Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 08:44 Langflestir svarenda telja að meira halli á konur í íslensku samfélagi en athylgi vekur að yngra fólk, bæði karlar og konur, eru langtum líklegri en fólk í öðrum aldurshópum til að finnast meira hallað á karla. Vísir/Vilhelm Segja má að þjóðin skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort fullu kynjajafnrétti hafi verið náð á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Gallup. Nær 47% svarenda segja jafnrétti milli karla og kvenna hafa verið náð en 44% telja svo ekki vera. Töluverður munur er á afstöðu kynjanna til þessa en þannig telja ríflega 60% karla að jafnrétti hafi verið náð en aðeins rúm 30% kvenna. Þá er yngra fólk og þau sem eru tekjuhærri líklegra til að finnast jafnrétti hafa verið náð. Í tilkynningu frá Gallup um könnunina kemur einnig fram að kjósendur Framsóknarflokksins og Miðflokksins eru helst sammála því að fullu jafnrétti kynjanna hafi verið náð öfugt við kjósendur Flokks fólksins sem eru ekki eins sannfærðir um að svo sé. Þeir sem segjast myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á Alþingi eru með svipað viðhorf til þessa og kjósendur Flokks fólksins, en 68% þeirra segjast ósammála því að jafnrétti hafi verið náð á meðan 82% kjósenda Framsóknar og Miðflokksins telja jafnrétti náð. Svona skiptust svörin þegar spurt var hvort fólk væri sammála eða ósammála því að það ríki fullt jafnrétti milli karla og kvenna í íslensku samfélagi.Gallup Spurt var einnig hvort svarendum þætti halla meira á karla eða konur þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi. Langflestir, eða 87% svarenda telja halla meira á konur en 13% segja halla meira á karla. Athygli vekur að hlutfall þeirra sem telja að meira halli á karla er hæst meðal fólks í aldurshópnum 18 til 29 ára af báðum kynjum. Þannig telja 36% karla og 37% kvenna undir þrítugu að það halli á karla, en í öllum öðrum aldurshópum er hlutfallið undir 20%, og í flestum tilfellum undir 10%. „Bæði karlar og konur sem eru ósammála því að fullu jafnrétti kynjanna sé náð telja mun frekar að það halli á konur en karla. Fleiri karlar en konur telja þó að það halli frekar á karla, eða 21% karla á móti 8% kvenna,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Svona dreifðust svörin þegar innt var eftir því hvort fólk telji halla meira á konur eða karla.Gallup Könnunin var gerð dagana 17. til 22. október og voru 1.688 í úrtaki en svarhlutfall var 43,4%. Jafnréttismál Skoðanakannanir Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu frá Gallup um könnunina kemur einnig fram að kjósendur Framsóknarflokksins og Miðflokksins eru helst sammála því að fullu jafnrétti kynjanna hafi verið náð öfugt við kjósendur Flokks fólksins sem eru ekki eins sannfærðir um að svo sé. Þeir sem segjast myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á Alþingi eru með svipað viðhorf til þessa og kjósendur Flokks fólksins, en 68% þeirra segjast ósammála því að jafnrétti hafi verið náð á meðan 82% kjósenda Framsóknar og Miðflokksins telja jafnrétti náð. Svona skiptust svörin þegar spurt var hvort fólk væri sammála eða ósammála því að það ríki fullt jafnrétti milli karla og kvenna í íslensku samfélagi.Gallup Spurt var einnig hvort svarendum þætti halla meira á karla eða konur þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi. Langflestir, eða 87% svarenda telja halla meira á konur en 13% segja halla meira á karla. Athygli vekur að hlutfall þeirra sem telja að meira halli á karla er hæst meðal fólks í aldurshópnum 18 til 29 ára af báðum kynjum. Þannig telja 36% karla og 37% kvenna undir þrítugu að það halli á karla, en í öllum öðrum aldurshópum er hlutfallið undir 20%, og í flestum tilfellum undir 10%. „Bæði karlar og konur sem eru ósammála því að fullu jafnrétti kynjanna sé náð telja mun frekar að það halli á konur en karla. Fleiri karlar en konur telja þó að það halli frekar á karla, eða 21% karla á móti 8% kvenna,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Svona dreifðust svörin þegar innt var eftir því hvort fólk telji halla meira á konur eða karla.Gallup Könnunin var gerð dagana 17. til 22. október og voru 1.688 í úrtaki en svarhlutfall var 43,4%.
Jafnréttismál Skoðanakannanir Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira