Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Eiður Þór Árnason skrifar 31. október 2025 22:26 Guðmundur Ólafsson, lektor emiritus í hagfræði við Háskólann í Bifröst og Háskóla Íslands. segir um þaulskipulagðan glæp að ræða. Vísir/Aðsend Karlmaður sem lenti í umfangsmiklum kortasvikum varar við bíræfnum glæpahópum sem svífist einskis við að ná greiðslukortum fólks og PIN-númerum þeirra. Um fimmtán mínútur hafi liðið frá því að hann notaði kortið í stórverslun Costco í Garðabæ þar til óprúttnir aðilar höfðu haft af honum 650 þúsund krónur. „Ég er að versla í Costco og svo fer ég út og það er helvítis hálka. Ég er næstum því dottinn og það er einhver maður sem dettur utan í mig,“ segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur um atvikið sem átti sér stað síðasta miðvikudag. Hann hafi svo lítið leitt hugann að þessu fyrr en hann var kominn í Perluna með syni sínum um klukkutíma síðar og ætlaði að bjóða honum kaffi. „Þá er ég ekki með kreditkortin og ég sé að það er eitthvað skrýtið. Annað hvort hef ég týnt þeim eða einhver stolið þeim af mér. Svo ég hringdi í alla banka og læt loka.“ En það var þá strax orðið of seint. Guðmundur var kominn í Perluna þegar hann áttaði sig á því hvað hafði gerst.Vísir/Vilhelm „Þá hefur það gerst að ég er búinn að borga mín viðskipti við Costco klukkan 13:32 og þessum náungum hefur tekist að stela af mér kortinu og ná PIN-númerinu líka.“ Stundarfjórðungi síðar hafi verið búið að hafa af honum mikið fé. Nái PIN-númerinu og elti fólk út Eftir samtöl við fólk með svipaða reynslu telur Guðmundur líklegt að brotamaður hafi beint myndavél að greiðsluposanum í Costco á meðan hann greiddi vörurnar og notað aðdrátt til að sjá hvaða PIN-númer hann hafi stimplað inn úr fjarlægð. Í kjölfarið hafi brotamaðurinn eða samverkamaður hans elt Guðmund út og tekið kreditkortaveskið fyrir utan verslunina. „Af klaufaskap þá setti ég það í utanávasa sem ég geri eiginlega aldrei en það gerðist samt. Þetta gerist bara á þessu korteri að þeir ná kortunum og taka út 650 þúsund.“ Atvikið átti sér stað fyrir utan Costco.Vísir/vilhelm Eftir samræður við önnur fórnarlömb og aðstandendur þeirra telur Guðmundur ljóst að glæpahópar sem stundi þetta beini sjónum sínum einkum að eldra fólki. „Þetta fólk það kennir sér um þetta og vill ekki gera veður út af þessu.“ Hann vill vara fólk við þessari hættu og biðlar til þeirra að passa upp á kortin sín. Þá telur hann betra að fólk setji greiðslukortin upp í farsímum sínum og noti þá til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Tók enga stund „Aðalatriði málsins er þetta að þeir eru korter að taka út 650 þúsund. Ég hef ekkert ráðrúm til að gera neitt í málinu. Ég fer í málið eftir klukkutíma og læt loka öllu heila klabbinu en þá er allt búið,“ segir Guðmundur. Hann telur að meira og minna öll fjárhæðin hafi verið tekin út í hraðbanka. Aðspurður hvort það hafi verið takmörkun á því hversu háar fjárhæðir væri hægt að taka út af greiðslukortum hans í hraðbanka bendir Guðmundur á að viðmiðið sé stillingaratriði. „Auðvitað hefði verið betra fyrir mig ef ég hefði bara ákveðið að það væri ekki nema 20 þúsund. Það hefði verið best en yfirleitt hjá fólki held ég að þetta séu svona 100 til 200 þúsund. En ég hef verið að standa í flutningum og svona og hef alltaf haft dálítið háa upphæð leyfilega og það kemur svona út og það er stolið af mér 650 þúsund.“ Er ekki vongóður Guðmundur hefur gert endurkröfu hjá viðskiptabanka sínum en hefur ekki trú á því að hann fái peningana til baka. „Bankinn mun reyna allt til að ná þessu en ég efast að þeir geti það. Ég held að þetta sé bara tapað fé. Það er það yfirleitt en það sem er svo skrýtið er að ég heyri að það er fjöldi manns sem hefur lent í þessu.“ Hann tekur fram honum þyki starfsfólk Arion banka hafi staðið sig vel í málinu og aðstoðað sig við að sækja um endurkröfu. Guðmundur hefur leitað til lögreglu en segist upplifa nokkuð áhugaleysi þar á bæ. Eftir að hafa sent þeim kæruskjal hafi verið óskað eftir því að hann kæmi niður á lögreglustöð en það sé hægara sagt en gert í vetrarfærðinni sem einkennir nú miðborg Reykjavíkur. Lögreglumál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Ég er að versla í Costco og svo fer ég út og það er helvítis hálka. Ég er næstum því dottinn og það er einhver maður sem dettur utan í mig,“ segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur um atvikið sem átti sér stað síðasta miðvikudag. Hann hafi svo lítið leitt hugann að þessu fyrr en hann var kominn í Perluna með syni sínum um klukkutíma síðar og ætlaði að bjóða honum kaffi. „Þá er ég ekki með kreditkortin og ég sé að það er eitthvað skrýtið. Annað hvort hef ég týnt þeim eða einhver stolið þeim af mér. Svo ég hringdi í alla banka og læt loka.“ En það var þá strax orðið of seint. Guðmundur var kominn í Perluna þegar hann áttaði sig á því hvað hafði gerst.Vísir/Vilhelm „Þá hefur það gerst að ég er búinn að borga mín viðskipti við Costco klukkan 13:32 og þessum náungum hefur tekist að stela af mér kortinu og ná PIN-númerinu líka.“ Stundarfjórðungi síðar hafi verið búið að hafa af honum mikið fé. Nái PIN-númerinu og elti fólk út Eftir samtöl við fólk með svipaða reynslu telur Guðmundur líklegt að brotamaður hafi beint myndavél að greiðsluposanum í Costco á meðan hann greiddi vörurnar og notað aðdrátt til að sjá hvaða PIN-númer hann hafi stimplað inn úr fjarlægð. Í kjölfarið hafi brotamaðurinn eða samverkamaður hans elt Guðmund út og tekið kreditkortaveskið fyrir utan verslunina. „Af klaufaskap þá setti ég það í utanávasa sem ég geri eiginlega aldrei en það gerðist samt. Þetta gerist bara á þessu korteri að þeir ná kortunum og taka út 650 þúsund.“ Atvikið átti sér stað fyrir utan Costco.Vísir/vilhelm Eftir samræður við önnur fórnarlömb og aðstandendur þeirra telur Guðmundur ljóst að glæpahópar sem stundi þetta beini sjónum sínum einkum að eldra fólki. „Þetta fólk það kennir sér um þetta og vill ekki gera veður út af þessu.“ Hann vill vara fólk við þessari hættu og biðlar til þeirra að passa upp á kortin sín. Þá telur hann betra að fólk setji greiðslukortin upp í farsímum sínum og noti þá til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Tók enga stund „Aðalatriði málsins er þetta að þeir eru korter að taka út 650 þúsund. Ég hef ekkert ráðrúm til að gera neitt í málinu. Ég fer í málið eftir klukkutíma og læt loka öllu heila klabbinu en þá er allt búið,“ segir Guðmundur. Hann telur að meira og minna öll fjárhæðin hafi verið tekin út í hraðbanka. Aðspurður hvort það hafi verið takmörkun á því hversu háar fjárhæðir væri hægt að taka út af greiðslukortum hans í hraðbanka bendir Guðmundur á að viðmiðið sé stillingaratriði. „Auðvitað hefði verið betra fyrir mig ef ég hefði bara ákveðið að það væri ekki nema 20 þúsund. Það hefði verið best en yfirleitt hjá fólki held ég að þetta séu svona 100 til 200 þúsund. En ég hef verið að standa í flutningum og svona og hef alltaf haft dálítið háa upphæð leyfilega og það kemur svona út og það er stolið af mér 650 þúsund.“ Er ekki vongóður Guðmundur hefur gert endurkröfu hjá viðskiptabanka sínum en hefur ekki trú á því að hann fái peningana til baka. „Bankinn mun reyna allt til að ná þessu en ég efast að þeir geti það. Ég held að þetta sé bara tapað fé. Það er það yfirleitt en það sem er svo skrýtið er að ég heyri að það er fjöldi manns sem hefur lent í þessu.“ Hann tekur fram honum þyki starfsfólk Arion banka hafi staðið sig vel í málinu og aðstoðað sig við að sækja um endurkröfu. Guðmundur hefur leitað til lögreglu en segist upplifa nokkuð áhugaleysi þar á bæ. Eftir að hafa sent þeim kæruskjal hafi verið óskað eftir því að hann kæmi niður á lögreglustöð en það sé hægara sagt en gert í vetrarfærðinni sem einkennir nú miðborg Reykjavíkur.
Lögreglumál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira