Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2025 09:52 Almannarómur mun þjóna sem starfsstöð New Nordics AI á Íslandi. Almannarómur er óháð sjálfseignarstofnun og miðstöð máltækni, samkvæmt samningi við menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið. New Nordics AI, ný norræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð, verður opnuð í dag. Aðalskrifstofur miðstöðvarinnar verða í Stokkhólmi en opnunarhátíðin fer fram í Helsinki, í tenglsum við formennsku Finnlands og Álandseyja í Norrænu ráðherranefndinni. Um er að ræða samstarf fimm leiðandi aðila í gervigreind: Almannaróms á Íslandi, Ai Sweden í Svíþjóð, AI Finland í Finnlandi, Digital Dogme í Danmörku og Tek Norge í Noregi. „Þessar stofnanir munu þjóna sem starfsstöðvar miðstöðvarinnar í hverju landi fyrir sig og vinna náið með höfuðstöðvunum í Stokkhólmi. Ætlunin er að Eystrasaltsríkin taki þátt í miðstöðinni á komandi misserum. Með því að sameina krafta sína geta löndin auðveldað notkun og þróun gervigreindar og styrkt stöðu sína í málaflokknum í alþjóðlegu samhengi,“ segir í tilkynningu frá Almannarómi. Meðal fyrstu verkefna New Nordics AI verður að koma á fót vettvangi til innleiðingar og túlkunar á nýrri gervigreindarreglugerð Evrópusambandsins, samstarfsvettvangi um stór mállíkön fyrir svæið og verkefni um samspil gervigreindar og orkunotkunar. Verkefnið nýtur stuðnings allra norrænu ríkjanna og hlaut í sumar stofnframlag frá Norrænu ráðherranefndinni upp á tæpar 570 milljónir króna. Þá hafa Google, Microsoft og Nordic Innovation samþykkt að styðja verkefnið fjárhagslega. „Gervigreindarmiðstöðin er lykilatriði í markmiði okkar um að gera Norðurlöndin að sjálbærasta og tengdasta svæði í heimi. Norrræna-baltneska svæðið hefur einstakt tækifæri til að verða leiðandi í ábyrgri gervigreind, með góðri samvinnu þvert á landamæri og geria og styrkja þannig samkeppnishæfni svæðisins með uppbyggingu sjálfbærrar framtíðar,“ segir Karen Elleman, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Ég er stolt af því að Norræna ráðherranefndin styrki og styðji við þetta verkefni. Í miðju alþjóðlegu gervigreindarkapphlaupi kostar að afhafast ekkert. Því gleður það mig að við getum státað af þessu verkefni og að við séum í því saman.“ Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segir að í gegnum þátttöku í New Nordics AI muni Íslendingar geta byggt á styrkleikum nágrannaþjóðanna í gervigreind og deilt sínum styrkleikum með þeim. „Norðurlöndin senda með þessu skilaboð út í heim um samstöðu og áherslu á þróun og innleiðingu gervigreindar sem tekur mið af okkar gildum og menningu. Þar kemur Almannarómur inn með mikla reynslu af þróun tækni sem er sérsniðin að litlu málsvæði og menningu, og mun sú reynsla nýtast miðstöðinni vel í komandi verkefnum fyrir svæðið í heild sinni.“ Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Um er að ræða samstarf fimm leiðandi aðila í gervigreind: Almannaróms á Íslandi, Ai Sweden í Svíþjóð, AI Finland í Finnlandi, Digital Dogme í Danmörku og Tek Norge í Noregi. „Þessar stofnanir munu þjóna sem starfsstöðvar miðstöðvarinnar í hverju landi fyrir sig og vinna náið með höfuðstöðvunum í Stokkhólmi. Ætlunin er að Eystrasaltsríkin taki þátt í miðstöðinni á komandi misserum. Með því að sameina krafta sína geta löndin auðveldað notkun og þróun gervigreindar og styrkt stöðu sína í málaflokknum í alþjóðlegu samhengi,“ segir í tilkynningu frá Almannarómi. Meðal fyrstu verkefna New Nordics AI verður að koma á fót vettvangi til innleiðingar og túlkunar á nýrri gervigreindarreglugerð Evrópusambandsins, samstarfsvettvangi um stór mállíkön fyrir svæið og verkefni um samspil gervigreindar og orkunotkunar. Verkefnið nýtur stuðnings allra norrænu ríkjanna og hlaut í sumar stofnframlag frá Norrænu ráðherranefndinni upp á tæpar 570 milljónir króna. Þá hafa Google, Microsoft og Nordic Innovation samþykkt að styðja verkefnið fjárhagslega. „Gervigreindarmiðstöðin er lykilatriði í markmiði okkar um að gera Norðurlöndin að sjálbærasta og tengdasta svæði í heimi. Norrræna-baltneska svæðið hefur einstakt tækifæri til að verða leiðandi í ábyrgri gervigreind, með góðri samvinnu þvert á landamæri og geria og styrkja þannig samkeppnishæfni svæðisins með uppbyggingu sjálfbærrar framtíðar,“ segir Karen Elleman, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Ég er stolt af því að Norræna ráðherranefndin styrki og styðji við þetta verkefni. Í miðju alþjóðlegu gervigreindarkapphlaupi kostar að afhafast ekkert. Því gleður það mig að við getum státað af þessu verkefni og að við séum í því saman.“ Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segir að í gegnum þátttöku í New Nordics AI muni Íslendingar geta byggt á styrkleikum nágrannaþjóðanna í gervigreind og deilt sínum styrkleikum með þeim. „Norðurlöndin senda með þessu skilaboð út í heim um samstöðu og áherslu á þróun og innleiðingu gervigreindar sem tekur mið af okkar gildum og menningu. Þar kemur Almannarómur inn með mikla reynslu af þróun tækni sem er sérsniðin að litlu málsvæði og menningu, og mun sú reynsla nýtast miðstöðinni vel í komandi verkefnum fyrir svæðið í heild sinni.“
Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira