Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. október 2025 12:33 Snjórinn setti strik sinn í reikning margra á höfuðborgarsvæðinu í gær, en fallegur er hann. Vísir/Anton Brink Fjöldi árekstra í ófærðinni sem myndaðist í gær á höfuðborgarsvæðinu sló met að sögn þjónustuaðila. Lögregla segist vonsvikin með það hversu margir ökumenn hafi haldið út á vanbúnum bílum. Veðurstofa segir ekki von á slíku fannfergi á höfuðborgarsvæðinu í bráð. Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu í gær orsakaði fáheyrðar tafir í umferðinni en Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglu sagði í Bítinu í morgun að stór hluti ökumanna sé enn á sumardekkjum. „Það var dálítið leiðinlegt að upplifa það að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá lögreglunni í gærmorgun þá voru margir sem fóru af stað og lentu í vandræðum og stoppuðu þar með alla snjóhreinsun og hálkuvarnir á gatnakerfinu og það skapaðist þetta leiðindaástand.“ Ekki upplifað annað eins Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Árekstur.is segist ekki hafa upplifað annað eins og í gær, áttatíu árekstrar hafi komið inn á borð fyrirtækisins sem sé svipaður fjöldi og komi upp á um einni viku. Sömu sögu er að segja af dráttarfyrirtækinu Vöku en Einar Ásgeirsson framkvæmdastjóri segir við fréttastofu að hann hafi ekki tölu á því hversu margir bílar voru dregnir í gær, þeir hafi hlaupið á fleiri tugum. Halda hafi þurft sérstakan peppfund fyrir starfsfólk um miðbik gærdagsins. Kristján segir flesta sem lent hafi í óhappi hafa verið afar illa búna. Færri fréttir hafa borist af hjólandi vegfarendum í færðinni, sem eru þó nokkrir líkt og þessi hér.Vísir/Anton Brink „Það voru alltof margir árekstrar sem komu til okkar í gær þar sem menn voru á sumardekkjum já því miður. Og fyrir utan það að lenda í árekstrum þá náttúrulega var fólk bara að tefja umferðina eins og allir aðrir tóku eftir og líka okkur. Það var mjög erfitt að komast á milli staða í gær og fór upp í jafnvel klukkutíma bil eftir aðstoð hjá okkur.“ Mildi að enginn hafi slasast Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ekki von á sömu úrkomu á höfuðborgarsvæðinu og varð í gær á næstunni. Snjókoman sé nú mest á Suðausturlandi en bjart á suðvestur og vestanlands en él um landið norðanvert. Í fyrramálið muni snúast í vestanátt norðanlands með tíu til átján metrum á sekúndu og snjókomu á köflum. Kristján segir mildi að enginn sem Árekstur.is sinnti í fannferginu á höfuðborgarsvæðinu í gær hafi slasast. „Það voru engin meiðsl á fólki en þetta voru allt frá smá nuddi og upp í það að bílar voru bara ónýtir og þetta var bara allt hálkutengt og snjótengt.“ Gangandi vegfarendur nýta sér gjarnan götuna, enda er hún oftar en ekki mun betur rudd en göngustígar. Vísir/Anton Brink Veður Samgönguslys Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu í gær orsakaði fáheyrðar tafir í umferðinni en Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglu sagði í Bítinu í morgun að stór hluti ökumanna sé enn á sumardekkjum. „Það var dálítið leiðinlegt að upplifa það að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá lögreglunni í gærmorgun þá voru margir sem fóru af stað og lentu í vandræðum og stoppuðu þar með alla snjóhreinsun og hálkuvarnir á gatnakerfinu og það skapaðist þetta leiðindaástand.“ Ekki upplifað annað eins Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Árekstur.is segist ekki hafa upplifað annað eins og í gær, áttatíu árekstrar hafi komið inn á borð fyrirtækisins sem sé svipaður fjöldi og komi upp á um einni viku. Sömu sögu er að segja af dráttarfyrirtækinu Vöku en Einar Ásgeirsson framkvæmdastjóri segir við fréttastofu að hann hafi ekki tölu á því hversu margir bílar voru dregnir í gær, þeir hafi hlaupið á fleiri tugum. Halda hafi þurft sérstakan peppfund fyrir starfsfólk um miðbik gærdagsins. Kristján segir flesta sem lent hafi í óhappi hafa verið afar illa búna. Færri fréttir hafa borist af hjólandi vegfarendum í færðinni, sem eru þó nokkrir líkt og þessi hér.Vísir/Anton Brink „Það voru alltof margir árekstrar sem komu til okkar í gær þar sem menn voru á sumardekkjum já því miður. Og fyrir utan það að lenda í árekstrum þá náttúrulega var fólk bara að tefja umferðina eins og allir aðrir tóku eftir og líka okkur. Það var mjög erfitt að komast á milli staða í gær og fór upp í jafnvel klukkutíma bil eftir aðstoð hjá okkur.“ Mildi að enginn hafi slasast Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ekki von á sömu úrkomu á höfuðborgarsvæðinu og varð í gær á næstunni. Snjókoman sé nú mest á Suðausturlandi en bjart á suðvestur og vestanlands en él um landið norðanvert. Í fyrramálið muni snúast í vestanátt norðanlands með tíu til átján metrum á sekúndu og snjókomu á köflum. Kristján segir mildi að enginn sem Árekstur.is sinnti í fannferginu á höfuðborgarsvæðinu í gær hafi slasast. „Það voru engin meiðsl á fólki en þetta voru allt frá smá nuddi og upp í það að bílar voru bara ónýtir og þetta var bara allt hálkutengt og snjótengt.“ Gangandi vegfarendur nýta sér gjarnan götuna, enda er hún oftar en ekki mun betur rudd en göngustígar. Vísir/Anton Brink
Veður Samgönguslys Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira