Innlent

Al­ger ó­vissa í lána­málum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
hádegisfréttir

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er hættur að veita fasteignalán á breytilegum vöxtum. Framkvæmdastjóri sjóðsins telur hættu á að vextir muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Ófremdarástandi er lýst af starfsmönnum Ríkisendurskoðunar vegna framkomu yfirmanns stofnunarinnar. Þrír af fimm sviðsstjórum hafa verið í veikindaleyfi síðan í vor. 

Neytendasamtökin sendu inn ábendingu til samkeppnisyfirvalda vegna fyrirtækjanna Terra og Kubbs vegna gruns um samráð. Formaður samtakanna lítur málið grafalvarlegum augum.

Von er á mikilli snjókomu á suðvestanverðu landinu á morgun og er gul viðvörun í gildi. Langar raðir mynduðust á dekkjaverkstæðum í morgun á höfuðborgarsvæðinu og man eigandi eins slíks ekki eftir öðru eins ástandi.

Bestu deild karla lauk með hvelli í gær þegar Breiðablik lagði Stjörnuna í æsispennandi leik.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×