Lífið

Plast­rörum um að kenna, ekki litlum typpum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Helga er glæsilegasta langamma landsins.
Helga er glæsilegasta langamma landsins. Vísir/Bjarni

Kona á áttræðisaldri sem hringir reglulega inn í Reykjavík síðdegis hefur vakið mikla athygli vegna símtals um kynfræðslu. Þar sagði hún fræðsluna ekki hafa verið nægilega góða þegar hún var yngri. Fréttastofa kíkti í heimsókn til konunnar.

Helga Haraldsdóttir er einn dyggasti hlustandi Bylgjunnar og hikar ekki við að hringja inn í þætti. Hafi hún eitthvað að segja um hlutina er hún ekki lengi að rífa upp tólið. 

„Þessar fáu hrukkur sem eru hérna, ég skal segja þér af hverju þær eru tilkomnar. Það er ekki af því að ég saug lítið typpi. Á tímabili drakk ég svo mikinn bjór og ég drakk með röri. Þetta er rörunum að kenna og ég er svo fegin að það er búið að banna þau,“ segir Helga glettin. 

Helga Haraldsdóttir er ein fyndnasta kona landsins.Vísir/Bjarni

Helga er með nokkur húðflúr og sýndi okkur eitt þeirra. Flúrið og svo margt, margt fleira má sjá í viðtalinu hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

„Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“

Kona á áttræðisaldri sem hringdi inn í símatíma á Bylgjunni í gær vakti heldur betur lukku þegar hún fór að ræða kynlíf, munnmök og áhrif þess að sjúga lítil typpi. Ekki er ljóst hvort um háþróaðan símahrekk er að ræða eða óvenju opinskáa eldri konu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.