Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2025 07:54 Keflavíkurflugvöllur. vísir/vilhelm Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í gær og voru viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu vegna bilunar í hreyfli flugvélar með ríflega 220 farþega innanborðs sem fékk heimild til lendingar í Keflavík. Slökkviliði barst tilkynning frá Neyðarlínunni á fimmta tímanum síðdegis í gær og voru sjúkra- og dælubílar frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í viðbragðsstöðu. Boðið var afturkallað þegar vélin lenti heilu og höldnu. „Það kemur tilkynning til okkar rétt fyrir klukkan hálf fimm frá Neyðarlínunni um að það sé hættustig rauður, það sé flugvél með 221 farþega í vandræðum með hreyfil. Við virkjuðum bara það sem við gerum í svona tilfellum og það fóru tveir sjúkrabílar í svokallað mót hjá okkur uppi á Keflavíkurflugvelli,“ segir Davíð Heimisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja í samtali við Vísi. Mót vísar til þess að bílarnir eru í viðbragðsstöðu á svo skilgreindu svæði. „Svo er virkjað ákveðið ferli hjá okkur en svo lenti vélin bara og allt fór vel.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða vél flugfélagsins Delta sem var á leið frá Dublin á Írlandi til JFK flugvallar í New York í Bandaríkjunum. „Hún var á flugi og það kemur upp einhver vélarbilun sem verður þess valdandi að flugstjóri óskar eftir að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem nálægasti flugvöllur,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gerist reglulega að vélar sem ekki eru á leið til eða frá Íslandi komi inn til lendingar í Keflavík ef upp koma tæknileg vandamál eða veikindi farþega og Keflavíkurflugvöllur er næsti flugvöllur þar sem hægt er að lenda. Litakóðinn fyrir rautt hættustig miðar að sögn Guðjóns ekki við hættuna sem slíka, heldur umfang með tilliti til fjölda farþega um borð í vél. Vélin hafi lent heilu og höldnu um klukkan fimm síðdegis í gær og þá hafi boðunin verið afturkölluð. Áætlanir geri ráð fyrir að það komi önnur vél í dag og sæki farþegana samkvæmt þeim upplýsingum sem Isavia barst frá flugfélaginu síðdegis í gær. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk einnig tilkynningu vegna málsins þegar klukkan var um korter yfir fjögur í gær og var með nokkra bíla í viðbragðsstöðu við Straumsvík ef á þyrfti að halda. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Það kemur tilkynning til okkar rétt fyrir klukkan hálf fimm frá Neyðarlínunni um að það sé hættustig rauður, það sé flugvél með 221 farþega í vandræðum með hreyfil. Við virkjuðum bara það sem við gerum í svona tilfellum og það fóru tveir sjúkrabílar í svokallað mót hjá okkur uppi á Keflavíkurflugvelli,“ segir Davíð Heimisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja í samtali við Vísi. Mót vísar til þess að bílarnir eru í viðbragðsstöðu á svo skilgreindu svæði. „Svo er virkjað ákveðið ferli hjá okkur en svo lenti vélin bara og allt fór vel.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða vél flugfélagsins Delta sem var á leið frá Dublin á Írlandi til JFK flugvallar í New York í Bandaríkjunum. „Hún var á flugi og það kemur upp einhver vélarbilun sem verður þess valdandi að flugstjóri óskar eftir að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem nálægasti flugvöllur,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gerist reglulega að vélar sem ekki eru á leið til eða frá Íslandi komi inn til lendingar í Keflavík ef upp koma tæknileg vandamál eða veikindi farþega og Keflavíkurflugvöllur er næsti flugvöllur þar sem hægt er að lenda. Litakóðinn fyrir rautt hættustig miðar að sögn Guðjóns ekki við hættuna sem slíka, heldur umfang með tilliti til fjölda farþega um borð í vél. Vélin hafi lent heilu og höldnu um klukkan fimm síðdegis í gær og þá hafi boðunin verið afturkölluð. Áætlanir geri ráð fyrir að það komi önnur vél í dag og sæki farþegana samkvæmt þeim upplýsingum sem Isavia barst frá flugfélaginu síðdegis í gær. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk einnig tilkynningu vegna málsins þegar klukkan var um korter yfir fjögur í gær og var með nokkra bíla í viðbragðsstöðu við Straumsvík ef á þyrfti að halda. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira