Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Lovísa Arnardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 18. október 2025 18:09 Lilja Rannveig sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á síðasta þingi. Vísir/Vilhelm Lilja Rannveig er nýr ritari Framsóknarflokksins. Lilja hlaut 53,3 prósent atkvæða í kosningu sem fór fram síðdegis í dag á fundi miðstjórnar. Jónína Brynjólfsdóttir hlaut 27,2 prósent atkvæða og Einar Freyr Elínarson hlaut 19,5 prósent atkvæða. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september. Þrír voru í framboði til ritara, þau Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir varaþingmaður og oddviti í Múlaþingi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins. Lilja sat á þingi fyrir flokkinn síðasta kjörtímabil og var þingmaður Norðvesturkjördæmis. Lilja Rannveig hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn síðustu ár. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. í tilkynningu frá flokknum að loknum fundi kemur fram að fundurinn hafi verið sá fjölmennasti í sögu flokksins. Á honum hafi verið um 300 fulltrúar og gestir víða af landinu. Flokksþing í febrúar Á fundinum var ákveðið að næsta flokksþing Framsóknar verði haldið helgina 14.–15. febrúar næstkomandi. Í stjórnmálaályktun miðstjórnar sem send var út eftir að fundi lauk kemur, meðal annars, fram gagnrýni á efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Verðbólgan eykst og vaxtalækkunarferlið hefur brotlent. Þrátt fyrir að húsnæðisvandinn sé einn helsti drifkraftur verðbólgu og hárra vaxta, skilar ríkisstjórnin auðu í þeim málaflokki,“ segir í ályktuninni. Ný forysta flokksins. Lilja Rannveig hefur tekið við af Ásmundi Einari og nú liggur fyrir að Sigurður Ingi muni hætta sem formaður á næsta flokksþingi sem fer fram í febrúar. Aðsend Þar beinir flokkurinn þess til stjórnvalda að hlúa betur að fólkinu í landinu, að standa með sveitarfélögum auk þess sem lögð er áhersla á íslenskukennslu, sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og innflytjendur. „Fjárfesting í menntun og velferð barna er ein besta fjárfesting sem hvert samfélag getur ráðist í. Réttlátt samfélag hugar ekki síður að lýðheilsumálum og þjónustu við eldra fólk og tryggir þeim verst stöddu mannsæmandi lífskjör.“ Þá gagnrýnir flokkurinn að vegferð ríkisstjórnarflokkanna að Evrópusambandinu og segja ríkisstjórnina á kjörtímabilinu hafa vegið að tveimur af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi og ferðaþjónustu, og stefni að því að veikja íslenskan landbúnað. Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherra hans, sagðist ekki vera búin að ákveða hvort að hún ætlar fram til formanns. Það sagði Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, líka. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fundi miðstjórnar lauk og þau sendu út tilkynningu með stjórnmálaályktun. Uppfærð 18:42 þann 18.10.2025. Framsóknarflokkurinn Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Þrír voru í framboði til ritara, þau Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir varaþingmaður og oddviti í Múlaþingi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins. Lilja sat á þingi fyrir flokkinn síðasta kjörtímabil og var þingmaður Norðvesturkjördæmis. Lilja Rannveig hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn síðustu ár. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. í tilkynningu frá flokknum að loknum fundi kemur fram að fundurinn hafi verið sá fjölmennasti í sögu flokksins. Á honum hafi verið um 300 fulltrúar og gestir víða af landinu. Flokksþing í febrúar Á fundinum var ákveðið að næsta flokksþing Framsóknar verði haldið helgina 14.–15. febrúar næstkomandi. Í stjórnmálaályktun miðstjórnar sem send var út eftir að fundi lauk kemur, meðal annars, fram gagnrýni á efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Verðbólgan eykst og vaxtalækkunarferlið hefur brotlent. Þrátt fyrir að húsnæðisvandinn sé einn helsti drifkraftur verðbólgu og hárra vaxta, skilar ríkisstjórnin auðu í þeim málaflokki,“ segir í ályktuninni. Ný forysta flokksins. Lilja Rannveig hefur tekið við af Ásmundi Einari og nú liggur fyrir að Sigurður Ingi muni hætta sem formaður á næsta flokksþingi sem fer fram í febrúar. Aðsend Þar beinir flokkurinn þess til stjórnvalda að hlúa betur að fólkinu í landinu, að standa með sveitarfélögum auk þess sem lögð er áhersla á íslenskukennslu, sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og innflytjendur. „Fjárfesting í menntun og velferð barna er ein besta fjárfesting sem hvert samfélag getur ráðist í. Réttlátt samfélag hugar ekki síður að lýðheilsumálum og þjónustu við eldra fólk og tryggir þeim verst stöddu mannsæmandi lífskjör.“ Þá gagnrýnir flokkurinn að vegferð ríkisstjórnarflokkanna að Evrópusambandinu og segja ríkisstjórnina á kjörtímabilinu hafa vegið að tveimur af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi og ferðaþjónustu, og stefni að því að veikja íslenskan landbúnað. Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherra hans, sagðist ekki vera búin að ákveða hvort að hún ætlar fram til formanns. Það sagði Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, líka. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fundi miðstjórnar lauk og þau sendu út tilkynningu með stjórnmálaályktun. Uppfærð 18:42 þann 18.10.2025.
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira