Lífið

Notaði á­kveðinn mat til að hjálpa í krabba­meins­með­ferðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elín læknaðist af brjóstakrabbameini og fór eftir öllum ráðum frá læknum.
Elín læknaðist af brjóstakrabbameini og fór eftir öllum ráðum frá læknum.

Elín notaði ákveðinn mat sem hjálp í krabbameinsmeðferðinni. Framkvæmdastjórinn og frumkvöðullinn Elín Kristín Guðmundsdóttir fékk brjóstakrabbamein árið 2018 og ákvað í framhaldi af því að breyta alveg um mataræði til þess að styrkja líkamann í krabbameins lyfjagjöfinni og geislameðferðinni.

Elín segir að það hafi hjálpað henni gríðarlega í allri meðferðinni og í dag er hún stálhraust og eldhress. Og í framhaldi af breyttu mataræði þar sem hún varð vegna, stofnaði hún vegan fyrirtæki sem hefur alveg slegið í gegn. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði málið á Sýn í gærkvöldi.

„Það er einhvern veginn þannig að krabbamein spyr ekki um aldur er fyrri störf,“ segir Elín og heldur áfram.

„Það geta allir greinst en það geta líka mjög margir læknast eins og ég. Þegar ég greinist 2018 finn ég fyrir fyrirferð í brjóstinu á mér. Ég ákveð að fara og láta kanna þetta uppá heilsugæslunni hjá mér. Þá var ég send áfram og í kjölfarið gripin strax.“

Hún segir að þarna hafi nýr kafli í hennar lífi hafist.

„Ég þurfti að fara í meðferð á þriggja vikna fresti í æð í heilt ár. Svo fór ég í aðgerð í í framhaldinu í fjörutíu geisla. Þetta var bara verkefni sem ég ákvað að takast á við með æðruleysinu og bjóða það pínku bara velkomið. Þá er maður ekki svona átökum, það fannst mér mikilvægt.“

Mikil ástríða fyrir mat

Eins og áður kemur fram breytti hún alfarið um mataræði í kjölfarið.

„Ég ákvað að fara nákvæmlega eftir því hvað læknar og hjúkrunarfólkið myndi leggja til með. Ég treysti þeim fyrir lækningunni minni, ég spurði spurninga og var opin fyrir því að skoða allskonar leiðir í ferlinu. Ég hef alltaf haft afskaplega mikla ástríðu fyrir mat og matargerð og hef alltaf lesið mig til um allskonar innihaldsefni og í raun eru allar mínar helstu uppskriftir í hausnum á mér. Ég ákveð þarna að fara algjörlega yfir í plöntumiðað mataræði.“

Elín segir að læknar erlendis séu farnir að styðja umrætt mataræði.

„Ég ákvað að hreinsa allt systemið og margir spurðu hvort þetta hafi ekki verið erfitt. Nei, hitt verkefnið var svo erfitt að ég varð að láta þetta gerast.“

Hér að neðan má sjá spjallið við Elínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.