Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2025 09:32 Mögulega er ekki komið að leiðarlokum hjá Sigurbirni Bárðarsyni. vísir / ívar Sigurbjörn Bárðarson tilkynnti í síðustu viku að hann væri hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins í hestaíþróttum, en haldið í hestana ykkar, hann gæti snúið aftur til starfa á allra næstu dögum. Eftir átta starf sem landsliðsþjálfari og áratugi til viðbótar í öðrum störfum tengdum landsliðinu tilkynnti Sigurbjörn að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari, í pistli sem hann titlaði Leiðarlok. Vísaði hann þar í breytingar á starfi landsliðsþjálfara og sagði það sameiginlega ákvörðun hans og landsliðsnefndarinnar að nýtt fólk verði fengið til að halda utan um starfið. „Óvissa og ósvaraðar spurningar“ En Sigurbjörn sá sjálfur fyrir sér að halda áfram og hefði viljað hætta eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvö ár. „Hugurinn stefndi alltaf þangað, að það væri lokaslagurinn. En svo kom þetta upp hjá sambandinu og það má segja að það hafi bara verið svolítil óvissa og ósvaraðar spurningar um hvernig þetta myndi þróast. Það varð orsakavaldurinn að það þessu augnabliki sem kom upp.“ „Fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni“ Sigurbjörn tilkynnti því að hann væri hættur en óvissan ríkir enn, því hann segir alls ekki útilokað að hann snúi aftur í starf landsliðsþjálfara. Sú ákvörðun liggur hins vegar hjá landsliðsnefndinni og hvaða stefnu hún ákveður að taka til framtíðar. „Það getur vel verið að það verði að veruleika, en eins og staðan er í dag, þá er þetta svona eins og það er núna, en það er alveg í kortunum. Það er ekkert loku fyrir það skotið að ég komi að þessu áfram sem landsliðsþjálfari, en það fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni. Það kemur bara í ljós á næstu dögum.“ Þannig að þetta er eitthvað samtal sem er að eiga sér stað bara núna? „Hjá þeim já, það er þessi vinna sem stóð fyrir dyrum hjá þeim, þá kemur í ljós hvaða stefnu þeir taka. Hvort þeir leiti til mín eða hvað verður. Það kemur bara í ljós.“ En frá þínum bæjardyrum séð, hvað viltu eða vonarðu að gerist? „Það eru opnar dyr bara, þetta er hugarfóstur manns og búið að vera allar götur. Þannig að það eru opnar dyr, en það kemur bara í ljós.“ Rætt var við Sigurbjörn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Sjá meira
Eftir átta starf sem landsliðsþjálfari og áratugi til viðbótar í öðrum störfum tengdum landsliðinu tilkynnti Sigurbjörn að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari, í pistli sem hann titlaði Leiðarlok. Vísaði hann þar í breytingar á starfi landsliðsþjálfara og sagði það sameiginlega ákvörðun hans og landsliðsnefndarinnar að nýtt fólk verði fengið til að halda utan um starfið. „Óvissa og ósvaraðar spurningar“ En Sigurbjörn sá sjálfur fyrir sér að halda áfram og hefði viljað hætta eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvö ár. „Hugurinn stefndi alltaf þangað, að það væri lokaslagurinn. En svo kom þetta upp hjá sambandinu og það má segja að það hafi bara verið svolítil óvissa og ósvaraðar spurningar um hvernig þetta myndi þróast. Það varð orsakavaldurinn að það þessu augnabliki sem kom upp.“ „Fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni“ Sigurbjörn tilkynnti því að hann væri hættur en óvissan ríkir enn, því hann segir alls ekki útilokað að hann snúi aftur í starf landsliðsþjálfara. Sú ákvörðun liggur hins vegar hjá landsliðsnefndinni og hvaða stefnu hún ákveður að taka til framtíðar. „Það getur vel verið að það verði að veruleika, en eins og staðan er í dag, þá er þetta svona eins og það er núna, en það er alveg í kortunum. Það er ekkert loku fyrir það skotið að ég komi að þessu áfram sem landsliðsþjálfari, en það fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni. Það kemur bara í ljós á næstu dögum.“ Þannig að þetta er eitthvað samtal sem er að eiga sér stað bara núna? „Hjá þeim já, það er þessi vinna sem stóð fyrir dyrum hjá þeim, þá kemur í ljós hvaða stefnu þeir taka. Hvort þeir leiti til mín eða hvað verður. Það kemur bara í ljós.“ En frá þínum bæjardyrum séð, hvað viltu eða vonarðu að gerist? „Það eru opnar dyr bara, þetta er hugarfóstur manns og búið að vera allar götur. Þannig að það eru opnar dyr, en það kemur bara í ljós.“ Rætt var við Sigurbjörn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Sjá meira