Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 08:01 Elina Österli sá að eitthvað var að hjá Alexander Blonz og hringdi sem betur fer á sjúkrabíl. @alexandreblonz Alexander Blonz var framtíðarstjarna norska handboltans en hefur háð sína erfiðustu lífsbardaga utan vallar síðasta árið. Hann er að snúa aftur í landsliðið eftir meira en árs fjarveru. Blonz lenti fyrst í því að hnéð fór úr liði. Svo fékk hann blóðtappa í heila. „Ég lít til baka á þetta sem erfiðan tíma sem ég hef lært mikið af. Sem ég get tekið með mér áfram í lífinu,“ segir Alexander Blonz við norska ríkisútvarpið sem fjallar um endurkomu hans í norska handboltalandsliðið. Í desember í fyrra varð hann fyrir óhappi á æfingu þar sem néskelin fór úr lið. Það varð ljóst að hann myndi missa af heimsmeistaramótinu á heimavelli í janúar. Daginn eftir varð vont enn verra. Hann fékk blóðtappa í heila. Greinin á vef norska ríkisútvarpsins.NRK Sport „Maður hugsar auðvitað að svona eigi ekki að geta komið fyrir 24 ára gamlan mann. Það tók langan tíma að skilja þetta,“ sagði Elina Österli við NRK en hún er kærasti og sambýliskona Blonz. Parið var á leiðinni í háttinn þegar hún tók eftir að eitthvað var að. Hann gat ekki talað „Hann gat ekki talað. Hann horfði í kringum sig með augunum, þau flögruðu svolítið. Hann fékk vöðvakrampa, lá og engdist og sagði að hann fyndi ekki fyrir vinstri hliðinni,“ sagði Österlin sem hringdi á sjúkrabíl. Blonz lá á sjúkrahúsi í tíu daga. Blóðtappinn krafðist bráðameðferðar, en læknarnir náðu fljótt stjórn á ástandinu. Engu að síður hefur hornamaðurinn, sem varð markahæsti leikmaður Noregs á Ólympíuleikunum í París 2024, ekki snúið aftur í landsliðið síðan. Hnémeiðslin hafa krafist margra klukkustunda endurhæfingar. Tvöföld leiðindi „Það voru tvöföld leiðindi ef hægt er að orða það þannig. Það var leiðinlegt að horfa á HM þegar ég vissi að ég hefði átt að vera með,“ segir þessi 25 ára gamli leikmaður um að missa líka af heimsmeistaramótinu Fyrir nokkrum vikum sneri Blonz aftur á völlinn. „Ég er kominn aftur á handboltavöllinn og það hefur verið rosalega gaman,“ segir Blonz. Hann hefur líka samið við eitt besta handboltafélag heims, danska liðið Aalborg. Þá stóð ég og grét „Í fyrsta skipti sem hann hljóp inn á völlinn hér í Álaborg, þá stóð ég og grét og þurfti að þerra tárin,“ sagði sambýliskonan við NRK. Alexander Blonz í leik með norska landsliðinu.EPA/SRDJAN SUKI Hún segir að Blonz vilji fyrir alvöru standa sig aftur á parketinu. „Það voru nokkrir mánuðir þar sem hann hló ekki oft eða sýndi áhuga, en nú blómstrar hann aftur. Það er rosalega gaman að sjá og það yljar hjarta mitt,“ segir Österli. Frábært að fá hann aftur „Hann lenti bæði í þessum veikindum og hnémeiðslunum á sama tíma, svo það er frábært að fá hann aftur. Ég er mjög glaður fyrir hans hönd,“ segir landsliðsþjálfarinn Jonas Wille við NRK. „Hann á auðvitað enn þá nokkuð í land með að komast í toppform, en við vildum hafa hann með hér til að fylgjast betur með honum og hafa hann nálægt okkur í þessu umhverfi,“ heldur hann áfram. Landsliðsþjálfarinn segir að Blonz komi sterklega til greina í meistarakeppnishópinn fyrir EM á heimavelli í janúar, en að samkeppnin sé hörð frá þremur öðrum hornamönnum. View this post on Instagram A post shared by Alexandre Blonz (@alexandreblonz) EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Blonz lenti fyrst í því að hnéð fór úr liði. Svo fékk hann blóðtappa í heila. „Ég lít til baka á þetta sem erfiðan tíma sem ég hef lært mikið af. Sem ég get tekið með mér áfram í lífinu,“ segir Alexander Blonz við norska ríkisútvarpið sem fjallar um endurkomu hans í norska handboltalandsliðið. Í desember í fyrra varð hann fyrir óhappi á æfingu þar sem néskelin fór úr lið. Það varð ljóst að hann myndi missa af heimsmeistaramótinu á heimavelli í janúar. Daginn eftir varð vont enn verra. Hann fékk blóðtappa í heila. Greinin á vef norska ríkisútvarpsins.NRK Sport „Maður hugsar auðvitað að svona eigi ekki að geta komið fyrir 24 ára gamlan mann. Það tók langan tíma að skilja þetta,“ sagði Elina Österli við NRK en hún er kærasti og sambýliskona Blonz. Parið var á leiðinni í háttinn þegar hún tók eftir að eitthvað var að. Hann gat ekki talað „Hann gat ekki talað. Hann horfði í kringum sig með augunum, þau flögruðu svolítið. Hann fékk vöðvakrampa, lá og engdist og sagði að hann fyndi ekki fyrir vinstri hliðinni,“ sagði Österlin sem hringdi á sjúkrabíl. Blonz lá á sjúkrahúsi í tíu daga. Blóðtappinn krafðist bráðameðferðar, en læknarnir náðu fljótt stjórn á ástandinu. Engu að síður hefur hornamaðurinn, sem varð markahæsti leikmaður Noregs á Ólympíuleikunum í París 2024, ekki snúið aftur í landsliðið síðan. Hnémeiðslin hafa krafist margra klukkustunda endurhæfingar. Tvöföld leiðindi „Það voru tvöföld leiðindi ef hægt er að orða það þannig. Það var leiðinlegt að horfa á HM þegar ég vissi að ég hefði átt að vera með,“ segir þessi 25 ára gamli leikmaður um að missa líka af heimsmeistaramótinu Fyrir nokkrum vikum sneri Blonz aftur á völlinn. „Ég er kominn aftur á handboltavöllinn og það hefur verið rosalega gaman,“ segir Blonz. Hann hefur líka samið við eitt besta handboltafélag heims, danska liðið Aalborg. Þá stóð ég og grét „Í fyrsta skipti sem hann hljóp inn á völlinn hér í Álaborg, þá stóð ég og grét og þurfti að þerra tárin,“ sagði sambýliskonan við NRK. Alexander Blonz í leik með norska landsliðinu.EPA/SRDJAN SUKI Hún segir að Blonz vilji fyrir alvöru standa sig aftur á parketinu. „Það voru nokkrir mánuðir þar sem hann hló ekki oft eða sýndi áhuga, en nú blómstrar hann aftur. Það er rosalega gaman að sjá og það yljar hjarta mitt,“ segir Österli. Frábært að fá hann aftur „Hann lenti bæði í þessum veikindum og hnémeiðslunum á sama tíma, svo það er frábært að fá hann aftur. Ég er mjög glaður fyrir hans hönd,“ segir landsliðsþjálfarinn Jonas Wille við NRK. „Hann á auðvitað enn þá nokkuð í land með að komast í toppform, en við vildum hafa hann með hér til að fylgjast betur með honum og hafa hann nálægt okkur í þessu umhverfi,“ heldur hann áfram. Landsliðsþjálfarinn segir að Blonz komi sterklega til greina í meistarakeppnishópinn fyrir EM á heimavelli í janúar, en að samkeppnin sé hörð frá þremur öðrum hornamönnum. View this post on Instagram A post shared by Alexandre Blonz (@alexandreblonz)
EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira