„Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. október 2025 10:00 Birta var valin besti leikmaður Bestu deildarinnar 2025 en ekki valin í landsliðið. vísir / ívar Birta Georgsdóttir, hrósar þjálfara sínum Nik Chamberlain í hástert eftir að hafa verið valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna í sumar og vonar að Breiðablik ráði almennilegan þjálfara aftur þegar hann hættir í næsta mánuði. Hún tók því ekki jafn illa og hann að vera ekki valin í landsliðið. Birta blómstraði í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks í sumar og eftir lokaumferðina um síðustu helgi var hún kölluð upp á svið til að taka við verðlaunum, sem besti leikmaður tímabilsins. Þrátt fyrir átján mörk og átta stoðsendingar kom niðurstaðan úr kosningunni henni á óvart. „Já klárlega, ég bjóst ekki neitt við þessu og þegar topp fimm voru tilnefndar hugsaði ég með mér að ég ætti ekki séns í þetta, því það eru svo margar góðar. Maður vissi ekki neitt fyrr en úti á velli eftir leikinn og það kom mér virkilega á óvart, ég var ótrúlega meyr og þakklát“ sagði Birta í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Eftir að hafa séð erkifjendurna í Val vinna titilinn þrjú ár í röð réði Breiðablik Nik Chamberlain til starfa, sem hefur skilað tveimur Íslandsmeistaratitlum og einum bikarmeistaratitli. Birta segir hann hafa gjörbreytt leikstíl liðsins. „Markmiðið var skýrt og hann gerir það sem hann gerir mjög vel, með geggjað teymi í kringum sig líka. Það hafa verið endalausir fundir og endalausar æfingar, þið mynduð ekki skilja það held ég. Hann er bara ótrúlegur.“ Virðir ákvörðun landsliðsþjálfarans Nik er sömuleiðis hrifinn af henni og furðaði sig, eins og fleiri, á því að Birta hafi ekki verið valin í íslenska landsliðshópinn sem mætir nú Norður-Írlandi í tveimur umspilsleikjum. Sú Besta í bestu deildinni, var því ekki valin en sú efnilegasta í Bestu deildinni, hin sautján ára gamla Thelma Karen Pálmadóttir fékk kallið. „Ég var ekkert að búast við þessu og var mjög tjilluð. Steini [Þorsteinn Halldórsson] velur bara þann hóp sem hann treystir best og maður verður bara að virða það. Ég gerði mitt besta í sumar og held að ég geti ekki gert mikið meira en það. Thelma Karen er búin að eiga frábært tímabil og það verður ekki tekið af henni. Hún er ung og efnileg, það verður bara spennandi að sjá hvernig hún kemur inn í þetta.“ Vonar að Breiðablik haldi sama „standard“ Birta á eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik og segist ekki vera með tilboð frá erlendu liði í höndunum. Verði hún áfram hjá liðinu á næsta ári verður það undir stjórn nýs þjálfara, því Nik Chamberlain hættir störfum eftir Evrópubikarleiki Breiðabliks í nóvember. Birta vill sjá almennilegan þjálfara ráðinn í stað Nik Chamberlain. vísir/Viktor Freyr „Maður vonar náttúrulega bara að Breiðablik haldi sama standard og fái einhvern almennilegan inn í þetta. Og að sami leikmannakjarni haldist, þó einhverjar fari örugglega, enda frábært tímabil hjá liðinu þannig að margar geta farið út. En já þegar nýr þjálfari kemur inn með nýjar áherslur er bara vonandi að sami standard haldist og sami kjarni.“ Stefnan líklegast sett til Ítalíu Þegar talið er fært lengra til framtíðar segir Birta stefnuna setta til Ítalíu, þar sem kærasti hennar, landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson spilar. „Já klárlega og ég hef alveg verið að skoða það. Á endanum mun ég örugglega flytja til hans, en það verður bara að koma í ljós hvað ég geri. Ég veit það ekki einu sinni sjálf.“ View this post on Instagram A post shared by Birta Georgsdóttir (@birtageorgs) Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Birta blómstraði í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks í sumar og eftir lokaumferðina um síðustu helgi var hún kölluð upp á svið til að taka við verðlaunum, sem besti leikmaður tímabilsins. Þrátt fyrir átján mörk og átta stoðsendingar kom niðurstaðan úr kosningunni henni á óvart. „Já klárlega, ég bjóst ekki neitt við þessu og þegar topp fimm voru tilnefndar hugsaði ég með mér að ég ætti ekki séns í þetta, því það eru svo margar góðar. Maður vissi ekki neitt fyrr en úti á velli eftir leikinn og það kom mér virkilega á óvart, ég var ótrúlega meyr og þakklát“ sagði Birta í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Eftir að hafa séð erkifjendurna í Val vinna titilinn þrjú ár í röð réði Breiðablik Nik Chamberlain til starfa, sem hefur skilað tveimur Íslandsmeistaratitlum og einum bikarmeistaratitli. Birta segir hann hafa gjörbreytt leikstíl liðsins. „Markmiðið var skýrt og hann gerir það sem hann gerir mjög vel, með geggjað teymi í kringum sig líka. Það hafa verið endalausir fundir og endalausar æfingar, þið mynduð ekki skilja það held ég. Hann er bara ótrúlegur.“ Virðir ákvörðun landsliðsþjálfarans Nik er sömuleiðis hrifinn af henni og furðaði sig, eins og fleiri, á því að Birta hafi ekki verið valin í íslenska landsliðshópinn sem mætir nú Norður-Írlandi í tveimur umspilsleikjum. Sú Besta í bestu deildinni, var því ekki valin en sú efnilegasta í Bestu deildinni, hin sautján ára gamla Thelma Karen Pálmadóttir fékk kallið. „Ég var ekkert að búast við þessu og var mjög tjilluð. Steini [Þorsteinn Halldórsson] velur bara þann hóp sem hann treystir best og maður verður bara að virða það. Ég gerði mitt besta í sumar og held að ég geti ekki gert mikið meira en það. Thelma Karen er búin að eiga frábært tímabil og það verður ekki tekið af henni. Hún er ung og efnileg, það verður bara spennandi að sjá hvernig hún kemur inn í þetta.“ Vonar að Breiðablik haldi sama „standard“ Birta á eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik og segist ekki vera með tilboð frá erlendu liði í höndunum. Verði hún áfram hjá liðinu á næsta ári verður það undir stjórn nýs þjálfara, því Nik Chamberlain hættir störfum eftir Evrópubikarleiki Breiðabliks í nóvember. Birta vill sjá almennilegan þjálfara ráðinn í stað Nik Chamberlain. vísir/Viktor Freyr „Maður vonar náttúrulega bara að Breiðablik haldi sama standard og fái einhvern almennilegan inn í þetta. Og að sami leikmannakjarni haldist, þó einhverjar fari örugglega, enda frábært tímabil hjá liðinu þannig að margar geta farið út. En já þegar nýr þjálfari kemur inn með nýjar áherslur er bara vonandi að sami standard haldist og sami kjarni.“ Stefnan líklegast sett til Ítalíu Þegar talið er fært lengra til framtíðar segir Birta stefnuna setta til Ítalíu, þar sem kærasti hennar, landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson spilar. „Já klárlega og ég hef alveg verið að skoða það. Á endanum mun ég örugglega flytja til hans, en það verður bara að koma í ljós hvað ég geri. Ég veit það ekki einu sinni sjálf.“ View this post on Instagram A post shared by Birta Georgsdóttir (@birtageorgs)
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira