Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Agnar Már Másson skrifar 24. október 2025 16:14 Þegar Adam Bauer fór að rannsaka skólp reyndist maðkur í mysunni. Sá maðkur var ketamín og kantínónar. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem neysla Íslendinga á ketamíni og svokölluðum „baðsöltum“ hafi aukist síðustu tvö ár á meðan dregið hefur úr ópíóíðaneyslu, samkvæmt mælingum á skólpi landsmanna. Sögur af Íslendingum er að finna víða, meðal annars í saurnum þeirra, en Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur hefur síðustu tvö ár rannsakað leifar af fíkniefnum sem finnast í skólpi landsmanna. Eftir að hafa varið síðustu tveimur árum í að safna gögnum um fimm tegundir ópíóíða í skólpi virðist ljóst að notkun þeirra stefni niður á við. En á sama tíma hefur notkun annarra efna aukist. Adam er réttarefnafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum.Vísir/Arnar „Við sjáum þar að ópíóðar trenda niður á við en aftur á móti eru önnur efni, eins og ketamín, á leiðinni upp,“ segir Adam í samtali við Vísi. Rannsókn Adams er hluti af doktorsverkefni hans auk þess sem heilbrigðisráðuneytið hefur áhuga á niðurstöðunum. Nýtt partídóp ryður sér til rúms „Svo er eitt og eitt nýtt efni sem lætur sjá sig af og til,“ bætir efnafræðingurinn við en hann á eftir að birta gögnin. Hann stefnir á að birta þau í lok árs. Dæmi um slíkt nýtt efni sem virðist hafa rutt sér til rúms er 4-CMC — kantínónar eða „baðsölt“ í daglegu tali — sem hann segir orðið algengara hér á landi síðasta árið. „Og við vitum að það er verið að selja það hérna,“ segir Adam um baðsöltin svokölluðu, „og fólk er að nota það í skemmtanalífinu.“ Baðsöltin eru örvandi lyf hverra áhrif eiga að líkjast amfetamíni, kókaíni og MDMA, að sögn Adams. Hvernig er þetta mælt? Adam segir að von bráðar verði niðurstöður samevrópskrar rannsóknar kynntar sem kannar notkun amfetamíns, metamfetamíns, THC, kókaíns og MDMA í Evrópu. Spurður hvort einhverjar sveiflur sé að finna þar kveðst hann ekki hafa kannað þau gögn. En hvað er nákvæmlega verið að mæla? Til að greina á milli þess hvort um raunverulegar inntöku sé að ræða eða hvort efnunum hafi verið sturtað niður mælir hann umbrotsefni í skólpinu. Til dæmis er efnið benzoylecgonine mælt sem er umbrotsefni kókaíns, í stað þess að mæla kókaínið sjálft. Fyrir mánaðarlegar mælingar er sýnum safnað á klukkutíma fresti í heila viku. Þannig fæst meðaltal yfir sjö daga á mánuði. Flest sýni eru tekin úr skólpi í fráveitunni í Klettagörðum, sem þjónar um 110 þúsund manna svæði. Adam segir að til að greina ný efni þurfi notkun þeirra að vera komin yfir ákveðinn þröskuld í samfélaginu vegna mikillar þynningar í skólpinu. Frekari niðurstaðna verður að vænta á næstu mánuðum, að sögn Adams, sem kveðst munu gefa út gögnin í vísindaritum. Fíkniefnabrot Lyf Fíkn Vísindi Háskólar Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira
Sögur af Íslendingum er að finna víða, meðal annars í saurnum þeirra, en Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur hefur síðustu tvö ár rannsakað leifar af fíkniefnum sem finnast í skólpi landsmanna. Eftir að hafa varið síðustu tveimur árum í að safna gögnum um fimm tegundir ópíóíða í skólpi virðist ljóst að notkun þeirra stefni niður á við. En á sama tíma hefur notkun annarra efna aukist. Adam er réttarefnafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum.Vísir/Arnar „Við sjáum þar að ópíóðar trenda niður á við en aftur á móti eru önnur efni, eins og ketamín, á leiðinni upp,“ segir Adam í samtali við Vísi. Rannsókn Adams er hluti af doktorsverkefni hans auk þess sem heilbrigðisráðuneytið hefur áhuga á niðurstöðunum. Nýtt partídóp ryður sér til rúms „Svo er eitt og eitt nýtt efni sem lætur sjá sig af og til,“ bætir efnafræðingurinn við en hann á eftir að birta gögnin. Hann stefnir á að birta þau í lok árs. Dæmi um slíkt nýtt efni sem virðist hafa rutt sér til rúms er 4-CMC — kantínónar eða „baðsölt“ í daglegu tali — sem hann segir orðið algengara hér á landi síðasta árið. „Og við vitum að það er verið að selja það hérna,“ segir Adam um baðsöltin svokölluðu, „og fólk er að nota það í skemmtanalífinu.“ Baðsöltin eru örvandi lyf hverra áhrif eiga að líkjast amfetamíni, kókaíni og MDMA, að sögn Adams. Hvernig er þetta mælt? Adam segir að von bráðar verði niðurstöður samevrópskrar rannsóknar kynntar sem kannar notkun amfetamíns, metamfetamíns, THC, kókaíns og MDMA í Evrópu. Spurður hvort einhverjar sveiflur sé að finna þar kveðst hann ekki hafa kannað þau gögn. En hvað er nákvæmlega verið að mæla? Til að greina á milli þess hvort um raunverulegar inntöku sé að ræða eða hvort efnunum hafi verið sturtað niður mælir hann umbrotsefni í skólpinu. Til dæmis er efnið benzoylecgonine mælt sem er umbrotsefni kókaíns, í stað þess að mæla kókaínið sjálft. Fyrir mánaðarlegar mælingar er sýnum safnað á klukkutíma fresti í heila viku. Þannig fæst meðaltal yfir sjö daga á mánuði. Flest sýni eru tekin úr skólpi í fráveitunni í Klettagörðum, sem þjónar um 110 þúsund manna svæði. Adam segir að til að greina ný efni þurfi notkun þeirra að vera komin yfir ákveðinn þröskuld í samfélaginu vegna mikillar þynningar í skólpinu. Frekari niðurstaðna verður að vænta á næstu mánuðum, að sögn Adams, sem kveðst munu gefa út gögnin í vísindaritum.
Fíkniefnabrot Lyf Fíkn Vísindi Háskólar Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira