Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2025 10:08 Verkefnið hófst árið 2022 þegar InfoCapital ehf. keypti Hótel Blönduós og fleiri eignir í gamla bænum á Blönduósi. Drangar hf. og félag í eigu InfoCapital ehf. hafa undirritað samning um uppbyggingu verslunar og þjónustu á Blönduósi. Fyrirhugað er að opna lágvöruverslun og veitingaþjónustu ásamt eldsneytissölu, hraðhleðslu og bílaþvottastöð í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni en þar segir að að baki verkefninu liggi bæði skýrt ákall íbúa um aukna þjónustu við neytendur og vilji sveitarfélagsins til að skapa rými fyrir slíka þróun með skipulagi og samvinnu. „Samningurinn kemur í framhaldi af vinnu á vegum InfoCapital ehf., í samstarfi við sveitarstjórn Húnabyggðar, með það að markmiði að bæta verulega verslun og þjónustu á svæðinu. Yfir 700.000 bílar aka í gegnum Húnabyggð á ári hverju og mikill vilji er hjá þeim sem standa að verkefninu að bæta þjónustuupplifun þessara gesta sem og íbúa svæðisins,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðmundi Hauki Jakobssyni, forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar, að það sé óhætt að segja að þetta sé stærsta byggðarfestuverkefni svæðisins í seinni tíð. Nú munu íbúar svæðisins loksins sitja við sama borð og aðrir íbúar landsins hvað þetta varðar. „Þetta verður leikbreytir fyrir svæðið eins og sagt er og verkefninu mun fylgja mikil uppbygging.” segir Guðmundur Haukur. Frá kynningarfundi á Blönduósi. Lágvöruverslun, Orkustöð, veitingaþjónusta og Löður Fram kemur að verkefnið hafi hafist árið 2022 þegar InfoCapital ehf. hafi keypt Hótel Blönduós og fleiri eignir í gamla bænum á Blönduósi. „Heimafólk sá tækifæri til að bæta þjónustu og verslun á svæðinu og ákveðið var að kanna leiðir til þess. Að þeirri vinnu komu m.a. sveitarstjórnarfólk, sveitarstjóri, skipulagsfulltrúi, hönnuðir, starfsmenn InfoCapital o.fl. InfoCapital stofnaði þá fyrirtækið GB þróunarfélag ehf. utan um verkefnið og viðræður hófust við sveitarfélagið og aðra hagsmunaaðila um staðsetningu og skipulag svæðisins. Drangar hf. hafa nú keypt allt hlutafé í GB þróunarfélagi ehf. og mun leiða verkefnið áfram. Vonir standa til að skipulagsvinnu ljúki á næstu mánuðum og að framkvæmdir hefjist um mitt ár 2026. Verkefnið er stórt og umfangsmikið en fyrst er stefnt að opnun þjónustustöðvar Orkunnar og nýrri lágvöruverslun, þá veitingaþjónustu og að síðustu opnun bílaþvottastöðvar Löðurs.“ Hlakkar til Haft er eftir Auði Daníelsdóttur, forstjóra Dranga að félagið hlakki til að opna nýja þjónustustöð á Blönduósi og styðja þannig við uppbyggingu í Húnabyggð. „Við leitum stöðugt leiða til efla þjónustuna og þjónustunetið og koma betur á móts við þarfir viðskiptavina. Á Blönduósi mun Orkan mæta þörfum bílaeigenda fyrir eldsneyti og hraðhleðslu á rafmagni og eitt af félögum Dranga á neytendamarkaði mun innan skamms opna lágvöruverslun með fjölbreyttu vöruúrvali,” segir Auður. Reynir Grétarsson, Auður Daníelsdóttir og Pétur Arason. Ánægjuleg tilfinning Loks er haft eftir Reyni Grétarssyni, stjórnarformanni InfoCapital ehf, að með þessu sé ánægjulegt skref stigið fyrir heimafólk og gesti sem staldri við í Húnabyggð. „Það hafa verið forréttindi að fá að leiða þessa hópa saman og eiga Pétur sveitarstjóri og fleiri heimamenn stóran þátt í þessu, við erum þeim þakklátir fyrir það. Að baki liggur umtalsverð vinna, með það að markmiði að nota okkar tengsl og stöðu til að ná fram úrbótum fyrir íbúa þessa svæðis. Það er ánægjuleg tilfinning að sjá að þetta hafi tekist." segir Reynir Grétarsson. Drangar hf. er móðurfélag fyrirtækja á neytendamarkaði sem saman reka um 160 þjónustustöðvar víðsvegar um land allt. Sameinuð eru fyrirtækin öflugur valkostur fyrir neyendur á Íslandi en þeirra á meðal eru Samkaup, Prís, Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Lyfjaval, Orkan, Löður og fleiri. Húnabyggð Bensín og olía Verslun Tengdar fréttir Gamli bærinn á Blönduósi hefur tekið lygilegum breytingum Þeir sem fara um og skoða sig í gamla bænum á Blönduósi þekkja varla gamla bæinn lengur því það er búið að gera upp og endurbyggja svo mikið af húsum á staðnum. Kirkjunni hefur til dæmis verið breytt í glæsilega hótesvítu. 23. ágúst 2023 13:42 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni en þar segir að að baki verkefninu liggi bæði skýrt ákall íbúa um aukna þjónustu við neytendur og vilji sveitarfélagsins til að skapa rými fyrir slíka þróun með skipulagi og samvinnu. „Samningurinn kemur í framhaldi af vinnu á vegum InfoCapital ehf., í samstarfi við sveitarstjórn Húnabyggðar, með það að markmiði að bæta verulega verslun og þjónustu á svæðinu. Yfir 700.000 bílar aka í gegnum Húnabyggð á ári hverju og mikill vilji er hjá þeim sem standa að verkefninu að bæta þjónustuupplifun þessara gesta sem og íbúa svæðisins,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðmundi Hauki Jakobssyni, forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar, að það sé óhætt að segja að þetta sé stærsta byggðarfestuverkefni svæðisins í seinni tíð. Nú munu íbúar svæðisins loksins sitja við sama borð og aðrir íbúar landsins hvað þetta varðar. „Þetta verður leikbreytir fyrir svæðið eins og sagt er og verkefninu mun fylgja mikil uppbygging.” segir Guðmundur Haukur. Frá kynningarfundi á Blönduósi. Lágvöruverslun, Orkustöð, veitingaþjónusta og Löður Fram kemur að verkefnið hafi hafist árið 2022 þegar InfoCapital ehf. hafi keypt Hótel Blönduós og fleiri eignir í gamla bænum á Blönduósi. „Heimafólk sá tækifæri til að bæta þjónustu og verslun á svæðinu og ákveðið var að kanna leiðir til þess. Að þeirri vinnu komu m.a. sveitarstjórnarfólk, sveitarstjóri, skipulagsfulltrúi, hönnuðir, starfsmenn InfoCapital o.fl. InfoCapital stofnaði þá fyrirtækið GB þróunarfélag ehf. utan um verkefnið og viðræður hófust við sveitarfélagið og aðra hagsmunaaðila um staðsetningu og skipulag svæðisins. Drangar hf. hafa nú keypt allt hlutafé í GB þróunarfélagi ehf. og mun leiða verkefnið áfram. Vonir standa til að skipulagsvinnu ljúki á næstu mánuðum og að framkvæmdir hefjist um mitt ár 2026. Verkefnið er stórt og umfangsmikið en fyrst er stefnt að opnun þjónustustöðvar Orkunnar og nýrri lágvöruverslun, þá veitingaþjónustu og að síðustu opnun bílaþvottastöðvar Löðurs.“ Hlakkar til Haft er eftir Auði Daníelsdóttur, forstjóra Dranga að félagið hlakki til að opna nýja þjónustustöð á Blönduósi og styðja þannig við uppbyggingu í Húnabyggð. „Við leitum stöðugt leiða til efla þjónustuna og þjónustunetið og koma betur á móts við þarfir viðskiptavina. Á Blönduósi mun Orkan mæta þörfum bílaeigenda fyrir eldsneyti og hraðhleðslu á rafmagni og eitt af félögum Dranga á neytendamarkaði mun innan skamms opna lágvöruverslun með fjölbreyttu vöruúrvali,” segir Auður. Reynir Grétarsson, Auður Daníelsdóttir og Pétur Arason. Ánægjuleg tilfinning Loks er haft eftir Reyni Grétarssyni, stjórnarformanni InfoCapital ehf, að með þessu sé ánægjulegt skref stigið fyrir heimafólk og gesti sem staldri við í Húnabyggð. „Það hafa verið forréttindi að fá að leiða þessa hópa saman og eiga Pétur sveitarstjóri og fleiri heimamenn stóran þátt í þessu, við erum þeim þakklátir fyrir það. Að baki liggur umtalsverð vinna, með það að markmiði að nota okkar tengsl og stöðu til að ná fram úrbótum fyrir íbúa þessa svæðis. Það er ánægjuleg tilfinning að sjá að þetta hafi tekist." segir Reynir Grétarsson. Drangar hf. er móðurfélag fyrirtækja á neytendamarkaði sem saman reka um 160 þjónustustöðvar víðsvegar um land allt. Sameinuð eru fyrirtækin öflugur valkostur fyrir neyendur á Íslandi en þeirra á meðal eru Samkaup, Prís, Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Lyfjaval, Orkan, Löður og fleiri.
Húnabyggð Bensín og olía Verslun Tengdar fréttir Gamli bærinn á Blönduósi hefur tekið lygilegum breytingum Þeir sem fara um og skoða sig í gamla bænum á Blönduósi þekkja varla gamla bæinn lengur því það er búið að gera upp og endurbyggja svo mikið af húsum á staðnum. Kirkjunni hefur til dæmis verið breytt í glæsilega hótesvítu. 23. ágúst 2023 13:42 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Gamli bærinn á Blönduósi hefur tekið lygilegum breytingum Þeir sem fara um og skoða sig í gamla bænum á Blönduósi þekkja varla gamla bæinn lengur því það er búið að gera upp og endurbyggja svo mikið af húsum á staðnum. Kirkjunni hefur til dæmis verið breytt í glæsilega hótesvítu. 23. ágúst 2023 13:42