Innlent

Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots

Agnar Már Másson skrifar
Maður lét lífið eftir að hafa orðið fyrir voðaskoti úr haglabyssu á föstudagskvöld.
Maður lét lífið eftir að hafa orðið fyrir voðaskoti úr haglabyssu á föstudagskvöld.

Maðurinn sem lést vegna voðaskots í uppsveitum Árnessýslu á föstudagskvöld hét Óðinn Másson. Hann var 52 ára og búsettur í Mosfellsbæ.

Greint var frá því í gær að maður hefði látið lífið eftir að hafa orðið fyrir voðaskoti úr haglabyssu á föstudagskvöld. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan greinir frá nafni Óðins í færslu á Facebook.

Óðinn lætur eftir sig eiginkonu, þrjú börn og tvö barnabörn. Hann var húsasmíðameistari og eigandi byggingarfyrirtækisins Alsmíði.

Lögregla skrifar á Facebook að rannsókn málsins miði vel en frekari upplýsingar verði ekki gefnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×