Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2025 23:17 Shohei Ohtani horfir á eftir boltanum sem hann sló upp í stúku og gerði einn áhorfanda að ríkum manni. Getty/Ronald Martinez Þú getur hagnast verulega á því að mæta á hafnaboltaleik í Bandaríkjunum. Miðinn kostar vissulega sitt en ef þú ert á rétta staðnum, á rétta leiknum og á réttum tíma þá getur lukkan leikið við þig. David Flores hefur verið mikill stuðningsmaður Los Angeles Dodgers alla ævi og hann var einmitt á réttum stað í mikilvægum sigri liðsins í úrslitakeppninni á dögunum. Flores greip boltann sem japanska hafnaboltastórstjarnan Shohei Ohtani sló upp í stúku og hljóp í framhaldinu í sína þriðju heimahöfn í leiknum. Ohtani átti þarna einn besta leik allra tíma því hann gerði líka frábæra hluti sem kastari. Dodgers vann leikinn og tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu. Þegar Ohtani sló í þriðja sinn upp í stúku í leiknum þá var Flores var tilbúinn. „Ég vissi að boltinn myndi skjótast af fólkinu fyrir framan mig,“ sagði David Flores við Yahoo Sports. Boltinn skoppaði, þaut upp í loftið og hann hélt á honum í báðum höndum þegar allur leikvangurinn fagnaði heimahlaupinu. „Ég var bara með Dodger-húfuna mína og klæddur í hálfgerðum felulitum. Það var kannski ástæðan fyrir því að ég náði honum,“ hló hann. Uppboðssérfræðingar segja að boltinn gæti selst fyrir þrjár milljónir dollara eða meira. Flores hefur þegar sagt að hann ætli að selja boltann. Þrjár milljónir Bandaríkjadala eru 369 milljónir íslenskra króna. „Síminn minn hringir stanslaust,“ sagði hann. „Þetta breytir lífinu mínu.“ View this post on Instagram A post shared by Fanatics Collect (@fanaticscollect) Hafnabolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira
David Flores hefur verið mikill stuðningsmaður Los Angeles Dodgers alla ævi og hann var einmitt á réttum stað í mikilvægum sigri liðsins í úrslitakeppninni á dögunum. Flores greip boltann sem japanska hafnaboltastórstjarnan Shohei Ohtani sló upp í stúku og hljóp í framhaldinu í sína þriðju heimahöfn í leiknum. Ohtani átti þarna einn besta leik allra tíma því hann gerði líka frábæra hluti sem kastari. Dodgers vann leikinn og tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu. Þegar Ohtani sló í þriðja sinn upp í stúku í leiknum þá var Flores var tilbúinn. „Ég vissi að boltinn myndi skjótast af fólkinu fyrir framan mig,“ sagði David Flores við Yahoo Sports. Boltinn skoppaði, þaut upp í loftið og hann hélt á honum í báðum höndum þegar allur leikvangurinn fagnaði heimahlaupinu. „Ég var bara með Dodger-húfuna mína og klæddur í hálfgerðum felulitum. Það var kannski ástæðan fyrir því að ég náði honum,“ hló hann. Uppboðssérfræðingar segja að boltinn gæti selst fyrir þrjár milljónir dollara eða meira. Flores hefur þegar sagt að hann ætli að selja boltann. Þrjár milljónir Bandaríkjadala eru 369 milljónir íslenskra króna. „Síminn minn hringir stanslaust,“ sagði hann. „Þetta breytir lífinu mínu.“ View this post on Instagram A post shared by Fanatics Collect (@fanaticscollect)
Hafnabolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira