105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. október 2025 20:06 Ingveldur, 105 ára með bikar, sem hún hlaut eftir að hafa sigrað bocciamót í blokkinni, sem hún býr í með glæsibrag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingveldur Valdimarsdóttir í vesturbæ Reykjavíkur kallar ekki allt ömmu sína þrátt fyrir að vera orðin 105 ára gömul því hún býr ein í sinni íbúð á 10 hæð í blokk og sér alveg um sig sjálf. Hún spilar boccia nokkrum sinnum í viku og besti matur, sem hún fær er nýr fiskur. Magnús Hlynur heimsótti Ingveldi. Ingveldur býr í blokk í vesturbæ Reykjavíkur á tíundu hæð, 105 ára gömul. Þegar fréttamaður tók hús á Ingveldi var dóttir hennar hjá henni líka, Ingveldur Jóhannesdóttir, 83 ára og maður hennar, sem er að verða níræður. Ingveldur er mjög lífsglöð og heilsuhraust, það er helst sjónin, sem er orðin döpur. Ingveldur er ný orðin 105 ára og er þar með þriðji elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd og uppalinn í Reykjavík og hefur alltaf búið þar. Þú ert ótrúlega heilsuhraust? „Já ég hef verið það“. Hverju þakkar þú það? „Guði“, segir Ingveldur án þess að hugsa sig um. Ingveldur segist fylgjast vel með fréttum og því sem er að gerast á Íslandi og út í heimi. „Mér finnst heimurinn orðinn svolítið skrítinn, þessar styrjaldir og illska,“ segir hún. Dóttir Ingveldar er mjög stolt og ánægð með mömmu sína. „Já, ég er stolt af henni, 105 ára, ég hugsa að ég nái ekki þeim aldri,“ segir Sigurlína hlæjandi. Hvernig myndir þú lýsa mömmu þinni? „Ég myndi bara lýsa henni, sem mjög ákveðinni konu og veit hvað hún vill og hún er alveg að fylgjast með og bara fín.“ Ingveldur ásamt Sigurlínu dóttur sinni, sem er 83 ára og tengdasyninum, Donald B. Ingólfssyni, sem er að verða 90 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingveldur hefur alltaf haft mikinn áhuga á hannyrðum eins og sjá má á heimili hennar, eins og ein af myndunum á veggjum heimilisins, sem hún saumaði út og svo er annað fallegt verk hjá henni á ganginum við íbúðina hennar. Falleg mynd, sem Ingveldur saumaði út.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig lætur þú daginn líða? „Ég fer hérna niður að borða og drekka og svo er ég í boccía, ég hef verið það tvisvar í viku og svo er ég í bingó, það er nóg að gera“, segir Ingveldur kát og hress. Og þér finnst gaman að spila boccia? „Já, já, ég hef gaman af því. Ég á bikar þarna á hillunni en ég er meistari hérna á Aflagranda,“ segir hún. Og að sjálfsögðu spiluðu við boccia saman og höfum gaman af. Eitt af verkunum, sem Ingveldur hefur unnið, glæsilegt teppi á ganginum fyrir framan íbúðinni hennar í blokkinni, sem hún býr í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingveldur er fljót til svars þegar hún er spurð hver sé uppáhalds maturinn hennar? „Fiskur, nýr fiskur, glænýr fiskur“. En hvað finnst þér best við Ísland? „Mér finnst allt gott við Ísland, ég elska Ísland,“ segir Ingveldur, sem er 105 ára og er eldsræk, lífsglöð og jákvæð. Ingveldur er hér mætt í miðdegiskaffið í blokkinn með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Ingveldur býr í blokk í vesturbæ Reykjavíkur á tíundu hæð, 105 ára gömul. Þegar fréttamaður tók hús á Ingveldi var dóttir hennar hjá henni líka, Ingveldur Jóhannesdóttir, 83 ára og maður hennar, sem er að verða níræður. Ingveldur er mjög lífsglöð og heilsuhraust, það er helst sjónin, sem er orðin döpur. Ingveldur er ný orðin 105 ára og er þar með þriðji elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd og uppalinn í Reykjavík og hefur alltaf búið þar. Þú ert ótrúlega heilsuhraust? „Já ég hef verið það“. Hverju þakkar þú það? „Guði“, segir Ingveldur án þess að hugsa sig um. Ingveldur segist fylgjast vel með fréttum og því sem er að gerast á Íslandi og út í heimi. „Mér finnst heimurinn orðinn svolítið skrítinn, þessar styrjaldir og illska,“ segir hún. Dóttir Ingveldar er mjög stolt og ánægð með mömmu sína. „Já, ég er stolt af henni, 105 ára, ég hugsa að ég nái ekki þeim aldri,“ segir Sigurlína hlæjandi. Hvernig myndir þú lýsa mömmu þinni? „Ég myndi bara lýsa henni, sem mjög ákveðinni konu og veit hvað hún vill og hún er alveg að fylgjast með og bara fín.“ Ingveldur ásamt Sigurlínu dóttur sinni, sem er 83 ára og tengdasyninum, Donald B. Ingólfssyni, sem er að verða 90 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingveldur hefur alltaf haft mikinn áhuga á hannyrðum eins og sjá má á heimili hennar, eins og ein af myndunum á veggjum heimilisins, sem hún saumaði út og svo er annað fallegt verk hjá henni á ganginum við íbúðina hennar. Falleg mynd, sem Ingveldur saumaði út.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig lætur þú daginn líða? „Ég fer hérna niður að borða og drekka og svo er ég í boccía, ég hef verið það tvisvar í viku og svo er ég í bingó, það er nóg að gera“, segir Ingveldur kát og hress. Og þér finnst gaman að spila boccia? „Já, já, ég hef gaman af því. Ég á bikar þarna á hillunni en ég er meistari hérna á Aflagranda,“ segir hún. Og að sjálfsögðu spiluðu við boccia saman og höfum gaman af. Eitt af verkunum, sem Ingveldur hefur unnið, glæsilegt teppi á ganginum fyrir framan íbúðinni hennar í blokkinni, sem hún býr í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingveldur er fljót til svars þegar hún er spurð hver sé uppáhalds maturinn hennar? „Fiskur, nýr fiskur, glænýr fiskur“. En hvað finnst þér best við Ísland? „Mér finnst allt gott við Ísland, ég elska Ísland,“ segir Ingveldur, sem er 105 ára og er eldsræk, lífsglöð og jákvæð. Ingveldur er hér mætt í miðdegiskaffið í blokkinn með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira