Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir, Þórarinn Haraldsson, Þórdís Guðjónsdóttir og Sigurveig Benediktsdóttir skrifa 29. október 2025 12:32 Síðastliðinn laugardag fjölmenntu félagsmenn á boðaðan félagsfund Sósíalistaflokks Íslands. Er fundur hafði verið settur og formaður framkvæmdastjórnar kynnt fundarstjóra, stóð félagsmaður upp og lagði fram tillögu um að fundarmenn fengju að kjósa sér fundarstjóra. Slík tillaga er eðlileg og sjálfsögð og skal njóta forgangs á félagsfundi í lýðræðislegu félagi. Enda er nauðsynlegt að fundarmenn beri traust til þeirra sem fundi stjórna. Meirihluti fundarmanna rétti upp hönd tillögunni til stuðnings. En í stað þess að framkvæmdastjórn virti vilja fundarmanna varð uppi fótur og fit. Fjarfundi var slitið sem útilokaði tugi félaga frá þátttöku á fundinum. Í reynd lýstu meðlimir framkvæmdastjórnar því yfir að lýðræði yrði ekki í boði á þessum fundi: „Svona virkar þetta ekki!“, sagði formaðurinn, og sagði stjórnir hafa „ákveðið fundarsköp“ í vikunni á undan — og þar með hver yrðu fundarstjóri, varafundarstjóri og fundarritari. Í fundarboði kom skýrt fram að um félagsfund væri að ræða, en í óðagoti sínu sögðu þau að skilgreina ætti fundinn sem einskonar upplýsingafund stjórna, þar sem þau mættu alfarið ráða ferðinni. Annar fundarmaður stóð þá upp og lagði fram réttartillögu um vantraust á fundarstjóra, sem einnig skal taka til greina tafar- og umyrðalaust. Meirihluti rétti einnig upp hönd henni til stuðnings. En stjórnarliðar brugðust enn ókvæða við og reyndu meðal annars að ljúga því að fundarmönnum að á félagsfundum flokksins væru engar ákvarðanir teknar. Nokkur hiti var kominn í leikinn er einn stjórnarliðinn hrópaði: „Þetta er hópeinelti!“, og hreytti í fundarmann að hún ætti ekki að hafa „málfrelsisrétt“. Til að gera langa sögu stutta má segja að framkvæmdastjórn hafi tjáð fundarmönnum að lýðræðið skyldi bíða fram að næsta aðalfundi og hringdu í lögregluna. Vilji fundarins var skýr En, stjórnir flokksins hafa ekki vald yfir félögum heldur þiggja þær vald sitt frá félögum. Þrátt fyrir að stjórnarliðar legðu sig alla fram við að þagga niður í félagsmönnum, og hindra almenn og lýðræðisleg fundarsköp, kaus fundurinn sér fundarstjóra og ritara sem fengu umboð yfirgnæfandi meirihluta. Á fundinum var borin fram tillaga um að efnt yrði til Sósíalistaþings og auka-aðalfundar þann 22. nóvember 2025. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta og ber stjórnum að framkvæma vilja félagsmanna. Málfrelsis-, tillögu- og atkvæðisréttur takmarkar valdsvið stjórna Á aðalfundi flokksins, þann 24. maí síðastliðinn, var einnig lögð fram tillaga um kosningu fundarstjóra. Skipuleggjendur fundarins, þáverandi framkvæmdastjórn, virtu almenn fundarsköp og tóku tillöguna til greina án mótmæla. Fundarmenn fengu því að velja sér fundarstjóra eins og eðlilegt er. Þannig voru réttindi og jafnræði félagsmanna virt, eins og sjálfsagt er í lýðræðislegu félagi. Í opnum, lýðræðislegum félögum hafa allir félagsmenn jafnan tillögu- og atkvæðisrétt. Sú jafnræðisregla takmarkar valdsvið stjórna, eðli málsins samkvæmt. En um helgina sýndu núverandi meðlimir framkvæmdastjórnar af sér einbeittan brotavilja. Í krafti sinnar stöðu vildu þau virða að vettugi tillögu- og atkvæðisrétt félagsmanna. Þeim sem þekkja almenn fundarsköp má vera ljóst að framkvæmdastjórn er vanhæf til ábyrgðar. Meðlimir hennar skilja hvorki né virða lýðræðisleg grundvallarréttindi félagsmanna. Í stað þess að axla þá ábyrgð af heilindum sem þeim var falin á aðalfundi, voru þau tilbúin til að beita félaga valdníðslu í krafti sinnar stöðu. Í ljósi atburða helgarinnar er enn brýnna að efnt verði til auka-aðalfundar, þar sem stjórnum mun gefast tækifæri til að endurnýja umboð sitt ef sá er vilji félaga. Ef meirihluti félagsmanna vill að stjórnum sé heimilt að beita félagsmenn valdníðslu af þeim toga sem almennir félagsmenn mættu á laugardaginn, er brýnt að sá vilji verði staðfestur á fundi allra félagsmanna. Valdníðsla framkvæmdastjórnar Sitjandi stjórnir flokksins voru kjörnar til ábyrgðar á grunni fagurgala nokkurra meðlima þeirra um breytingar til góðs. Á grunni loforða þeirra um aukið lýðræði, gagnsæi og valddreifingu í starfi flokksins. Karl Héðinn Kristjánsson, einn helsti talsmaður sitjandi stjórna, lofaði öllu fögru þar um og endurtók sinn fagurgala síðast á félagsfundi í september: „Við getum ekki talað fyrir lýðræði í samfélaginu ef við höfum ekki lýðræði í okkar eigin röðum.“ En á aðeins örfáum mánuðum hafa dæmin um valdníðslu framkvæmdastjórnar hrannast upp. Á síðasta félagsfundi var meðal annars borið undir atkvæði fundarmanna hvort stjórnir mættu ráða sér upplýsingafulltrúa — einskonar talsmann flokksins. Sú tillaga var ekki á auglýstri dagskrá fundar og atkvæðisréttur félaga því að engu hafður. Ákvörðun sem þessi er annars eðlis en sú sem tekin var á fundinum um helgina. Það að stjórnir framkvæmi vilja félagsfundar og bjóði öllum félögum til Sósíalistaþings og auka-aðalfundar mun aðeins styrkja lýðræði innan flokksins. En að stjórnir sæki sér heimild til að handvelja einhvern til að gegna hlutverki andlits flokksins út á við, án þess að sú beiðni komi fram á auglýstri dagskrá félagsfundar, er alvarlegt brot á atkvæðisrétti félaga. Þetta er þó aðeins eitt dæmi af mörgum um hvernig framkvæmdastjórn virðir lög flokksins og réttindi félaga að vettugi. Klíkumyndun, leyndarhyggja og samþjöppun valds Alvarlegasta dæmið um valdníðslu framkvæmdastjórnar er líklega framkvæmdin við stofnun stærsta svæðisfélags flokksins: Sósíalistafélags Reykjavíkur. Samkvæmt lögum flokksins hafa allir félagar sem búsettir eru í Reykjavík atkvæðisrétt á fundum félagsins, en aðeins örfáir, útvaldir fengu boð á stofnfund þess. Meðal þeirra sem ekki fengu boð voru kjörnir fulltrúar flokksins í Reykjavík, þrátt fyrir að félaginu sé ætlað að halda utan um sveitarstjórnarkosningar — sem eru á næsta leiti.Á þessum fámennisfundi voru greidd atkvæði um þær samþykktir sem félagið mun starfa eftir. Einnig var kosið í stjórn félagsins — og auðvitað var það einn af meðlimum framkvæmdastjórnar sem var kjörinn formaður. Þannig var þá lýðræðið sem félögum var lofað: Atkvæðisréttur félaga hafður að engu, aðeins útvalin klíka fær boð á mikilvæga fundi, sem haldnir eru í leyni, og valdinu er þjappað á örfárra hendur. Lýðræði, gagnsæi og valddreifing Markmið laga og skipulags flokksins eru skýr, og ber að túlka öll önnur ákvæði í ljósi þeirra: „Tilgangur eftirfarandi Skipulags er að stuðla að lýðræði, gagnsæi og valddreifingu í starfi flokksins. Engin stjórnmálahreyfing er ónæm fyrir vandamálum á borð við klíkumyndun, leyndarhyggju og samþjöppun valds og er Skipulaginu jafnframt ætlað að setja þeim hömlur.“ Þá eru lög félagsins skýr um hlutverk framkvæmdastjórnar: „Framkvæmdastjórn er ábyrg fyrir að starfsemi flokksins sé í samræmi við Lög og Skipulag“ Sitjandi framkvæmdastjórn veldur ekki hlutverki sínu. Meðlimir hennar hafa sýnt af sér síendurtekið ábyrgðarleysi gagnvart þeim réttindum félagsmanna sem þeim ber að þjóna, og félagsstarfið fer fram í trássi við markmið og anda laga flokksins. Aðeins útvöldum félögum er tryggð þátttaka í þeirra svokallaða lýðræði, gagnsæi víkur fyrir leyndarhyggju og valdinu er þjappað á örfárra hendur. Í flokknum er nú, með vísan í orð Karls Héðins, ofur-miðstýring, skuggastjórnun og fáeinir einstaklingar sem ráða allt of miklu. Sósíalistaþing og auka-aðalfund þann 22. nóvember! Undirrituð krefjast þess að stjórnir framkvæmi vilja félagsfundar, sem fram fór þann 25. október 2025, og efni til Sósíalistaþings og auka-aðalfundar þann 22. nóvember næstkomandi. Ef vilji meirihluta félagsmanna er í raun sá, að stjórnir megi starfa á þann hátt sem dæmin sýna, er í það minnsta nauðsynlegt að stjórnir endurnýji umboð sitt og að lögum og samþykktum sé breytt í samræmi. Sem stendur er ekki farið að lögum. Margrét Pétursdóttir Þórarinn Haraldsson Þórdís Guðjónsdóttir Sigurveig Benediktsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag fjölmenntu félagsmenn á boðaðan félagsfund Sósíalistaflokks Íslands. Er fundur hafði verið settur og formaður framkvæmdastjórnar kynnt fundarstjóra, stóð félagsmaður upp og lagði fram tillögu um að fundarmenn fengju að kjósa sér fundarstjóra. Slík tillaga er eðlileg og sjálfsögð og skal njóta forgangs á félagsfundi í lýðræðislegu félagi. Enda er nauðsynlegt að fundarmenn beri traust til þeirra sem fundi stjórna. Meirihluti fundarmanna rétti upp hönd tillögunni til stuðnings. En í stað þess að framkvæmdastjórn virti vilja fundarmanna varð uppi fótur og fit. Fjarfundi var slitið sem útilokaði tugi félaga frá þátttöku á fundinum. Í reynd lýstu meðlimir framkvæmdastjórnar því yfir að lýðræði yrði ekki í boði á þessum fundi: „Svona virkar þetta ekki!“, sagði formaðurinn, og sagði stjórnir hafa „ákveðið fundarsköp“ í vikunni á undan — og þar með hver yrðu fundarstjóri, varafundarstjóri og fundarritari. Í fundarboði kom skýrt fram að um félagsfund væri að ræða, en í óðagoti sínu sögðu þau að skilgreina ætti fundinn sem einskonar upplýsingafund stjórna, þar sem þau mættu alfarið ráða ferðinni. Annar fundarmaður stóð þá upp og lagði fram réttartillögu um vantraust á fundarstjóra, sem einnig skal taka til greina tafar- og umyrðalaust. Meirihluti rétti einnig upp hönd henni til stuðnings. En stjórnarliðar brugðust enn ókvæða við og reyndu meðal annars að ljúga því að fundarmönnum að á félagsfundum flokksins væru engar ákvarðanir teknar. Nokkur hiti var kominn í leikinn er einn stjórnarliðinn hrópaði: „Þetta er hópeinelti!“, og hreytti í fundarmann að hún ætti ekki að hafa „málfrelsisrétt“. Til að gera langa sögu stutta má segja að framkvæmdastjórn hafi tjáð fundarmönnum að lýðræðið skyldi bíða fram að næsta aðalfundi og hringdu í lögregluna. Vilji fundarins var skýr En, stjórnir flokksins hafa ekki vald yfir félögum heldur þiggja þær vald sitt frá félögum. Þrátt fyrir að stjórnarliðar legðu sig alla fram við að þagga niður í félagsmönnum, og hindra almenn og lýðræðisleg fundarsköp, kaus fundurinn sér fundarstjóra og ritara sem fengu umboð yfirgnæfandi meirihluta. Á fundinum var borin fram tillaga um að efnt yrði til Sósíalistaþings og auka-aðalfundar þann 22. nóvember 2025. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta og ber stjórnum að framkvæma vilja félagsmanna. Málfrelsis-, tillögu- og atkvæðisréttur takmarkar valdsvið stjórna Á aðalfundi flokksins, þann 24. maí síðastliðinn, var einnig lögð fram tillaga um kosningu fundarstjóra. Skipuleggjendur fundarins, þáverandi framkvæmdastjórn, virtu almenn fundarsköp og tóku tillöguna til greina án mótmæla. Fundarmenn fengu því að velja sér fundarstjóra eins og eðlilegt er. Þannig voru réttindi og jafnræði félagsmanna virt, eins og sjálfsagt er í lýðræðislegu félagi. Í opnum, lýðræðislegum félögum hafa allir félagsmenn jafnan tillögu- og atkvæðisrétt. Sú jafnræðisregla takmarkar valdsvið stjórna, eðli málsins samkvæmt. En um helgina sýndu núverandi meðlimir framkvæmdastjórnar af sér einbeittan brotavilja. Í krafti sinnar stöðu vildu þau virða að vettugi tillögu- og atkvæðisrétt félagsmanna. Þeim sem þekkja almenn fundarsköp má vera ljóst að framkvæmdastjórn er vanhæf til ábyrgðar. Meðlimir hennar skilja hvorki né virða lýðræðisleg grundvallarréttindi félagsmanna. Í stað þess að axla þá ábyrgð af heilindum sem þeim var falin á aðalfundi, voru þau tilbúin til að beita félaga valdníðslu í krafti sinnar stöðu. Í ljósi atburða helgarinnar er enn brýnna að efnt verði til auka-aðalfundar, þar sem stjórnum mun gefast tækifæri til að endurnýja umboð sitt ef sá er vilji félaga. Ef meirihluti félagsmanna vill að stjórnum sé heimilt að beita félagsmenn valdníðslu af þeim toga sem almennir félagsmenn mættu á laugardaginn, er brýnt að sá vilji verði staðfestur á fundi allra félagsmanna. Valdníðsla framkvæmdastjórnar Sitjandi stjórnir flokksins voru kjörnar til ábyrgðar á grunni fagurgala nokkurra meðlima þeirra um breytingar til góðs. Á grunni loforða þeirra um aukið lýðræði, gagnsæi og valddreifingu í starfi flokksins. Karl Héðinn Kristjánsson, einn helsti talsmaður sitjandi stjórna, lofaði öllu fögru þar um og endurtók sinn fagurgala síðast á félagsfundi í september: „Við getum ekki talað fyrir lýðræði í samfélaginu ef við höfum ekki lýðræði í okkar eigin röðum.“ En á aðeins örfáum mánuðum hafa dæmin um valdníðslu framkvæmdastjórnar hrannast upp. Á síðasta félagsfundi var meðal annars borið undir atkvæði fundarmanna hvort stjórnir mættu ráða sér upplýsingafulltrúa — einskonar talsmann flokksins. Sú tillaga var ekki á auglýstri dagskrá fundar og atkvæðisréttur félaga því að engu hafður. Ákvörðun sem þessi er annars eðlis en sú sem tekin var á fundinum um helgina. Það að stjórnir framkvæmi vilja félagsfundar og bjóði öllum félögum til Sósíalistaþings og auka-aðalfundar mun aðeins styrkja lýðræði innan flokksins. En að stjórnir sæki sér heimild til að handvelja einhvern til að gegna hlutverki andlits flokksins út á við, án þess að sú beiðni komi fram á auglýstri dagskrá félagsfundar, er alvarlegt brot á atkvæðisrétti félaga. Þetta er þó aðeins eitt dæmi af mörgum um hvernig framkvæmdastjórn virðir lög flokksins og réttindi félaga að vettugi. Klíkumyndun, leyndarhyggja og samþjöppun valds Alvarlegasta dæmið um valdníðslu framkvæmdastjórnar er líklega framkvæmdin við stofnun stærsta svæðisfélags flokksins: Sósíalistafélags Reykjavíkur. Samkvæmt lögum flokksins hafa allir félagar sem búsettir eru í Reykjavík atkvæðisrétt á fundum félagsins, en aðeins örfáir, útvaldir fengu boð á stofnfund þess. Meðal þeirra sem ekki fengu boð voru kjörnir fulltrúar flokksins í Reykjavík, þrátt fyrir að félaginu sé ætlað að halda utan um sveitarstjórnarkosningar — sem eru á næsta leiti.Á þessum fámennisfundi voru greidd atkvæði um þær samþykktir sem félagið mun starfa eftir. Einnig var kosið í stjórn félagsins — og auðvitað var það einn af meðlimum framkvæmdastjórnar sem var kjörinn formaður. Þannig var þá lýðræðið sem félögum var lofað: Atkvæðisréttur félaga hafður að engu, aðeins útvalin klíka fær boð á mikilvæga fundi, sem haldnir eru í leyni, og valdinu er þjappað á örfárra hendur. Lýðræði, gagnsæi og valddreifing Markmið laga og skipulags flokksins eru skýr, og ber að túlka öll önnur ákvæði í ljósi þeirra: „Tilgangur eftirfarandi Skipulags er að stuðla að lýðræði, gagnsæi og valddreifingu í starfi flokksins. Engin stjórnmálahreyfing er ónæm fyrir vandamálum á borð við klíkumyndun, leyndarhyggju og samþjöppun valds og er Skipulaginu jafnframt ætlað að setja þeim hömlur.“ Þá eru lög félagsins skýr um hlutverk framkvæmdastjórnar: „Framkvæmdastjórn er ábyrg fyrir að starfsemi flokksins sé í samræmi við Lög og Skipulag“ Sitjandi framkvæmdastjórn veldur ekki hlutverki sínu. Meðlimir hennar hafa sýnt af sér síendurtekið ábyrgðarleysi gagnvart þeim réttindum félagsmanna sem þeim ber að þjóna, og félagsstarfið fer fram í trássi við markmið og anda laga flokksins. Aðeins útvöldum félögum er tryggð þátttaka í þeirra svokallaða lýðræði, gagnsæi víkur fyrir leyndarhyggju og valdinu er þjappað á örfárra hendur. Í flokknum er nú, með vísan í orð Karls Héðins, ofur-miðstýring, skuggastjórnun og fáeinir einstaklingar sem ráða allt of miklu. Sósíalistaþing og auka-aðalfund þann 22. nóvember! Undirrituð krefjast þess að stjórnir framkvæmi vilja félagsfundar, sem fram fór þann 25. október 2025, og efni til Sósíalistaþings og auka-aðalfundar þann 22. nóvember næstkomandi. Ef vilji meirihluta félagsmanna er í raun sá, að stjórnir megi starfa á þann hátt sem dæmin sýna, er í það minnsta nauðsynlegt að stjórnir endurnýji umboð sitt og að lögum og samþykktum sé breytt í samræmi. Sem stendur er ekki farið að lögum. Margrét Pétursdóttir Þórarinn Haraldsson Þórdís Guðjónsdóttir Sigurveig Benediktsdóttir
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun