Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2025 07:31 Viktor Bjarki Daðason skráði sig í sögubækur Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. EPA/Liselotte Sabroe Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er skiljanlega ánægður með hinn 17 ára gamla Viktor Bjarka Daðason sem í gærkvöld varð sá þriðji yngsti til að skora í allri sögu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Viktori Bjarka síðustu daga. FCK tryggði sér krafta hans í fyrra, þegar hann var enn aðeins 15 ára, og nú hefur framherjinn ungi fengið sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins, og heldur betur nýtt þau. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK síðasta föstudag og átti stoðsendingu í leik gegn Silkeborg, og skoraði svo mark á því korteri sem hann spilaði gegn Dortmund á Parken í gær, í 4-2 tapi gegn þýska stórliðinu. Viktor er því þegar kominn með mark og stoðsendingu á þeim sextíu mínútum sem hann hefur spilað fyrir liðið. „Við erum ánægð með þessa byrjun hjá honum og hann mun fá fleiri tækifæri og fleiri leiki í framhaldinu til þess að þroskast með liðsfélögum sínum hér – bæði til skemmri og lengri tíma,“ sagði Neestrup á blaðamannafundi í gærkvöld. Kann hluti sem aðrir í liðinu kunna ekki Neestrup hafði áður viðurkennt að hann þyrfti á Viktori að halda, vegna meiðsla Andreasar Cornelius, því þessi ungi Íslendingur hefði hæfileika í vítateignum sem aðrir í leikmannahópnum hefðu ekki. „Þetta er leikmaður með mikla hæfileika og það er mikilvægt að hann geti komið inn og lagt sitt að mörkum. Hann kann sitt í teignum og það sem hann kann að gera er eitthvað sem aðrir hafa ekki. Án þess að ég vilji leggja of mikla pressu á þennan unga mann þá gæti hann því orðið okkar jóker fram að jólum,“ sagði Neestrup og lýsti þannig Viktori sem dýrmætu breytispili sem hægt væri að spila út. Aðeins fimmti Íslendingurinn Viktor er að sjálfsögðu yngsti Íslendingurinn sem skorað hefur í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu og jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem nær því. Hinir eru Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson og Alfreð Finnbogason. Næsti leikur Viktors Bjarka gæti verið á á sunnudaginn þegar Viborg mætir á Parken, í dönsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins í Meistaradeild Evrópu er 4. nóvember gegn Tottenham í Lundúnum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Viktori Bjarka síðustu daga. FCK tryggði sér krafta hans í fyrra, þegar hann var enn aðeins 15 ára, og nú hefur framherjinn ungi fengið sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins, og heldur betur nýtt þau. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK síðasta föstudag og átti stoðsendingu í leik gegn Silkeborg, og skoraði svo mark á því korteri sem hann spilaði gegn Dortmund á Parken í gær, í 4-2 tapi gegn þýska stórliðinu. Viktor er því þegar kominn með mark og stoðsendingu á þeim sextíu mínútum sem hann hefur spilað fyrir liðið. „Við erum ánægð með þessa byrjun hjá honum og hann mun fá fleiri tækifæri og fleiri leiki í framhaldinu til þess að þroskast með liðsfélögum sínum hér – bæði til skemmri og lengri tíma,“ sagði Neestrup á blaðamannafundi í gærkvöld. Kann hluti sem aðrir í liðinu kunna ekki Neestrup hafði áður viðurkennt að hann þyrfti á Viktori að halda, vegna meiðsla Andreasar Cornelius, því þessi ungi Íslendingur hefði hæfileika í vítateignum sem aðrir í leikmannahópnum hefðu ekki. „Þetta er leikmaður með mikla hæfileika og það er mikilvægt að hann geti komið inn og lagt sitt að mörkum. Hann kann sitt í teignum og það sem hann kann að gera er eitthvað sem aðrir hafa ekki. Án þess að ég vilji leggja of mikla pressu á þennan unga mann þá gæti hann því orðið okkar jóker fram að jólum,“ sagði Neestrup og lýsti þannig Viktori sem dýrmætu breytispili sem hægt væri að spila út. Aðeins fimmti Íslendingurinn Viktor er að sjálfsögðu yngsti Íslendingurinn sem skorað hefur í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu og jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem nær því. Hinir eru Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson og Alfreð Finnbogason. Næsti leikur Viktors Bjarka gæti verið á á sunnudaginn þegar Viborg mætir á Parken, í dönsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins í Meistaradeild Evrópu er 4. nóvember gegn Tottenham í Lundúnum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira