Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2025 22:10 Burn og Osimhen voru á skotskónum og þeirra lið vel sett. Mourinho gengur lítið að snúa gengi Benfica við í Meistaradeildinni. Samsett/Getty Áhugaverð úrslit litu dagsins ljós í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Galatasaray er á góðum stað líkt og Newcastle. Illa gengur hjá José Mourinho að snúa blaðinu við. Osimhen þrjú, Ajax núll Nígeríski framherjinn Victor Osimhen skoraði öll þrjú mörkin fyrir Galatasaray, þar af tvö af vítapunktinum, í öruggum sigri á lánlausu liði Ajax. Victor Osimhen skoraði þrjú mörk.Ahmad Mora/Getty Images Galatasaray vinnur þar með þriðja leik sinn í keppninni í röð og er með níu stig. Það gengur hvorki né rekur hjá Ajax sem er án stiga með markatöluna 1-14 á botni deildarkeppninnar. Magurt hjá Mourinho Tilraun José Mourinho til að snúa við gengi Benfica í Meistaradeildinni gengur hægt. Forveri hans í starfi var rekinn eftir 3-2 tap fyrir Qarabag frá Aserbaísjan í fyrstu umferðinni en Mourinho hefur enn ekki fengið stig í keppninni. Einmanalegt er í stjórasæti Mourinho þessa dagana.Gualter Fatia/Getty Images Tékkinn Patrik Schick tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Benfica á Leikvangi Ljóssins í Lissabon. Um er að ræða fyrsta sigur Leverkusen-liðsins í vetur og er Bayer með fimm stig. Inter með fullt hús Inter er sem fyrr með fullt hús eftir sigur á Kairat frá Kasakstan. Hann var þó ekki eins þægilegur og margur hefði haldið. Lautaro Martínez kom Inter yfir í fyrri hálfleik en Ofri Arad jafnaði fyrir gestina snemma í síðari hálfleik. Staðan var jöfn í um tólf mínútur en Brassinn Carlos Augusto tryggði Inter 2-1 sigur. Inter er því á toppnum ásamt Bayern Munchen og Arsenal með fullt hús stiga. Furðuleg atburðarrás í Marseille Atalanta vann 1-0 sigur á Marseille þökk sér frábæru marki Serbans Lazar Samardzic á nítugustu mínútu. Markið skoraði hann örfáum sekúndum eftir að Marseille vildi, að því er virðist réttilega, fá vítaspyrnu vegna hendi innan teigs. Eftir endurskoðun myndbandsdómara var ákveðið að gefa Marseille ekki vítaspyrnuna og leyfa fallegu marki Samardzic að standa. Áður hafði Atalanta klúðrað víti og mark verið dæmt af Ítölunum eftir endurskoðun VAR. Newcastle vel settir Burn brenndi Baskana.AFP/Henry Nicholls Mörk Dan Burn og Joelinton tryggðu Newcastle góðan 2-0 heimasigur á Athletic Bilbao frá Baskalandi. Newcastle er með níu stig í deildinni, og er þar í hópi með PSG, Real Madrid, Liverpool og áðurnefndu liði Galatasaray. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Osimhen þrjú, Ajax núll Nígeríski framherjinn Victor Osimhen skoraði öll þrjú mörkin fyrir Galatasaray, þar af tvö af vítapunktinum, í öruggum sigri á lánlausu liði Ajax. Victor Osimhen skoraði þrjú mörk.Ahmad Mora/Getty Images Galatasaray vinnur þar með þriðja leik sinn í keppninni í röð og er með níu stig. Það gengur hvorki né rekur hjá Ajax sem er án stiga með markatöluna 1-14 á botni deildarkeppninnar. Magurt hjá Mourinho Tilraun José Mourinho til að snúa við gengi Benfica í Meistaradeildinni gengur hægt. Forveri hans í starfi var rekinn eftir 3-2 tap fyrir Qarabag frá Aserbaísjan í fyrstu umferðinni en Mourinho hefur enn ekki fengið stig í keppninni. Einmanalegt er í stjórasæti Mourinho þessa dagana.Gualter Fatia/Getty Images Tékkinn Patrik Schick tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Benfica á Leikvangi Ljóssins í Lissabon. Um er að ræða fyrsta sigur Leverkusen-liðsins í vetur og er Bayer með fimm stig. Inter með fullt hús Inter er sem fyrr með fullt hús eftir sigur á Kairat frá Kasakstan. Hann var þó ekki eins þægilegur og margur hefði haldið. Lautaro Martínez kom Inter yfir í fyrri hálfleik en Ofri Arad jafnaði fyrir gestina snemma í síðari hálfleik. Staðan var jöfn í um tólf mínútur en Brassinn Carlos Augusto tryggði Inter 2-1 sigur. Inter er því á toppnum ásamt Bayern Munchen og Arsenal með fullt hús stiga. Furðuleg atburðarrás í Marseille Atalanta vann 1-0 sigur á Marseille þökk sér frábæru marki Serbans Lazar Samardzic á nítugustu mínútu. Markið skoraði hann örfáum sekúndum eftir að Marseille vildi, að því er virðist réttilega, fá vítaspyrnu vegna hendi innan teigs. Eftir endurskoðun myndbandsdómara var ákveðið að gefa Marseille ekki vítaspyrnuna og leyfa fallegu marki Samardzic að standa. Áður hafði Atalanta klúðrað víti og mark verið dæmt af Ítölunum eftir endurskoðun VAR. Newcastle vel settir Burn brenndi Baskana.AFP/Henry Nicholls Mörk Dan Burn og Joelinton tryggðu Newcastle góðan 2-0 heimasigur á Athletic Bilbao frá Baskalandi. Newcastle er með níu stig í deildinni, og er þar í hópi með PSG, Real Madrid, Liverpool og áðurnefndu liði Galatasaray.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira