„Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 30. október 2025 09:01 Ríkisstjórnin kynnti í gærdag húsnæðispakka sem á að leysa vandann á húsnæðismarkaði. En þegar betur er að gáð blasir við að verið er að setja plástur á sár sem krefst skurðaðgerðar. Eru engin áform um niðurskurð ríkisútgjalda til að slá á þensluna, vextina? Með því að auka við hlutdeildarlán, rýmka úttekt séreignarsparnaðar og bæta við nýjum hvötum til lánveitinga, er í raun verið að bæta olíu á eldinn. Þessi úrræði hækka kaupmátt fólks til skamms tíma en þau halda verðinu uppi á markaði sem er þegar ósjálfbær. Þetta eru eftirspurnarhvatar, ekki framboðslausnir. Uppbygging um 4000 íbúða í Úlfarsárdal er ekki að mæta eftirspurninni í dag. Við vitum hvað þarf. Það þarf að byggja meira, fyrr og ódýrara. Það þarf að gera skipulagsferli einfaldara, samræma reglur og tryggja að innviðir fylgi. Það er framboð sem jafnar markaðinn, ekki fleiri óhagkvæm lán. Mun útdeiling verkefna til COWI og annarra ráðgjafa utanhúss frá sveitastjórnum virkilega einfalda ferlið? Það er einnig spurning um réttlæti milli kynslóða. Yngra fólk á að nota framtíðarsparnað sinn til að kaupa húsnæði á toppverði á meðan eldri kynslóðin hefur þegar notið áratuga verðhækkana. Þetta er ekki jafnræði, þetta er tilfærsla úr framtíðinni til fortíðar. Við þurfum ríkisstjórn sem þorir að skera niður eigin yfirbyggingu, skera báknið burt. Við þurfum húsnæðisstefnu sem byggir upp, ekki stefnu sem blæs upp. Við þurfum stefnu sem tryggir lífeyri framtíðarinnar, ekki stefnu sem eyðir honum í dag. Og við þurfum að hugsa húsnæðismál sem varanleg efnahagsmál, ekki sem skammtíma kosningamál. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í gærdag húsnæðispakka sem á að leysa vandann á húsnæðismarkaði. En þegar betur er að gáð blasir við að verið er að setja plástur á sár sem krefst skurðaðgerðar. Eru engin áform um niðurskurð ríkisútgjalda til að slá á þensluna, vextina? Með því að auka við hlutdeildarlán, rýmka úttekt séreignarsparnaðar og bæta við nýjum hvötum til lánveitinga, er í raun verið að bæta olíu á eldinn. Þessi úrræði hækka kaupmátt fólks til skamms tíma en þau halda verðinu uppi á markaði sem er þegar ósjálfbær. Þetta eru eftirspurnarhvatar, ekki framboðslausnir. Uppbygging um 4000 íbúða í Úlfarsárdal er ekki að mæta eftirspurninni í dag. Við vitum hvað þarf. Það þarf að byggja meira, fyrr og ódýrara. Það þarf að gera skipulagsferli einfaldara, samræma reglur og tryggja að innviðir fylgi. Það er framboð sem jafnar markaðinn, ekki fleiri óhagkvæm lán. Mun útdeiling verkefna til COWI og annarra ráðgjafa utanhúss frá sveitastjórnum virkilega einfalda ferlið? Það er einnig spurning um réttlæti milli kynslóða. Yngra fólk á að nota framtíðarsparnað sinn til að kaupa húsnæði á toppverði á meðan eldri kynslóðin hefur þegar notið áratuga verðhækkana. Þetta er ekki jafnræði, þetta er tilfærsla úr framtíðinni til fortíðar. Við þurfum ríkisstjórn sem þorir að skera niður eigin yfirbyggingu, skera báknið burt. Við þurfum húsnæðisstefnu sem byggir upp, ekki stefnu sem blæs upp. Við þurfum stefnu sem tryggir lífeyri framtíðarinnar, ekki stefnu sem eyðir honum í dag. Og við þurfum að hugsa húsnæðismál sem varanleg efnahagsmál, ekki sem skammtíma kosningamál. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun