Innlent

Ó­vissa á Grundar­tanga og flugumferðarstjórar funda

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna sem upp er komin á Grundartanga eftir bilun sem varð í álverinu á staðnum.

Við ræðum við Vilhjálm Birgisson verðkalýðsforkóls sem segir að starfsfólk álversins sé afar órólegt enda ljóst að um viðamikla bilun sé að ræða sem muni taka langan tíma að greiða úr. 

Einnig verður rætt við formann flugumferðastjóra en fundur hófst í kjaradeilu þeirra og SA í Karphúsinu fyrir hádegi. Ef enginn árangur næst á þeim fundi stefnir að óbreyttu í röskun á flugi til og frá landinu á morgun. 

Að auki segjum við frá nýju samstarfsverkefni í gervigreind sem hleypt hefur verið af stokkunum. 

Í sportpakka dagsins verður síðan  fjallað um sögulegt mark sem íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason skoraði í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×