Veður

Gular við­varanir vegna snjókomunnar suðvestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Veðrið getur valdið samgöngutruflunum til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum.
Veðrið getur valdið samgöngutruflunum til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna snjókomunnar sem von er á suðvestantil á landinu á morgun.

Viðvaranirnar ná yfir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland og taka þær gildi klukkan 18 á morgun og gilda til hádegis á miðvikudag.

Líkur eru talsverðri eða mikilli snjókomu eða slyddu og má reikna með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum vestantil.

Veðrið getur valdið samgöngutruflunum til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum.

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sagði í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að íbúar á höfuðborgarsvæðinu gætu þurft að moka sig út úr innkeyrslum á þriðjudaginn. Útlit sé fyrir einhverja mestu októbersnjókomu sem sögur fara af, reynist reikningarnir réttir.


Tengdar fréttir

Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti

Löng röð er að Gúmmívinnustofunni í Skipholti til að komast í dekkjaskipti. Norbert, starfsmaður verkstæðisins, segir líklega um þriggja klukkustunda bið. Hann segir mjög mikið hafa verið að gera í síðustu viku en ekki eins og í dag.

Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfi hugsanlega að moka sig út úr innkeyrslum á þriðjudaginn. Útlit sé fyrir einhverja mestu októbersnjókomu sem sögur fara af, reynist reikningarnir réttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×