Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2025 09:32 Mögulega er ekki komið að leiðarlokum hjá Sigurbirni Bárðarsyni. vísir / ívar Sigurbjörn Bárðarson tilkynnti í síðustu viku að hann væri hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins í hestaíþróttum, en haldið í hestana ykkar, hann gæti snúið aftur til starfa á allra næstu dögum. Eftir átta starf sem landsliðsþjálfari og áratugi til viðbótar í öðrum störfum tengdum landsliðinu tilkynnti Sigurbjörn að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari, í pistli sem hann titlaði Leiðarlok. Vísaði hann þar í breytingar á starfi landsliðsþjálfara og sagði það sameiginlega ákvörðun hans og landsliðsnefndarinnar að nýtt fólk verði fengið til að halda utan um starfið. „Óvissa og ósvaraðar spurningar“ En Sigurbjörn sá sjálfur fyrir sér að halda áfram og hefði viljað hætta eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvö ár. „Hugurinn stefndi alltaf þangað, að það væri lokaslagurinn. En svo kom þetta upp hjá sambandinu og það má segja að það hafi bara verið svolítil óvissa og ósvaraðar spurningar um hvernig þetta myndi þróast. Það varð orsakavaldurinn að það þessu augnabliki sem kom upp.“ „Fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni“ Sigurbjörn tilkynnti því að hann væri hættur en óvissan ríkir enn, því hann segir alls ekki útilokað að hann snúi aftur í starf landsliðsþjálfara. Sú ákvörðun liggur hins vegar hjá landsliðsnefndinni og hvaða stefnu hún ákveður að taka til framtíðar. „Það getur vel verið að það verði að veruleika, en eins og staðan er í dag, þá er þetta svona eins og það er núna, en það er alveg í kortunum. Það er ekkert loku fyrir það skotið að ég komi að þessu áfram sem landsliðsþjálfari, en það fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni. Það kemur bara í ljós á næstu dögum.“ Þannig að þetta er eitthvað samtal sem er að eiga sér stað bara núna? „Hjá þeim já, það er þessi vinna sem stóð fyrir dyrum hjá þeim, þá kemur í ljós hvaða stefnu þeir taka. Hvort þeir leiti til mín eða hvað verður. Það kemur bara í ljós.“ En frá þínum bæjardyrum séð, hvað viltu eða vonarðu að gerist? „Það eru opnar dyr bara, þetta er hugarfóstur manns og búið að vera allar götur. Þannig að það eru opnar dyr, en það kemur bara í ljós.“ Rætt var við Sigurbjörn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira
Eftir átta starf sem landsliðsþjálfari og áratugi til viðbótar í öðrum störfum tengdum landsliðinu tilkynnti Sigurbjörn að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari, í pistli sem hann titlaði Leiðarlok. Vísaði hann þar í breytingar á starfi landsliðsþjálfara og sagði það sameiginlega ákvörðun hans og landsliðsnefndarinnar að nýtt fólk verði fengið til að halda utan um starfið. „Óvissa og ósvaraðar spurningar“ En Sigurbjörn sá sjálfur fyrir sér að halda áfram og hefði viljað hætta eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvö ár. „Hugurinn stefndi alltaf þangað, að það væri lokaslagurinn. En svo kom þetta upp hjá sambandinu og það má segja að það hafi bara verið svolítil óvissa og ósvaraðar spurningar um hvernig þetta myndi þróast. Það varð orsakavaldurinn að það þessu augnabliki sem kom upp.“ „Fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni“ Sigurbjörn tilkynnti því að hann væri hættur en óvissan ríkir enn, því hann segir alls ekki útilokað að hann snúi aftur í starf landsliðsþjálfara. Sú ákvörðun liggur hins vegar hjá landsliðsnefndinni og hvaða stefnu hún ákveður að taka til framtíðar. „Það getur vel verið að það verði að veruleika, en eins og staðan er í dag, þá er þetta svona eins og það er núna, en það er alveg í kortunum. Það er ekkert loku fyrir það skotið að ég komi að þessu áfram sem landsliðsþjálfari, en það fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni. Það kemur bara í ljós á næstu dögum.“ Þannig að þetta er eitthvað samtal sem er að eiga sér stað bara núna? „Hjá þeim já, það er þessi vinna sem stóð fyrir dyrum hjá þeim, þá kemur í ljós hvaða stefnu þeir taka. Hvort þeir leiti til mín eða hvað verður. Það kemur bara í ljós.“ En frá þínum bæjardyrum séð, hvað viltu eða vonarðu að gerist? „Það eru opnar dyr bara, þetta er hugarfóstur manns og búið að vera allar götur. Þannig að það eru opnar dyr, en það kemur bara í ljós.“ Rætt var við Sigurbjörn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira