Handbolti

Magdeburg komst örugg­lega á­fram í sex­tán liða úr­slitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Þorgeir og Ómar Ingi klikkuðu ekki á skoti í kvöld.
Gísli Þorgeir og Ómar Ingi klikkuðu ekki á skoti í kvöld. Getty/Cathrin Mueller

Magdeburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld eftir sannfærandi tíu marka útisigur á neðri deildarliðinu Dessau-Roßlauer HV 06, 44-34.

Magdeburg var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19-15, en keyrði yfir heimamenn í þeim síðari.

Magdeburg fær heimaleik á móti TV Großwallstadt i sextán liða úrslitunum en liðið varð það síðasta til að tryggja sig áfram.

Íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson nýttu öll skotin sín í kvöld.

Ómar skoraði átta mörk úr átta skotum en Gísli þrjú mörk úr þremur skotum. Gísli átti einnig tvær stoðsendingar.

Elvar Örn Jónsson skaut ekki á markið en átti eina stoðsendingu.

Ómar Ingi var markahæstur hjá Magdeburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×