Fótbolti

Emelía með þrennu gegn FCK

Valur Páll Eiríksson skrifar
Emelía fór mikinn í kvöld.
Emelía fór mikinn í kvöld. HB Køge

Emelía Óskarsdóttir kom öflug inn af varamannabekknum með liði sínu Köge sem vann öruggan 6-0 sigur á FCK í dönsku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld. Hún skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik.

Emelía hóf leik á varamannabekk Köge sem var að mæta FCK, fyrrum liði bróður hennar Orra Óskarssonar. Óhætt er að segja að hún hafi breytt leik kvöldsins með innkomu sinni í hálfleik.

Staðan var 1-0 í hálfleik en gestunum í liði Köge gekk betur að finna netmöskvana eftir að Emelía kom inn sem varamaður fyrir goðsögnina Nadiu Nadim í hálfleik.

Hún skoraði annað mark liðsins á 54. mínútu, það þriðja á 74. mínútu og sitt þriðja og liðsins fjórða á 80. mínútu. Lacho Marta frá Angóla bætti svo tveimur mörkum við undir lok leiks og 6-0 sigur Köge niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×