Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar 28. október 2025 18:00 Í grein Evu Sóleyjar Kristjánsdóttur, „Líf eftir afplánun – þegar frelsið reynist flóknara en fangelsið“, er bent á mikilvægt málefni sem á erindi við okkur öll. Hún hefur rétt fyrir sér. Margir sem ljúka afplánun standa frammi fyrir tómarúmi – án heimilis, án vinnu og án raunverulegs stuðnings.Frelsi án tengsla, trúar og tækifæra getur reynst flóknara en fangelsið sjálft. Það sem margir vita þó ekki, er að lausnirnar eru þegar til staðar – og þær virka. Bati,brú milli refsikerfis og samfélags Undir merkjum Góðgerðafélagsins Bata starfa bæði Batahús karla og kvenna, auk Bata Akademíunnar. Þessi úrræði mynda heildstæða leið frá refsingu til bata og samfélagsþátttöku, þar sem bæði karlar og konur fá raunverulegt tækifæri til að byggja líf sitt upp að nýju. Við vinnum náið með Krýsuvík, Sollusjóði og Bata Akademíunni, sem saman mynda lifandi hringrás bata. Sollusjóður veitir íbúum okkar aðgang að sálfræðimeðferð, fíkniráðgjöf, áfallameðferð, tannlækningum, sjúkraþjálfun og námi, meðan Krýsuvík stendur ávallt tilbúin ef einstaklingur þarf frekara meðferðarúrræði. Þannig tryggjum við að enginn sé einn í ferlinu – sama á hvaða stigi batans hann er. Batahúsin – raunverulegur árangur Frá opnun Batahúss kvenna hafa 13 konur hafið nýtt líf í húsinu og 11 þeirra eru enn í bata. Margar eru í vinnu eða námi, sumar hafa endurheimt tengsl við fjölskyldu og allar eru á leið til sjálfstæðis. Svipaða sögu er að finna í Batahúsi karla, þar sem svipaðar áherslur og gildi eru höfð að leiðarljósi. Þetta eru lítil en öflug úrræði þar sem traust, ábyrgð og samfélag mynda grunn að bata. Í daglegu starfi leggjum við áherslu á hreyfingu, menningu og tengingu, en líka á innri vinnu og andlegan styrk. Bata Akademían er mikilvægur hluti af því starfi. Á meðan fólk dvelur í Batahúsum tekur það þátt í öndunarvinnu, svett-seremóníum, hugleiðslu og jafningjastarfi, sem stuðlar að sjálfsþekkingu og innri ró. Þessi þáttur heldur áfram eftir að þau flytja út – og margir halda áfram að taka þátt í starfinu sem jafningjar og leiðbeinendur. Sum þeirra fara svo aftur inn í fangelsin til að leiða þetta starf fyrir aðra – og þannig verður bati að hringrás þar sem reynslan sjálf verður að lærdómi fyrir næstu kynslóð. Frelsi eitt og sér dugar ekki Það er rétt hjá Evu Sóleyju: frelsi eitt og sér er brothætt. Til að það verði raunverulegt þarf húsnæði, ráðgjöf, tengsl og samfélag sem trúir á manneskjuna. Batahúsin hafa sýnt að endurhæfing virkar þegar manneskjuleg nálgun, ábyrgð og faglegur stuðningur fara saman. Þetta er ekki hugmyndafræði – þetta er veruleiki sem við sjáum daglega. Tími til að stækka úrræðin Árangurinn er óumdeildur, en eftirspurnin er mikil. Við fáum reglulega beiðnir frá konum og körlum sem eru tilbúnir í nýtt upphaf en engin pláss eru laus. Nú er kominn tími til að stækka úrræðin, svo fleiri fái tækifæri til að hefja líf eftir afplánun með raunverulegum stuðningi. Við í Bati erum þegar farin að vinna að því – og við vonum að stjórnvöld og samfélagið allt standi með okkur í þeirri vegferð. Líf eftir afplánun er til. Og þegar frelsinu fylgir stuðningur, virðing og tækifæri – þá verður það raunverulegt. Höfundur er forstöðukona Batahúss kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein Evu Sóleyjar Kristjánsdóttur, „Líf eftir afplánun – þegar frelsið reynist flóknara en fangelsið“, er bent á mikilvægt málefni sem á erindi við okkur öll. Hún hefur rétt fyrir sér. Margir sem ljúka afplánun standa frammi fyrir tómarúmi – án heimilis, án vinnu og án raunverulegs stuðnings.Frelsi án tengsla, trúar og tækifæra getur reynst flóknara en fangelsið sjálft. Það sem margir vita þó ekki, er að lausnirnar eru þegar til staðar – og þær virka. Bati,brú milli refsikerfis og samfélags Undir merkjum Góðgerðafélagsins Bata starfa bæði Batahús karla og kvenna, auk Bata Akademíunnar. Þessi úrræði mynda heildstæða leið frá refsingu til bata og samfélagsþátttöku, þar sem bæði karlar og konur fá raunverulegt tækifæri til að byggja líf sitt upp að nýju. Við vinnum náið með Krýsuvík, Sollusjóði og Bata Akademíunni, sem saman mynda lifandi hringrás bata. Sollusjóður veitir íbúum okkar aðgang að sálfræðimeðferð, fíkniráðgjöf, áfallameðferð, tannlækningum, sjúkraþjálfun og námi, meðan Krýsuvík stendur ávallt tilbúin ef einstaklingur þarf frekara meðferðarúrræði. Þannig tryggjum við að enginn sé einn í ferlinu – sama á hvaða stigi batans hann er. Batahúsin – raunverulegur árangur Frá opnun Batahúss kvenna hafa 13 konur hafið nýtt líf í húsinu og 11 þeirra eru enn í bata. Margar eru í vinnu eða námi, sumar hafa endurheimt tengsl við fjölskyldu og allar eru á leið til sjálfstæðis. Svipaða sögu er að finna í Batahúsi karla, þar sem svipaðar áherslur og gildi eru höfð að leiðarljósi. Þetta eru lítil en öflug úrræði þar sem traust, ábyrgð og samfélag mynda grunn að bata. Í daglegu starfi leggjum við áherslu á hreyfingu, menningu og tengingu, en líka á innri vinnu og andlegan styrk. Bata Akademían er mikilvægur hluti af því starfi. Á meðan fólk dvelur í Batahúsum tekur það þátt í öndunarvinnu, svett-seremóníum, hugleiðslu og jafningjastarfi, sem stuðlar að sjálfsþekkingu og innri ró. Þessi þáttur heldur áfram eftir að þau flytja út – og margir halda áfram að taka þátt í starfinu sem jafningjar og leiðbeinendur. Sum þeirra fara svo aftur inn í fangelsin til að leiða þetta starf fyrir aðra – og þannig verður bati að hringrás þar sem reynslan sjálf verður að lærdómi fyrir næstu kynslóð. Frelsi eitt og sér dugar ekki Það er rétt hjá Evu Sóleyju: frelsi eitt og sér er brothætt. Til að það verði raunverulegt þarf húsnæði, ráðgjöf, tengsl og samfélag sem trúir á manneskjuna. Batahúsin hafa sýnt að endurhæfing virkar þegar manneskjuleg nálgun, ábyrgð og faglegur stuðningur fara saman. Þetta er ekki hugmyndafræði – þetta er veruleiki sem við sjáum daglega. Tími til að stækka úrræðin Árangurinn er óumdeildur, en eftirspurnin er mikil. Við fáum reglulega beiðnir frá konum og körlum sem eru tilbúnir í nýtt upphaf en engin pláss eru laus. Nú er kominn tími til að stækka úrræðin, svo fleiri fái tækifæri til að hefja líf eftir afplánun með raunverulegum stuðningi. Við í Bati erum þegar farin að vinna að því – og við vonum að stjórnvöld og samfélagið allt standi með okkur í þeirri vegferð. Líf eftir afplánun er til. Og þegar frelsinu fylgir stuðningur, virðing og tækifæri – þá verður það raunverulegt. Höfundur er forstöðukona Batahúss kvenna.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun