Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva NP Innovation á Íslandi 3. nóvember 2025 14:32 „Fiskeldisiðnaðurinn er í mikilli uppsveiflu og við erum nú betur í stakk búin til að taka að okkur stærri og flóknari verkefni,“ segir Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri NP Innovation á Íslandi. Sænska fyrirtækið NP Innovation, sem er í meirihlutaeigu Alfa Framtak og IS Haf fjárfestingarsjóðs, keypti Aqua.is fyrir ári síðan og nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins á Íslandi undir heitinu NP Innovation. Þrátt fyrir nýtt nafn er markmiðið það sama og áður, að stuðla að sjálfbærum vexti og tæknilegum framförum í fiskeldi, bæði á Íslandi og erlendis. Nafnabreytingin frá Aqua.is yfir í NP Innovation endurspeglar alþjóðlega þróun innan greinarinnar. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera hluti af viðurkenndu alþjóðlegu tengslaneti sem deilir okkar sýn á nýsköpun og sjálfbærni,“ segir Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri NP Innovation á Íslandi. „Þessi breyting sýnir bæði styrk og vilja til að mæta kröfum ört vaxandi markaðar.“ Sterkar rætur – alþjóðleg sýn Aqua.is hefur verið traust nafn í íslensku fiskeldi um árabil. Með viðamikla reynslu af krefjandi íslenskum aðstæðum hefur teymið djúpan skilning á vatnsgæðum, staðbundnum áskorunum og innleiðingu búnaðar, þekking sem áfram verður kjarninn í starfsemi NP Innovation á Íslandi að sögn Magnúsar. „Þekking og reynsla okkar gerir okkur kleift að innleiða kerfi sem virkilega henta hverju verkefni.“ Gunnar Helgason (t.v.), sölustjóri á Íslandi og Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri NP Innovation á Íslandi, að sýna þrívíddarprentaðar smáútgáfur af vörum fyrirtækisins á sýningunni Lagarlíf 2025. Sem hluti af NP Innovation hefur íslenska teymið nú aðgang að sterkara baklandi, auk lausna sem hafa sannað gildi sitt í krefjandi aðstæðum á borð við tromlusíur, diskasíur og CO₂-loftara sem er lykilatriði í skilvirkum landeldiskerfum. „Fiskeldisiðnaðurinn er í mikilli uppsveiflu og við erum nú betur í stakk búin til að taka að okkur stærri og flóknari verkefni,“ segir Magnús. „En það að vera nálægt viðskiptavinum okkar, byggja upp traust sambönd, skilja þarfir þeirra og vera til staðar þegar á þarf að halda, verður ávallt forgangsmál.“ Spennandi framtíðarsýn Fyrir starfsfólk NP Innovation á Íslandi er þessi umbreyting bæði fagleg og persónuleg. Fram undan eru spennandi tímar og hvort sem samstarfsaðilar eru að skipuleggja ný eldisfyrirtæki eða betrumbæta starfandi rekstur, vill NP Innovation vera hluti af samtalinu og hjálpa til við að takast á við áskoranir og nýta tækifærin. „Þetta er ákveðinn áfangi fyrir okkur,“ segir Magnús. „Við erum að taka skref frá því að standa ein til þess að standa saman með teymi sem deilir okkar framtíðarsýn og hefur burði til að mæta kröfum iðnaðarins.“ Markmið fyrirtækisins á komandi árum er að vaxa í takt við markaðinn, efla tæknilega getu, styrkja teymið enn frekar og byggja upp öflugt samstarf. „Kerfi NP Innovation má líkja við lungu landeldisstöðva því þau halda vatninu hreinu og súrefnisríku svo fiskurinn dafni,“ bætir Magnús við.„Við ætlum að halda áfram að bjóða íslenskum viðskiptavinum lausnir sem eru skilvirkar, áreiðanlegar og hannaðar til að styðja við heilbrigðan vöxt og sjálfbæra framtíð.“ Fiskeldi Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Nafnabreytingin frá Aqua.is yfir í NP Innovation endurspeglar alþjóðlega þróun innan greinarinnar. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera hluti af viðurkenndu alþjóðlegu tengslaneti sem deilir okkar sýn á nýsköpun og sjálfbærni,“ segir Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri NP Innovation á Íslandi. „Þessi breyting sýnir bæði styrk og vilja til að mæta kröfum ört vaxandi markaðar.“ Sterkar rætur – alþjóðleg sýn Aqua.is hefur verið traust nafn í íslensku fiskeldi um árabil. Með viðamikla reynslu af krefjandi íslenskum aðstæðum hefur teymið djúpan skilning á vatnsgæðum, staðbundnum áskorunum og innleiðingu búnaðar, þekking sem áfram verður kjarninn í starfsemi NP Innovation á Íslandi að sögn Magnúsar. „Þekking og reynsla okkar gerir okkur kleift að innleiða kerfi sem virkilega henta hverju verkefni.“ Gunnar Helgason (t.v.), sölustjóri á Íslandi og Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri NP Innovation á Íslandi, að sýna þrívíddarprentaðar smáútgáfur af vörum fyrirtækisins á sýningunni Lagarlíf 2025. Sem hluti af NP Innovation hefur íslenska teymið nú aðgang að sterkara baklandi, auk lausna sem hafa sannað gildi sitt í krefjandi aðstæðum á borð við tromlusíur, diskasíur og CO₂-loftara sem er lykilatriði í skilvirkum landeldiskerfum. „Fiskeldisiðnaðurinn er í mikilli uppsveiflu og við erum nú betur í stakk búin til að taka að okkur stærri og flóknari verkefni,“ segir Magnús. „En það að vera nálægt viðskiptavinum okkar, byggja upp traust sambönd, skilja þarfir þeirra og vera til staðar þegar á þarf að halda, verður ávallt forgangsmál.“ Spennandi framtíðarsýn Fyrir starfsfólk NP Innovation á Íslandi er þessi umbreyting bæði fagleg og persónuleg. Fram undan eru spennandi tímar og hvort sem samstarfsaðilar eru að skipuleggja ný eldisfyrirtæki eða betrumbæta starfandi rekstur, vill NP Innovation vera hluti af samtalinu og hjálpa til við að takast á við áskoranir og nýta tækifærin. „Þetta er ákveðinn áfangi fyrir okkur,“ segir Magnús. „Við erum að taka skref frá því að standa ein til þess að standa saman með teymi sem deilir okkar framtíðarsýn og hefur burði til að mæta kröfum iðnaðarins.“ Markmið fyrirtækisins á komandi árum er að vaxa í takt við markaðinn, efla tæknilega getu, styrkja teymið enn frekar og byggja upp öflugt samstarf. „Kerfi NP Innovation má líkja við lungu landeldisstöðva því þau halda vatninu hreinu og súrefnisríku svo fiskurinn dafni,“ bætir Magnús við.„Við ætlum að halda áfram að bjóða íslenskum viðskiptavinum lausnir sem eru skilvirkar, áreiðanlegar og hannaðar til að styðja við heilbrigðan vöxt og sjálfbæra framtíð.“
Fiskeldi Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira