu í sumar fór ekki framhjá Þorsteini Halldórssyni sem valdi hana í íslenska A-landsliðið fyrir leikina gegn Norður-Írlandi í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Thelma hefur leikið 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað tíu mörk.


Tengdar fréttir

Birta valin best

Blikinn Birta Georgsdóttir var valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili af leikmönnum deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×