Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2025 08:50 Mugison er nýlega fluttur í Mosfellsbæ þar sem hann og fjölskylda hans eru að gera upp gamalt sumarbústaðaland. Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison segir fátt verra fyrir listamenn en að verða góðir með sig og byrja að taka sig hátíðlega. Mugison, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist innilega þakklátur fyrir að vinna við það sem hann elskar að gera og segir að lykillinn að því hafi verið að læra aftur að finna leikinn og gleðina og hætta að taka hlutina alvarlega. „Maður byrjar fyrst og þá er þetta allt leikur og skemmtilegt. Maður er ungur og sér bara möguleika í öllu. En svo þegar ytri athygli byrjar að koma til manns geta hlutirnir breyst hratt. Ég man fyrst þegar ég var byrjaður að túra um allt, fara til Japan og fleiri staða og kominn djúpt inn í raftónlistarsenuna, hvað þetta varð allt skemmtilegt. En svo var ég búinn að vinna slatta af verðlaunum, ekki orðinn þrítugur og fólk farið að stoppa mann og segja: „Blessaður meistari“ og eitthvað í þeim dúr. Það fór að kitla egóið og ég fór að taka sjálfan mig alvarlega og halda að ég væri orðinn merkilegur. Maður fyllist þeirri hugmynd að maður sé orðinn eitthvað og það drepur alla sköpun og gerir hlutina bara leiðinlega. Það kom tímabil þar sem þetta var ekki leikur lengur og ég var orðinn upptekinn af því að ég yrði að gera eitthvað rosalegt lag næst. Það var orðin byrði og þetta var allt orðið mjög alvarlegt og mikil togstreita. Það var ekki fyrr en ég fattaði aftur að ég ætti að leika mér sem hlutirnir fóru að vinna með mér. Ein besta mantra sem ég hef átt er að ákveða stundum að gera lélegt lag eða grínlag bara til þess að taka alla pressu í burtu. Þetta þarf að vera leikur.“ Naut ávaxta af því að taka sig ekki of hátíðlega Mugison átti heldur betur eftir að njóta ávaxtanna af því að hætta að taka sig hátíðlega. Platan Haglél sem kom út árið 2011 naut gríðarlegra vinsælda og seldist í yfir 30 þúsund eintökum sem var besta sala íslenskrar plötu í áratugi. „Ég hafði fram til ársins 2010 verið mest á túrum erlendis, en ákvað svo að gefa mér möguleika á að eiga tækifæri á að taka hring hérna heima annað slagið. En svo sló platan bara svo rosalega í gegn að ég hætti eiginlega bara að fara til útlanda og var bara heima eftir það.” Fjárfesti í fartölvu og hljóðkorti Það varð stór breyting í lífi Mugisons eftir að hann sá viðtal við Björk í þættinum Rokkland þar sem hún spáði því að í framtíðinni yrði öll músík gerð á „laptop“. Árið 2003 notaði Mugison allt námslánið sitt til að fjárfesta í fartölvu og hljóðkorti, sem síðar varð til þess að platan Lonely Mountain varð til. „Ég fékk borgað frá LÍN og það fór allt í hljóðkortið, svo að ég þurfti næsta hálfa árið að fara á milli sófa hjá bekkjarfélögum til að eiga stað til að sofa á. Ég tók upp fyrstu plötuna á þessum tíma, bara þar sem ég var hverju sinni, Oftast á einhverjum sófa. Það var svo upp frá þessu sem ég fór til Ísafjarðar. Ég var alltaf á nýjum stað þegar pabbi heyrði í mér og hann hélt að ég væri í algjöru rugli. Þannig að hann splæsti í flugmiða fyrir mig heim og alla leið vestur af því að hann var nýfluttur þangað. Þá fannst mér ég eiginlega að vera að koma þangað í fyrsta sinn. Ég ætlaði bara að vera þar í tvo mánuði að klára lokaritgerðina mína, en svo kynntist ég Rúnu eiginkonu minni og þessir tveir mánuðir urðu að tuttugu árum. En það er sem sagt logið upp á Ísfirðinga að ég sé þaðan. Ég er í dag stoltur Ísfirðingur, en er samt aðkomumaður,” segir Mugison. Gera upp sumarbústaðaland í Mosó Hann er nýlega fluttur í Mosfellsbæ þar sem hann og fjölskylda hans eru að gera upp gamalt sumarbústaðaland. Hann kann vel við sig aðeins fyrir utan Reykjavík og segir tímann á Vestfjörðum hafa verið yndislegan. „Við vorum mjög lengi á Súðavík, þar sem búa 120 manns og það eru alltaf allir til í spjallið og það er miklu hægara yfir öllu. Hver bær hefur sitt tempó, en ég fann það þegar við fluttum til Reykjavíkur við hjónin árið 2011 hvað hraðinn var mikill. Að koma í borgina með tvo krakka og búa í Vesturbænum og vera að skutla á sitt hvorn staðinn krökkunum, konan í vinnu og ég í skóla. Maður var orðinn eins og maður væri sendill í vinnu hjá sjálfum sér. Það bjó til togstreitu og meiri keyrslu og aðeins of marga kaffibolla. Við ákváðum fljótlega að fara aftur vestur, af því að þar eru ákveðin lífsgæði sem þú finnur ekki í borginni. Húsið aldrei læst, börnin geta bara gengið á milli húsa og allt annað flæði í gangi. Þú ert laus við taugaáfallið við að vera að skutla á næstu fótboltaæfingu.” Hægt er að nálgast viðtalið við Mugison og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Ísafjarðarbær Ástin og lífið Tónlist Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Sjá meira
Mugison, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist innilega þakklátur fyrir að vinna við það sem hann elskar að gera og segir að lykillinn að því hafi verið að læra aftur að finna leikinn og gleðina og hætta að taka hlutina alvarlega. „Maður byrjar fyrst og þá er þetta allt leikur og skemmtilegt. Maður er ungur og sér bara möguleika í öllu. En svo þegar ytri athygli byrjar að koma til manns geta hlutirnir breyst hratt. Ég man fyrst þegar ég var byrjaður að túra um allt, fara til Japan og fleiri staða og kominn djúpt inn í raftónlistarsenuna, hvað þetta varð allt skemmtilegt. En svo var ég búinn að vinna slatta af verðlaunum, ekki orðinn þrítugur og fólk farið að stoppa mann og segja: „Blessaður meistari“ og eitthvað í þeim dúr. Það fór að kitla egóið og ég fór að taka sjálfan mig alvarlega og halda að ég væri orðinn merkilegur. Maður fyllist þeirri hugmynd að maður sé orðinn eitthvað og það drepur alla sköpun og gerir hlutina bara leiðinlega. Það kom tímabil þar sem þetta var ekki leikur lengur og ég var orðinn upptekinn af því að ég yrði að gera eitthvað rosalegt lag næst. Það var orðin byrði og þetta var allt orðið mjög alvarlegt og mikil togstreita. Það var ekki fyrr en ég fattaði aftur að ég ætti að leika mér sem hlutirnir fóru að vinna með mér. Ein besta mantra sem ég hef átt er að ákveða stundum að gera lélegt lag eða grínlag bara til þess að taka alla pressu í burtu. Þetta þarf að vera leikur.“ Naut ávaxta af því að taka sig ekki of hátíðlega Mugison átti heldur betur eftir að njóta ávaxtanna af því að hætta að taka sig hátíðlega. Platan Haglél sem kom út árið 2011 naut gríðarlegra vinsælda og seldist í yfir 30 þúsund eintökum sem var besta sala íslenskrar plötu í áratugi. „Ég hafði fram til ársins 2010 verið mest á túrum erlendis, en ákvað svo að gefa mér möguleika á að eiga tækifæri á að taka hring hérna heima annað slagið. En svo sló platan bara svo rosalega í gegn að ég hætti eiginlega bara að fara til útlanda og var bara heima eftir það.” Fjárfesti í fartölvu og hljóðkorti Það varð stór breyting í lífi Mugisons eftir að hann sá viðtal við Björk í þættinum Rokkland þar sem hún spáði því að í framtíðinni yrði öll músík gerð á „laptop“. Árið 2003 notaði Mugison allt námslánið sitt til að fjárfesta í fartölvu og hljóðkorti, sem síðar varð til þess að platan Lonely Mountain varð til. „Ég fékk borgað frá LÍN og það fór allt í hljóðkortið, svo að ég þurfti næsta hálfa árið að fara á milli sófa hjá bekkjarfélögum til að eiga stað til að sofa á. Ég tók upp fyrstu plötuna á þessum tíma, bara þar sem ég var hverju sinni, Oftast á einhverjum sófa. Það var svo upp frá þessu sem ég fór til Ísafjarðar. Ég var alltaf á nýjum stað þegar pabbi heyrði í mér og hann hélt að ég væri í algjöru rugli. Þannig að hann splæsti í flugmiða fyrir mig heim og alla leið vestur af því að hann var nýfluttur þangað. Þá fannst mér ég eiginlega að vera að koma þangað í fyrsta sinn. Ég ætlaði bara að vera þar í tvo mánuði að klára lokaritgerðina mína, en svo kynntist ég Rúnu eiginkonu minni og þessir tveir mánuðir urðu að tuttugu árum. En það er sem sagt logið upp á Ísfirðinga að ég sé þaðan. Ég er í dag stoltur Ísfirðingur, en er samt aðkomumaður,” segir Mugison. Gera upp sumarbústaðaland í Mosó Hann er nýlega fluttur í Mosfellsbæ þar sem hann og fjölskylda hans eru að gera upp gamalt sumarbústaðaland. Hann kann vel við sig aðeins fyrir utan Reykjavík og segir tímann á Vestfjörðum hafa verið yndislegan. „Við vorum mjög lengi á Súðavík, þar sem búa 120 manns og það eru alltaf allir til í spjallið og það er miklu hægara yfir öllu. Hver bær hefur sitt tempó, en ég fann það þegar við fluttum til Reykjavíkur við hjónin árið 2011 hvað hraðinn var mikill. Að koma í borgina með tvo krakka og búa í Vesturbænum og vera að skutla á sitt hvorn staðinn krökkunum, konan í vinnu og ég í skóla. Maður var orðinn eins og maður væri sendill í vinnu hjá sjálfum sér. Það bjó til togstreitu og meiri keyrslu og aðeins of marga kaffibolla. Við ákváðum fljótlega að fara aftur vestur, af því að þar eru ákveðin lífsgæði sem þú finnur ekki í borginni. Húsið aldrei læst, börnin geta bara gengið á milli húsa og allt annað flæði í gangi. Þú ert laus við taugaáfallið við að vera að skutla á næstu fótboltaæfingu.” Hægt er að nálgast viðtalið við Mugison og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Ísafjarðarbær Ástin og lífið Tónlist Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Sjá meira