Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úr­slita­leikur um Evrópu­sæti um næstu helgi

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Örvar Eggertsson tryggði Stjörnunni jafntefli í kvöld en fékk líka færi til að skora sigurmarkið.
Örvar Eggertsson tryggði Stjörnunni jafntefli í kvöld en fékk líka færi til að skora sigurmarkið. vísir/Diego

Stjörnumönnum mistókst að tryggja sér Evrópusæti í Úlfarsárdalnum í kvöld en eftir 1-1 jafntefli við Fram er ljóst að það verður úrslitaleikur um Evrópusæti milli Stjörnunnar og Breiðabliks í lokaumferðinni.

Tvö mörk voru dæmd af Framliðinu í fyrri hálfleik en ekkert löglegt mark var skorað.

Fram komst yfir með langskoti Fred á 52. mínútu en Örvar Eggertsson jafnaði metin af stuttu færi eftir fyrirgjöf fimm mínútum síðar.

Stjörnumenn voru nálægt þvi að tryggja sér sigurinn í lokin en fá nú hreinan úrslitaleik um næstu helgi.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira