Mildari spá í kortunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. október 2025 17:17 Þeir sem koma til með að aka um Hellsiheiði og í Þrengslunum á morgun ættu að hafa varann á. Útlit er fyrir mildara veðri á morgun en spáð var fyrir í gær að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Gular veðurviðvaranir hafa samt sem áður verið gefnar út þar sem varað er við versnandi akstursskilyrðum. „Nú er útlit fyrir aðeins öðruvísi spá miðað við hvernig þetta leit út í gær. Þetta eru frekar óvenjulegar aðstæður hjá okkur, við erum með þennan kalda loftmassa yfir tiltölulega hlýju hafi. Þá myndast til dæmis eins og núna smálægðir og það hefur verið óvissa um hvenær og þá hvar skil lægðarinnar, og þar af leiðandi úrkomusvæði lægðarinnar, muni ganga inn á land,“ segir Hera Guðlaugsdóttir sem ræddi veðurspánna í Reykjavík síðdegis í dag. „Það hefur líka verið óvissa um úrkomutegundina en eins og þetta lítur út núna samkvæmt nýjustu líkanakeyrslum hjá okkur þá virðist hún ætla að ganga á land annað kvöld, fyrst vestanlands, það er að segja á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hún er ekkert að ganga yfir höfuðborgarsvæðið fyrr en aðfaranótt miðvikudagsins og ákefðin er ekki eins mikil og hún leit út í fyrstu.“ Í kvöldfréttum Sýnar í gær sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur að fólk þyrfti jafnvel að moka sig út úr innkeyrslum á þriðjudaginn. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa tekið orðum hans alvarlega þar sem gríðarlangar raðir hafa myndast fyrir utan dekkjaverkstæði borgarinnar af óþreyjufullum ökumönnum sem vilja skipta um dekk. Hera segir að ekki sé búist við eins mikilli úrkomu og útlit var fyrir í gær. „Þá leit hún út fyrir að vera talsvert meiri en hún lítur út fyrir núna. Óvissan er ennþá talsverð þannig að við gáfum út gula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa, höfuðborgarsvæðið og Suðurland og þær taka gildi klukkan sex annað kvöld.“ Á heimasíðu Veðurstofu Íslands segir að á þessum svæðum séu líkur á snjókomu eða slyddu, staðbundin talsverð eða mikil úrkoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Á Suðurlandi getur úrkoman valdið samgöngutruflunum til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum. Á höfuðborgarsvæðinu gæti þá frekar verið um slyddu að ræða í stað snjókomu. „Samkvæmt þessum skýrslum sem við erum að skoða núna þá lítur það út fyrir að skella á höfuðborgarsvæðið aðfaranótt miðvikudagsins, mögulega fyrr á Vesturland og Snæfellsnes,“ segir Hera. Hún segir starfsfólk Veðurstofunnar auðvitað fylgjast með nýjustu vendingum og uppfæra veðurviðvaranir í samræmi við það. Veður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Sjá meira
„Nú er útlit fyrir aðeins öðruvísi spá miðað við hvernig þetta leit út í gær. Þetta eru frekar óvenjulegar aðstæður hjá okkur, við erum með þennan kalda loftmassa yfir tiltölulega hlýju hafi. Þá myndast til dæmis eins og núna smálægðir og það hefur verið óvissa um hvenær og þá hvar skil lægðarinnar, og þar af leiðandi úrkomusvæði lægðarinnar, muni ganga inn á land,“ segir Hera Guðlaugsdóttir sem ræddi veðurspánna í Reykjavík síðdegis í dag. „Það hefur líka verið óvissa um úrkomutegundina en eins og þetta lítur út núna samkvæmt nýjustu líkanakeyrslum hjá okkur þá virðist hún ætla að ganga á land annað kvöld, fyrst vestanlands, það er að segja á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hún er ekkert að ganga yfir höfuðborgarsvæðið fyrr en aðfaranótt miðvikudagsins og ákefðin er ekki eins mikil og hún leit út í fyrstu.“ Í kvöldfréttum Sýnar í gær sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur að fólk þyrfti jafnvel að moka sig út úr innkeyrslum á þriðjudaginn. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa tekið orðum hans alvarlega þar sem gríðarlangar raðir hafa myndast fyrir utan dekkjaverkstæði borgarinnar af óþreyjufullum ökumönnum sem vilja skipta um dekk. Hera segir að ekki sé búist við eins mikilli úrkomu og útlit var fyrir í gær. „Þá leit hún út fyrir að vera talsvert meiri en hún lítur út fyrir núna. Óvissan er ennþá talsverð þannig að við gáfum út gula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa, höfuðborgarsvæðið og Suðurland og þær taka gildi klukkan sex annað kvöld.“ Á heimasíðu Veðurstofu Íslands segir að á þessum svæðum séu líkur á snjókomu eða slyddu, staðbundin talsverð eða mikil úrkoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Á Suðurlandi getur úrkoman valdið samgöngutruflunum til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum. Á höfuðborgarsvæðinu gæti þá frekar verið um slyddu að ræða í stað snjókomu. „Samkvæmt þessum skýrslum sem við erum að skoða núna þá lítur það út fyrir að skella á höfuðborgarsvæðið aðfaranótt miðvikudagsins, mögulega fyrr á Vesturland og Snæfellsnes,“ segir Hera. Hún segir starfsfólk Veðurstofunnar auðvitað fylgjast með nýjustu vendingum og uppfæra veðurviðvaranir í samræmi við það.
Veður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Sjá meira