Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar 29. október 2025 15:02 Það er mikið ánægjuefni og markar tímamót í sögu lands og þjóðar að samþykkt hafi verið á Alþingi að framfylgja eigi ítarlegri borgarstefnu fyrir höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með því er lögð áhersla á að ríkið horfi til uppbyggingar á tveimur borgarsvæðum í landinu sem verður til heilla fyrir landið allt. Nú skiptir höfuðmáli að vinna hratt og örugglega að aðgerðaáætlun í öllum helstu málaflokkum svo samþykkt þingsályktunartillaga verði ekki bara orðin tóm og marklaust plagg. Bæjarstjórn Akureyrar er reiðubúin að leggja af mörkum alla þá vinnu sem þarf svo raungera megi þá miklu uppbyggingu sem tíunduð er í borgarstefnunni. Svæðisborgin getur þannig orðið enn samkeppnishæfari við höfuðborgina sem spennandi búsetukostur og öflugt atvinnusvæði. Hún ber skyldur gagnvart íbúum sínum og nálægum byggðunum og verður miðja þjónustu og mun þá um leið renna styrkari stoðum undir samfélögin á áhrifasvæði sínu. Nefna má að styrkja þarf stöðu Sjúkrahússins á Akureyri, klára uppbyggingu þess og gera að háskólasjúkrahúsi með auknu samstarfi við Háskólann á Akureyri. Um leið er nauðsynlegt að auka námsframboð á háskólastigi með fjölgun námsgreina. Treysta þarf millilandaflugið sem grundvöll fyrir öflugri ferðaþjónustu og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Hækka þarf framlög til menningarsamnings Akureyrarbæjar og ríkisvaldsins. Allt þetta og meira til rennir styrkum stoðum undir bætt búsetuskilyrði á svæðinu og er liður í að efla borgarhlutverk Akureyrar. Öflugt atvinnulíf er algjör forsenda þess að hægt sé að þróa öflugt borgarsvæði. Á Akureyri viljum við byggja upp grænan iðnað og hátæknifyrirtæki, metnaðarfulla og sjálfbæra ferðaþjónustu, beint flug alla daga vikunnar allan ársins hring til annarra Evrópulanda, sterkt atvinnu- og þjónustusvæði fyrir allt Norður- og Austurland. Það er mikilvægt að í boði séu fjölbreytt og spennandi störf sem laða að íbúa og að landshlutinn sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu. Með ítarlegri aðgerðaráætlun í öllum helstu málaflokkum samhliða auknum fjárveitingum verður nýsamþykkt borgarstefna trúverðug og mikils virði til framtíðar. Við horfum ótrauð og full sjálfstrausts fram á veginn því Akureyri hefur alla möguleika til þess að vaxa og eflast enn frekar. Ég hvet alþingismenn, þvert á flokka, til að vinna með ráðum og dáð að framgangi borgarstefnunnar. Hér hefur verið stigið stórt skref sem ég er fullviss um að verður okkur öllum til góðs. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið ánægjuefni og markar tímamót í sögu lands og þjóðar að samþykkt hafi verið á Alþingi að framfylgja eigi ítarlegri borgarstefnu fyrir höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með því er lögð áhersla á að ríkið horfi til uppbyggingar á tveimur borgarsvæðum í landinu sem verður til heilla fyrir landið allt. Nú skiptir höfuðmáli að vinna hratt og örugglega að aðgerðaáætlun í öllum helstu málaflokkum svo samþykkt þingsályktunartillaga verði ekki bara orðin tóm og marklaust plagg. Bæjarstjórn Akureyrar er reiðubúin að leggja af mörkum alla þá vinnu sem þarf svo raungera megi þá miklu uppbyggingu sem tíunduð er í borgarstefnunni. Svæðisborgin getur þannig orðið enn samkeppnishæfari við höfuðborgina sem spennandi búsetukostur og öflugt atvinnusvæði. Hún ber skyldur gagnvart íbúum sínum og nálægum byggðunum og verður miðja þjónustu og mun þá um leið renna styrkari stoðum undir samfélögin á áhrifasvæði sínu. Nefna má að styrkja þarf stöðu Sjúkrahússins á Akureyri, klára uppbyggingu þess og gera að háskólasjúkrahúsi með auknu samstarfi við Háskólann á Akureyri. Um leið er nauðsynlegt að auka námsframboð á háskólastigi með fjölgun námsgreina. Treysta þarf millilandaflugið sem grundvöll fyrir öflugri ferðaþjónustu og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Hækka þarf framlög til menningarsamnings Akureyrarbæjar og ríkisvaldsins. Allt þetta og meira til rennir styrkum stoðum undir bætt búsetuskilyrði á svæðinu og er liður í að efla borgarhlutverk Akureyrar. Öflugt atvinnulíf er algjör forsenda þess að hægt sé að þróa öflugt borgarsvæði. Á Akureyri viljum við byggja upp grænan iðnað og hátæknifyrirtæki, metnaðarfulla og sjálfbæra ferðaþjónustu, beint flug alla daga vikunnar allan ársins hring til annarra Evrópulanda, sterkt atvinnu- og þjónustusvæði fyrir allt Norður- og Austurland. Það er mikilvægt að í boði séu fjölbreytt og spennandi störf sem laða að íbúa og að landshlutinn sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu. Með ítarlegri aðgerðaráætlun í öllum helstu málaflokkum samhliða auknum fjárveitingum verður nýsamþykkt borgarstefna trúverðug og mikils virði til framtíðar. Við horfum ótrauð og full sjálfstrausts fram á veginn því Akureyri hefur alla möguleika til þess að vaxa og eflast enn frekar. Ég hvet alþingismenn, þvert á flokka, til að vinna með ráðum og dáð að framgangi borgarstefnunnar. Hér hefur verið stigið stórt skref sem ég er fullviss um að verður okkur öllum til góðs. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun